Óflokkað

Lee Morgan IV

23. mars 2023

Endurkoma Eftir að hafa endurnýjað samning við Blue Note var fyrsta verk Morgans að ráða tónlistarmenn til verksins. Hann valdi Joe Henderson á tenór sax, Barry Harris á píanó, Bob Cranshaw á kontrabassa og Billy Higgins á trommur. Art Blakey hafði fengið boð um að spila en var upptekinn í verkefnum utanbæjar. Higgins var nýgræðingur … Continue reading Lee Morgan IV

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lee Morgan iii

8. nóvember 2022

Ræsið Síðla sumars 1961 birtust fréttir af því að Lee Morgan mundi yfirgefa The Jazz Messengers til að stofna sitt eigið band. Fréttir birtust í Downbeat jazz-tímaritinu þann 31. ágúst 1961 um að bandið væri næstum fullskipað með Clifford Jordan á sax og Lex Humphries á trommur. Sannleikurinn var hins vegar allt annar. Morgan var … Continue reading Lee Morgan iii

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lee Morgan ii

7. september 2022

Undir áhrifum Art Blakey Það má vera að það sé klisja að kalla The Jazz Messengers skóla en frá miðjum fimmta áratugnum til dauðadags 1990 lagði Blakey mikið á sig til að hjálpa hæfileikaríkum tónlistarmönnum að móta sinn eigin feril. Blakey, einnig þekktur sem Abdullah Buhaina, Bu á meðal vina, var í fyrstu bylgju jazztónlistarmanna … Continue reading Lee Morgan ii

Hljóðskrá ekki tengd.

Blásið í hátíðarlúðra

11. ágúst 2022

Í dag er hátíð hér á Ráðlögðum í tilefni sextugsafmælis aðalgestaskríbents síðunnar, velunnara og verndara, Braga Ólafssonar. Svo heppilega háttar til fyrir mig, umsjónarmann síðunnar, að hann er einnig faðir minn. Reyndar hef ég mögulega aldrei áður kallað hann föður minn, en ég ætla að byrja á því núna fyrst hann hefur náð þessum virðulega … Continue reading Blásið í hátíðarlúðra

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lee Morgan I

28. júlí 2022

Uppvaxtarár „Strákarnir bara horfðu á hann. Þeir trúðu ekki hvað var að koma út úr lúðrinum hans. Þú veist, hugmyndir eins og … Hvar mundi maður finna þær?” Michael LaVoe (1999) Þegar Michael LaVoe fylgdist með Lee Morgan, samnemanda sínum í Mastbaum Vocational Technical gagnfræðaskólanum í Fíladelfíu, spila á trompet með meðlimum skólabandsins á fyrstu … Continue reading Lee Morgan I

Hljóðskrá ekki tengd.

Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara

22. júlí 2022

Ég þykist ekki hafa djúpa þekkingu á jazztónlist. Þar til ég kynntist þeim ágæta einstaklingi sem heldur úti þessari síðu hlustaði ég sjaldan á jazz. Hann hefur hins vegar dunið á mér linnulítið síðan á sameiginlegu heimili okkar. Núorðið er ég því ekki ókunnugur jazzeitruninni sem faðir síðuhaldarans tók til umfjöllunar. Sama jazzskammtinn ætti ekki … Continue reading Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Wu Hen

29. júlí 2020

Póstur frá Konráði Bragasyni: Glæný plata með Kamaal Williams. Alls konar i gangi og lögin af ýmsu tagi. Gott eða slæmt? Mér þykir það gaman. Hlustaði á hana fyrst einn í bíl á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið. Hátt stillt. Mæli með að hlusta á alla plötuna i gegn. Mæli líka með plötunni Black Focus með Yussef… Continue Reading →

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Draumur Monks

22. júní 2020

Konráð Bragason skrifar: Til heiðurs veggjakrotinu í síðasta innleggi hér á Ráðlögðum vil ég mæla með lagi og plötu. Draumur Monks í nýlegri útgáfu hins breska Ashley Henry, af plötunni Ashley Henry’s 5ive. Hefðbundið en á sama tíma smá hiphop. Til gamans má geta að báðir meðspilarar Ashley á þessari plötu heita Sam. Alla plötuna … Continue reading Draumur Monks

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bob um jazz og/eða ekki jazz

13. júní 2020

Laugardagspóstur frá Braga Ólafssyni: Eftir nokkra daga kemur út ný plata með Bob Dylan, sú fyrsta með frumsömdu efni í átta ár. Eftir að hafa heyrt þrjú lög af plötunni, sem kallast Rough and Rowdy Ways, og lesið svolítið um hana, er ég mjög spenntur. Hún fær alls staðar fimm stjörnur (eflaust sex í Danmörku). … Continue reading Bob um jazz og/eða ekki jazz

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Kinn við kinn

4. júní 2020

Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifar pistil dagsins: Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég byrjaði að hlusta á jazz, þannig að ég vissi af því. Þetta var í Þýskalandi og pabbi átti Blaupunkt plötuspilara, svo mikið man ég, og meðal annars safnplötu sem einhver þýskur bókaklúbbur gaf út með lögum Oscar Peterson tríósins og … Continue reading Kinn við kinn

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bremer/McCoy – Utopia

2. júní 2020

Konráð Bragason garðyrkjufræðingur á ábendingu dagsins: Þetta er svona tónlist sem gott er að hlusta á þegar maður er rólegur eða þreyttur, kannski kominn heim eftir langan vinnudag. Þegar maður vill ekki of mikið áreiti. Þegar maður er úti í garði að dunda sér við matjurtabeðin. Þegar maður er svartsýnn en langar að vera bjartsýnn. … Continue reading Bremer/McCoy – Utopia

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Trópískar lystisemdir

29. maí 2020

Fyrsta sólóplata trommuleikarans Nick Mason (úr Pink Floyd), Nick Mason’s Fictitious Sports, hefur það fram yfir aðrar sólóplötur að sólólistamaðurinn sjálfur hefur afskaplega lítið með hana að gera. Hann samdi ekki tónlistina á henni, söng ekki, kom lítið nálægt því að útsetja og eiginlega gerði hann ekki neitt. Það færi vel á því að fleiri … Continue reading Trópískar lystisemdir

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

The Embassadors

24. maí 2020

Skammtur dagsins var að detta inn um lúguna – frá Konráði Bragasyni: Í mínum huga er þetta svona tónlist sem maður hlustar á snemma um morgun, á leið í vinnuna i strætó. Það er dimmt úti, vetur og maður bara hálfvaknaður. Eða þá að komið sé kvöld og maður sé einn heima, í drungalegu og … Continue reading The Embassadors

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Einn heppinn í Lucky

22. maí 2020

Föstudagsskammtur í boði Braga Ólafssonar: Fyrir um það bil tveimur vikum birtist færsla hér á Ráðlögðum um plötu hins nýlátna Hal Willner, Amarcord Nino Rota, og minnst var alveg sérstaklega á að tóndæmið sem fylgdi væri af vínilplötu. Sem það var. Enda hljómaði tónlistin þannig: af gamalli vínilplötu. Ég hef sjálfur átt þessa tónlist mjög … Continue reading Einn heppinn í Lucky

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Lagið um Línu

20. maí 2020

Það eru fleiri að verða 75 ára um þessar mundir en Keith Jarrett. Lína langsokkur nær til dæmis þeim virðulega aldri á þessu ári. Réttara sagt eru 75 ár liðin síðan fyrsta bók Astrid Lindgren um stúlkuna Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump kom út í Svíþjóð. Astrid Lindgren samdi söguna upphaflega árið 1941 fyrir níu … Continue reading Lagið um Línu

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Það hvarflaði ekki að mér

17. maí 2020

Lagið It Never Entered My Mind eftir Richard Rogers var meðal laganna sem Miles Davis kvintettinn hristi fram úr erminni árið 1956 til að losna undan samningi við Prestige útgáfufyrirtækið. Miles hafði þá ákveðið að ganga til liðs við Columbia Records, sem þremur árum síðar gaf út Kind of Blue. Ekki alslæm ákvörðun. Lagið er … Continue reading Það hvarflaði ekki að mér

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Keith Jarrett 75 ára

13. maí 2020

Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, skrifar pistil dagsins: Ég var staddur í München í Þýskalandi seint á síðasta ári, kom þangað reyndar óvart í tvígang og í bæði skiptin stefndi ég á að kaupa plötu með Keith Jarrett sem á eru upptökur af tónleikum sem hann hélt í borginni árið 2016. Í bæði skiptin … Continue reading Keith Jarrett 75 ára

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

What is Jazz?

12. maí 2020

Jazzskammtur dagsins er í boði franska bandoneonleikarans Olivier Manoury: After reading Tómas Einarsson’s post about the Gypsy singer Diego El Cigala I had a reflection on the nature of musical genres. Diego El Cigala has sung in most Latin American countries, he sang Salsa in the Caribbean, he sang Tangos in Argentina and so on, … Continue reading What is Jazz?

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Ack Värmeland du sköna

11. maí 2020

Lag dagsins er hið þekkta sænska þjóðlag Ack Värmeland du sköna, sem hér fylgir í flutningi Jan Johansson og félaga hans á plötunni Musik genom fyra sekler. Þessa stórskemmtilegu og á köflum stórsérkennilegu plötu uppgötvaði ég ekki fyrr en nýlega, þegar ég tók Jan Johansson rispu eftir að hafa horft á heimildamynd um hann í … Continue reading Ack Värmeland du sköna

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hal Willner – beint af fóninum

9. maí 2020

Bragi Ólafsson skrifar: Tónlistarmaðurinn og útsetjarinn Hal Willner lést úr veirunni fyrir rétt rúmum mánuði. Hans hefur verið minnst í íslenska ríkisútvarpinu, þá aðallega af Pétri Grétarssyni í Hátalaranum, en mér finnst ekki hægt að ráðleggjarar Skammtsins láti sitt eftir liggja í þeim málum, þannig að hér er bætt úr því. Ef eitthvað er hægt … Continue reading Hal Willner – beint af fóninum

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Diego El Cigala

5. maí 2020

Það er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, sem skrifar upp á skammtinn á þessum sólríka degi: Söngvarinn sem mig langar að skrifa um sem gestaskríbent er Spánverji, Diego El Cigala. Þegar ég var harðkjarnadjassmaður fyrir aldarþriðjungi hefði mér ofboðið að presentera flamenkósöngvara frá Andalúsíu í jafn vönduðu djassprógrammi. En þegar aldur færist yfir verður … Continue reading Diego El Cigala

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Safnarabúðin og Planet Records

4. maí 2020

Bragi Ólafsson skrifar: Það væri gaman að muna hvað ég borgaði fyrir hljómplötuna Deodato 2 í Safnarabúðinni, Laugavegi, árið 1978 eða 9, hugsanlega 1977. Ekki mjög mikilvæg vitneskja, en mig minnir að yfirleitt hafi maður borgað þetta á bilinu 500 til 1000 krónur fyrir plöturnar í Safnarabúðinni (kannski frekar 700 til 1500 krónur). Nú má … Continue reading Safnarabúðin og Planet Records

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

3. maí 2020

Í lok ávarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til þjóðarinnar fyrr í kvöld var leikið lagið Fósturjörð af plötu Einars Scheving, Land míns föður, sem kom út árið 2011. Ég fylgi fordæmi ráðherrans og enda mitt ávarp til þjóðarinnar einnig á lagi eftir Einar Scheving. Að betur athuguðu máli sleppi ég þó ávarpi mínu til þjóðarinnar. En … Continue reading Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Venjulegur jazzdagur

1. maí 2020

Þá er alþjóðlegi jazzdagurinn að baki og venjulegur jazzdagur tekinn við. Dagskráin í gær var stórvel heppnuð, mér sýnist enn hægt að nálgast eitthvað af útsendingunum á Facebook-síðu viðburðarins. Og hér er hlekkur á Víðsjárþátt gærdagsins þar sem Kristjana Stefánsdóttir og kvartett léku nokkur lög í beinni fyrir útvarpshlustendur – og örfáa gesti í Kaldalóni … Continue reading Venjulegur jazzdagur

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

30. apríl 2020

Bragi Ólafsson skrifar: Í tilefni af alþjóðlega jazzdeginum (sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, ekki fyrr en í byrjun vikunnar – sumir eru ekki meiri jazznördar en það), þá varð mér hugsað til trommuleikarans Joey Baron. Ég þekki ekki mikið til hans, og líklega á ég ekki nema tvær upptökur með honum … Continue reading Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Hljóðskrá ekki tengd.