Þá er alþjóðlegi jazzdagurinn að baki og venjulegur jazzdagur tekinn við. Dagskráin í gær var stórvel heppnuð, mér sýnist enn hægt að nálgast eitthvað af útsendingunum á Facebook-síðu viðburðarins. Og hér er hlekkur á Víðsjárþátt gærdagsins þar sem Kristjana Stefánsdóttir og kvartett léku nokkur lög í beinni fyrir útvarpshlustendur – og örfáa gesti í Kaldalóni … Continue reading Venjulegur jazzdagur
Author: radlagdurjazzskammtur

Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe
Bragi Ólafsson skrifar: Í tilefni af alþjóðlega jazzdeginum (sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, ekki fyrr en í byrjun vikunnar – sumir eru ekki meiri jazznördar en það), þá varð mér hugsað til trommuleikarans Joey Baron. Ég þekki ekki mikið til hans, og líklega á ég ekki nema tvær upptökur með honum … Continue reading Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur
Á morgun, 30. apríl, er alþjóðlegi jazzdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Jazzhátíð Reykjavíkur, Jazzklúbburinn Múlinn og Jazzdeild FÍH blása af því tilefni til jazzveislu sem verður streymt á netinu frá kl. 16 og fram á kvöld. Dagskrána er að finna hér. Það er gaman að segja frá því … Continue reading Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur

Bill Evans tríóið í Finnlandi
Ein af perlum internetsins er þessi fimmtíu ára gamla upptaka af heimsókn Bill Evans tríósins á heimili finnska tónskáldsins Ilkka Kuusisto í Helsinki. (Ilkka er faðir fiðluleikarans Pekka Kuusisto sem margoft hefur spilað hér á landi.) Tríóið, sem auk Bill samanstóð á þessum árum af bassaleikaranum Eddie Gomez og trommaranum Marty Morell, var á tónleikaferð … Continue reading Bill Evans tríóið í Finnlandi

LOU OG DON
Borist hefur nýtt bréf frá Braga Ólafssyni: Auðvitað er það frekt af einum einstaklingi, eins og gerðist um daginn, að banka upp á – eða tromma – með 50 jazztitla á jafn lágstemmdu bloggi sem Ráðlagður er. Að vísu komu titlarnir í nokkrum skömmtum, og ég lét að jafnaði eina viku líða á milli sendinga. … Continue reading LOU OG DON
Villti jazzmaðurinn
Ég hef bara einu sinni beðið um óskalag í útvarpsþætti. Það var í þættinum Sjónmál, þætti um samfélagsmál sem var einu sinni á dagskrá Rásar 1 eftir hádegisfréttirnar. Ég hafði sent stuttan pistil inn í þáttinn frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þar sem ég bjó þá – pistillinn fjallaði um umhverfisglæpi – og allt í einu … Continue reading Villti jazzmaðurinn
Meiri morgunjazz
Skyndilega mundi ég eftir öðru lagi sem Morgunvaktin hefur verið að nota, How Deep is the Ocean eftir Irving Berlin, af plötunni Explorations með tríói Bill Evans (með Scott Lafaro og Paul Motian) frá árinu 1961. Eðalplata, Explorations, og greinilega í uppáhaldi hjá tónlistarráðunautum Morgunvaktarinnar, enda er Nardis líka þaðan (sjá síðustu færslu). Annað næstum … Continue reading Meiri morgunjazz
Morgunjazzinn
Hér eru nokkur númer fyrir þá sem sakna Morgunvaktarinnar á Rás 1 þessa dagana, en sá þáttur er sem kunnugt er pakkaður af góðri jazztónlist. Ég man ekki í svipinn fleiri lög sem koma þar fyrir, lesendur mega gjarnan fylla í eyðurnar! Þessi „Eþíó-jazz“ Mulatu Astatke hefur fylgt morgunútvarpinu lengi, er örugglega farinn að virka … Continue reading Morgunjazzinn
Skandinavískar húsgyðjur
Glænýr skammtur frá Þórdísi Gísladóttur: Í síðasta ráðlagða dagskammti minntist ég á skandinavískar húsgyðjur og nú er ég búin að taka saman skammt með nokkrum sænskum jazzsöngkonum sem ég hef mikið hlustað á. Síðasta áratug síðustu aldar eyddi ég að mestu í Svíþjóð. Þar er enginn skortur á jazzi og ég lagði mig dálítið fram … Continue reading Skandinavískar húsgyðjur
Játningar jazzelskhuga
Rithöfundinn, ljóðskáldið og þýðandann Þórdísi Gísladóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum Ráðlagðs. Það er þó ekki víst að allir þekki þá hlið sem hún hefur fallist á að opinbera hér á blogginu, í nokkrum skömmtum. Hér á eftir fylgir formáli Þórdísar að því sem koma skal: Það er mjög sennilega til marks um að … Continue reading Játningar jazzelskhuga
Lokaskammtur: 41 – 50
Þá hefur síðasti skammturinn – í bili – borist frá Braga Ólafssyni. Ráðlagður færir honum sínar bestu þakkir! Það er ekki lítið verkefni að velja sínar 50 uppáhalds jazzplötur (og ekki alveg áhættulaust, sbr. jazzeitrun á viku þrjú). Mér skilst reyndar að mesti höfuðverkurinn hafi verið að velja plöturnar sem komust ekki á listann. En það … Continue reading Lokaskammtur: 41 – 50
Næstsíðasti skammtur: 31 – 40
Bragi Ólafsson sendir sinn vikulega jazzskammt úr fjármálahverfi Reykjavíkurborgar: Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Ráðlagður er að draga úr mér allan mátt. Að lokum (þegar kemur að plötum nr. 41 til 50) verður þetta orðið svo erfitt að ég einfaldlega ræð ekki við verkefnið. Mig minnir að ég hafi nefnt í fyrstu sendingunni að … Continue reading Næstsíðasti skammtur: 31 – 40
Eitrun snúið við: 24 – 30
Framhaldsbréf frá Braga: Svo fullkomlega er ég meðvitaður um að lesendur hér á Ráðlögðum hafi engan áhuga á heilsufari mínu, að ég ætla ekki að minnast á það einu orði að ég er orðinn góður af jazzeitruninni. Ég ætla heldur ekki að afsaka að ég hafi einungis birt þrjú plötuumslög af tíu í síðasta innslagi … Continue reading Eitrun snúið við: 24 – 30
BABB Í BÁTINN
Þá er runninn upp nýr miðvikudagur og nýtt bréf dottið inn um rafrænu lúguna frá Braga Ólafssyni: Dear Recommended Re: Jazz Poisoning. Til stóð að birta plötuumslög númer 21 til 30 í dag, miðvikudag, en vegna jazzeitrunar – og takmarkaðra starfskrafta hennar vegna – reynist ekki unnt að birta nema þrjú umslög að sinni. Von … Continue reading BABB Í BÁTINN