Kveðja

26. nóvember 2021

Dyggir lesendur ættu að muna eftir Mamí Michaud á jarðhæðinni. Nú er hún farin yfir í sumarlandið. Gluggahlerarnir hafa verið lokaðir síðan hún var lögð inn á spítala fyrir tveimur vikum og þótt ég hafi heimsótt hana reglulega, leit ég alltaf á gluggann í von um að sjá henni bregða fyrir.Við eigum eftir að sakna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Föstudagur

17. september 2021

Líklega væri sniðugt að kíkja á hvað ég bullaði síðast til að muna hvort ég hafi einhverjar fréttir að flytja, sem þið bíðið í ofvæni eftir að fá. En í staðinn opna ég bara beint nýjan póst. Sem er furðulegt því ég hef í raun ekkert sérstakt að segja, þannig. Ég hlustaði á Monu Chollet […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Haust

8. september 2021

Enn og aftur er komið haust, skólarnir byrjaðir og lífið að fara í skorðurnar sem sumarið riðlar alltaf til. Reyndar á ég erfitt með að tala um haust hér í París, enda þrjátíu stiga hiti og ég ekki farin að vinna neitt að ráði. Tutla við undirbúning kennslunnar sem byrjar í næstu viku og er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Tepoki

25. febrúar 2021

Ég átti nokkra náðuga daga í Normandí sem er dásamlegt hérað. Það var gott fyrir höfuðið að komast aðeins niður að sjó. Mig langar dálítið mikið að flytja út í sveit og þá helst einhvers staðar frekar nærri sjó en samt með garð þar sem hægt er að rækta grænmeti. Húsið mitt yrði að vera […]

Hljóðskrá ekki tengd.

rafmögnuð kona

3. febrúar 2021

Milli jóla og nýárs gekk ég í það litla og löðurmannlega verkefni að skipta út vaskmubblunni á baðinu, ásamt vaski og krana. Samkvæmt jútúb myndböndum tæki svona verkefni kannski daginn, en þar sem ég vissi að það gæti orðið snúið að ná gömlu skápunum frá, því þeir vöfðust svo fagurlega utan um pípulagnir sem ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Tenglar á þriðjudegi

28. janúar 2014

Það er svo margt sem maður skilur ekki og kannski bara eins gott að maður skilur ekki allt. Hins vegar er ógnvekjandi þessi hugmynd í Kjarnanum, um að í raun viti enginn neitt. Hér er hins vegar þessi kona sem virðist vita dálítið mikið og, það sem meira er, hún er ekki feimin við að ræða það […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Un sachet de thé

31. desember 2013

Þetta er í raun áramótapistill, en ég get varla farið yfir árið því ég man ekki neitt stundinni lengur. Eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að prófa að skrifa eitthvað er sú að ég var að fá ársuppgjör frá WordPress og þar kemur fram sú arma staðreynd að ég hef skrifað átta pistla á […]

Hljóðskrá ekki tengd.

það hlýtur að vera mars

9. desember 2013

Það er alveg ótrúlega fríkað að fylgjast með Íslandi úr fjarska þessa dagana. Ríkisútvarpið aflimað, lögrelgan skýtur mann til bana og strax er farið að tala um fleiri vopn og ríkisstjórnin sker niður bætur hinna lægst settu, svona til að jafna upp skattaafslátt hinna best settu sem veittur var nánast sama dag og stjórnin tók […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Laugardagur

19. október 2013

Ég veit ekki alveg hvernig ég fer að því að gabba sjálfa mig svona, en af því ég þarf ekki að mæta í vinnu í dag fannst mér einhvern veginn eins og ég myndi bara liggja í sófanum með bók og kannski ná að spjalla við einhverja vini sem ég hef dissað undanfarið í síma […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Frakkar eru hræddir við rigninguna

28. september 2013

Það verður víst rigning í dag. Ég sem ætlaði að burðast út með hjól krakkanna, pumpa í dekk og smyrja. Hjólin hafa nefnilega ekkert verið tekin út í sumar og það er bara ekki hægt. Í gær var sumar, 23ja stiga hiti og sól. Þá voru krakkarnir lokaðir inni í skólastofu og ég að vinna. […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Parísardaman 2013-06-20 00:21:25

20. júní 2013

Ég er búin að fá einkunn fyrir mastersritgerð: 9.0. Ég er fullkomlega sátt við þá einkunn. Eiginlega er ég of sátt, mér finnst þau hljóti að hafa verið of góð við mig. Líklega er hún ekki svo góð. Eða hvað? Æ, við skulum ekki dvelja við það. Það er svo margt annað svo mikilvægara í […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Skil

4. maí 2013

Mér finnst bráðnauðsynlegt að tilkynna lesendum mínum (báðum) að ég er að skila af mér Meistararitgerðinni um helgina. Þetta er heljarinnar dútl á lokasprettinum, en ég held ég geti verið nokkuð örugg um að ég fái að útskrifast í vor. Ég byrjaði í Þýðingafræðináminu árið 2008. Þegar ég innritaði mig í námið, var brjálað að […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Tau frá Tógó

12. apríl 2013

Tau frá Tógó er með facebook-síðu, tékkið á henni. Þar fást nú tveir kjólar í þessu sniði sem ég er í, og nokkrir í sniðinu sem Sólrún er í. Þeir heita eftir okkur mæðgum, „Tata Kristín“ og „Sólrún“.

Hljóðskrá ekki tengd.