Skandinavískar húsgyðjur

14. apríl 2020

Glænýr skammtur frá Þórdísi Gísladóttur: Í síðasta ráðlagða dagskammti minntist ég á skandinavískar húsgyðjur og nú er ég búin að taka saman skammt með nokkrum sænskum jazzsöngkonum sem ég hef mikið hlustað á. Síðasta áratug síðustu aldar eyddi ég að mestu í Svíþjóð. Þar er enginn skortur á jazzi og ég lagði mig dálítið fram … Continue reading Skandinavískar húsgyðjur

Hljóðskrá ekki tengd.

Játningar jazzelskhuga

13. apríl 2020

Rithöfundinn, ljóðskáldið og þýðandann Þórdísi Gísladóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum Ráðlagðs. Það er þó ekki víst að allir þekki þá hlið sem hún hefur fallist á að opinbera hér á blogginu, í nokkrum skömmtum. Hér á eftir fylgir formáli Þórdísar að því sem koma skal: Það er mjög sennilega til marks um að … Continue reading Játningar jazzelskhuga

Hljóðskrá ekki tengd.

Lokaskammtur: 41 – 50

9. apríl 2020

Þá hefur síðasti skammturinn – í bili – borist frá Braga Ólafssyni. Ráðlagður færir honum sínar bestu þakkir! Það er ekki lítið verkefni að velja sínar 50 uppáhalds jazzplötur (og ekki alveg áhættulaust, sbr. jazzeitrun á viku þrjú). Mér skilst reyndar að mesti höfuðverkurinn hafi verið að velja plöturnar sem komust ekki á listann. En það … Continue reading Lokaskammtur: 41 – 50

Hljóðskrá ekki tengd.

Næstsíðasti skammtur: 31 – 40

1. apríl 2020

Bragi Ólafsson sendir sinn vikulega jazzskammt úr fjármálahverfi Reykjavíkurborgar: Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Ráðlagður er að draga úr mér allan mátt. Að lokum (þegar kemur að plötum nr. 41 til 50) verður þetta orðið svo erfitt að ég einfaldlega ræð ekki við verkefnið. Mig minnir að ég hafi nefnt í fyrstu sendingunni að … Continue reading Næstsíðasti skammtur: 31 – 40

Hljóðskrá ekki tengd.

Eitrun snúið við: 24 – 30

27. mars 2020

Framhaldsbréf frá Braga: Svo fullkomlega er ég meðvitaður um að lesendur hér á Ráðlögðum hafi engan áhuga á heilsufari mínu, að ég ætla ekki að minnast á það einu orði að ég er orðinn góður af jazzeitruninni. Ég ætla heldur ekki að afsaka að ég hafi einungis birt þrjú plötuumslög af tíu í síðasta innslagi … Continue reading Eitrun snúið við: 24 – 30

Hljóðskrá ekki tengd.

BABB Í BÁTINN

25. mars 2020

Þá er runninn upp nýr miðvikudagur og nýtt bréf dottið inn um rafrænu lúguna frá Braga Ólafssyni: Dear Recommended Re: Jazz Poisoning. Til stóð að birta plötuumslög númer 21 til 30 í dag, miðvikudag, en vegna jazzeitrunar – og takmarkaðra starfskrafta hennar vegna –  reynist ekki unnt að birta nema þrjú umslög að sinni. Von … Continue reading BABB Í BÁTINN

Hljóðskrá ekki tengd.