myndir

Forvitinn fákur

16. október 2020

Hestur í Borgarfirði

Þarsíðustu helgi, þegar við hjónin fórum í göngutúr og ég týndi símanum, hittum við þennan félaga (og annan til reyndar) sem mætti til okkar og bjóst við athygli eða snarli, ég veit það ekki alveg. Verst það var komin bley…

Hljóðskrá ekki tengd.
tækni

Garmin byltutilkynningar og fótbolti

22. september 2020

Prófaði að virkja „incident detection“ á úrinu um daginn af einhverri rælni. Hugmyndin er að ef ég er úti að hjóla eða skokka og verð fyrir slæmri byltu getur úrið látið aðstandanda vita með aðstoð símans. Fyrst fæ ég þó 30 sekúndur þar sem úrið …

Hljóðskrá ekki tengd.
myndir

Grjót

13. júlí 2020

Grjót í Skaftafelli

Eitt af því sem heillar mig á ferð um landið er grjótið sem kemur undan hopandi jöklum, hnullungar sem tíminn og vatnið er búið að mölbrjóta.

Langaði dálítið að taka svona grjót upp í heilu lagi og eiga sem listaverk.

Gæ…

Hljóðskrá ekki tengd.
græjur

Aftur á jeppa

17. júní 2020

Jeppinn við línuveg austan við Skorradalsvatn.

Um daginn keypti ég jeppa, Landcruiser 150GX 2018. Búinn að vera á Qashqai jeppling í fjögur ár en ákvað að fara aftur í stærri bíl. Og ekki á hvítum bíl, í fyrsta skipti í fjórtán ár!

Svo ferðum…

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskyldan

Inga María stúdent

31. maí 2020

Inga María fyrir utan háskólabíó eftir útskrift

Inga María útskrifaðist frá MR á föstudag. Hún stóð sig vel í skólanum enda samviskusöm og dugleg og stefnir á nám í viðskiptastærðfræði við HÍ næsta vetur.

Þetta var auðvitað mjög skrítinn…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Gengið á Þyril

10. maí 2020

Gengum með góðum hópi á Þyril í Hvalfirði í dag. Falleg og skemmtileg ganga, ekkert mjög erfið.

Samkvæmt Garmin voru þetta rétt rúmlega 8km ganga og hæst 400m frá sjávarmáli.

Annars fannst mér þetta miklu lengra niður en upp, væntanlega…

Hljóðskrá ekki tengd.
matur

Af pítsum og brauðum

3. maí 2020

Brauð dagsins.

Ég lofaði því hér um daginn og á twitter að ég myndi setja inn uppskrift að pítsudeigi. Ég er reyndar ekki innan tímaramma en seint er betra en aldrei!

Það ber að hafa í huga að ég er alveg ógurlega latur og hef ekki nennt að …

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Slén

21. apríl 2020

Tveggja vikna pása á blogginu. Það átti ekki að gerast, ég ætlaði að vera duglegur.

Páskar komu og fóru. Ferðuðumst innanhúss, borðuðum mikið af góðum mat. Tengdaforeldar mínir buðu í mat á föstudaginn langa, pöntuðu mat frá Matarkjallaranum…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Göngutúr í sólskyni og snjó

7. apríl 2020

Snjókoma og glampandi sól í Bakkaseli

Fórum í göngutúr í Breiðholti að loknum vinnudegi. Slatti af fólki á ferðinni, nokkrir að skokka og hjóla. Langflestir virtu tveggja metra regluna.

Gengum meðal annars framhjá Breiðholtslaug/Fjölbrau…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Sólarhrings pítsur

2. apríl 2020

Tvær af fjórum, pepperoni og sveppir. Pulled pork, beikon, sveppir og laukur.

Það tekur mig bara sólarhring að gera ágætar pítsur! Tíu mínútur í gærkvöldi, tíu í hádeginu og 45 í kvöld. Trikkið er að gefa deiginu góðan tíma og vera ekkert að h…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Pulled pork dagur

29. mars 2020

Pulled pork borgari

Dagsverkið hjá mér fólst í að gera gera pulled pork. Bjó til kryddblöndu (púðursykur, paprika, hvítlauksduft, salt, pipar ofl) og makaði á kjötið. Brúnaði í steypujárnspotti, steikti svo lauk, sellerí, gulrætur og fleira í …

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Göngutúr í bakarí

28. mars 2020

Kolla á bílastæðinu við Smáralind. Þar var ekki mikið að gera.

Ég, Kolla og Gyða fórum í göngutúr í næsta almennilega bakarí, löbbuðum 9.6km fram og til baka! Bakaríið er semsagt Brauð&co í Garðabæ.

Reyndar ákváðum við fyrsta að far…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Bónusferð

27. mars 2020

Mynd úr bústaðaferð 6. mars

Það fréttnæmasta frá deginum í dag er að ég fór í Bónus! Var að sjálfsögðu búinn að gera ítarlegan innkaupalista og raða honum upp eftir uppsetningu verslunarinnar í Smáranum.

Var mættur í Smárann um hálf tól…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Fjarfundadagur og heimaæfing

26. mars 2020

Lóðasettið

Það var töluvert fjarfundað í Bakkaseli í dag. Gyða á miðhæðinni, ég niðri á skrifstofu. Scrum standup klukkan tíu hjá mér, aðalfundur Trackwell klukkan ellefu, refinement fundur klukkan eitt og starfsmannafundur hjá Men&Mice k…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Vöffludagurinn

25. mars 2020

Vaffla með ís og súkkulaðisósu

Í tilefni vöffludagins voru vöfflur eftir hádegismat hér í Bakkaseli. Mér finnst þær bestar með ís og súkkulaðisósu. Notaði uppskriftina úr Stóru matarbókinni. Helsti vandinn við vöfflugerð er að setja rétt magn …

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Handlóðaferðalag

24. mars 2020

Þessi fallegi fákur tók á móti okkur og kvaddi við bústað. Tók símamynd úr bílglugga þegar við fórum heim.

Veirudagbók, áttundi kafli. Fátt gerðist annað en að við hjónin ókum í sumarbústað til að sækja handlóðasett.

Unnum heima í dag. S…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Dótadagur

23. mars 2020

tölvuskjár
Fjörutíu og níu tommu Samsung skjár

Ég bugaðist og splæsti í tölvuskjá á heimaskrifstofuna í dag. Ekki að ástandið hafi verið slæmt fyrir, ég var að nota tvo ágæta skjái. En mig vantaði eiginlega annan skjá og af hverju þá ekki bara að kaupa almennilegan skjá fyrir vinnuaðstöðuna heima. 49″ Samsung breiðskjár varð fyrir valinu. Ekki ódýr, en geggjaður!

Af hverju finnst mér ég þurfa að réttlæta svona kaup? Það er engin ástæða til þess.

Til að syndajafna fór ég og gaf blóð. Fékk SMS frá Blóðbankanum í morgun og bókaði tíma 16:30. Allir þurfa að panta tíma til að gefa blóð núna og þvi var rólegt. Ekki hefðbundnar veitingar í boði í bankanum, bara möffins í plasti, engin skúffukafa! Bömmer. Ég gleymdi að fá mér möffins þegar ég fór en fékk mér djús áður en ég gaf. Þetta var blóðgjöf númer fjörutíu og sjö.

Kom við í Nettó í Mjódd á heimleiðinni og keypti kartöflur, pasta og mjólk. Ekkert spritt í boði við innganginn, slatti af fólki í búðinni en ekki þröngt.

Við misstum af kvöldfréttum, föttuðum það tíu mínútur yfir sjö en vorum svo sammála um að það væri allt í lagi. Maður þarf ekki að sjá þetta allt í beinni, ef það er fréttnæmt sjáum við það á fréttamiðlum. Merkilegasta stemmingin á samfélagsmiðlum í dag finnst mér hugmyndin um að fyrst fjölmargir í einkageiranum séu að fara í hlutastarf eigi það sama að gilda um ríkisstarfsmenn. „Sælt er sameiginilegt skipbrot“ væri hægt að segja, „ef ég tapa, verða aðrir að tapa líka“ gætu aðrir sagt. Mér finnst þetta óskaplega furðulegt viðhorf. Í fyrsta lagi er ríkið að fara að greiða muninn að hluta og í öðru lagi mæðir mikið á mörgum opinberu starfsmönnum.

Eldaði saltfisk með tómat-chili-ólívusósu og kartöflumús. Afskaplega gott þó ég segi sjálfur frá, enda segja stelpurnar það líka. Skar fiskinn í bita, velti upp úr hveiti og pipar og steikti í helling af ólívuolíu ásamt hvítlauk og chili. Lagði svo ofan á tómatsósuna í lokin.

saltfiskur
Útvatnaður saltfiskur, chili, hvítlaukur, tómatar, rauðlaukur, ólívur ofl.

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Innidagur

22. mars 2020

Húsþak
Rennblautur snjórinn hlussaðist fram af þakinu og framfyrir húsið.

Ég fór ekki út úr húsi í dag, fyrir utan rölt framfyrir hús til að taka mynd af þakinu. Það voru dálítil læti í snjónum sem skreið fram af þakinu.

Fréttir dagsins ekki óvæntar en leiðinlegar, stífara samgöngubann og þar með búið að loka m.a. líkamsræktarstöðvum, fólki sem stundar slíkar stöðvar aldrei til mikillar gleði. Það var svosem ljóst að þetta myndi gerast, því miður voru margir ekki að höndla þetta eins og ég hef nefnt síðustu daga. Ég hefði mátt vera búinn að koma mér upp einhverri aðstöðu í bílskúrnum fyrir löngu en þar sem það er stutt að rölta í ræktina, bæði hér heima og úr vinnunni, hefur mér þótt það óþarfi. Stefni á að skjótast í bústað á þriðjudag, ef veður leyfir, og sækja handlóðasettið sem ég á þar. Við erum með hlaupabretti og „elliptical“ í sjónvarpsstofuni og svo þarf ég bara að stúdera ýmsar styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd næstu vikur.

Hvað hef ég gert í dag? Tja, leyst súdókur (illa), spilað tölvuleik (illa) og lagt mig (frekar illa). Fylgdist svo með fréttamannafundi dagsins, þar sem fréttamenn virtust ekki hafa hlustað á nokkuð sem sagt var á þessum fundi eða öðrum, og þvaðrinu á Twitter. Veðrið er búið að vera hundleiðinlegt.

Salvíukjúklingurinn er að verða tilbúinn. Á morgun verða afgangar og ég er að spá í að taka saltfisk úr frysti fyrir þriðjudagsmatinn. Ekkert stress auðvitað, það er enn hægt að fara í matvörubúðir, en annars er nóg til af mat hér í Bakkaseli.

Heimavinna hjá allir fjölskyldunni á morgun. Mér finnst eins og nú fyrst sé þetta að verða alvöru einangrun, við lokuð inni.

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Afmæliskaffi án afmælisbarnsins

21. mars 2020

Þetta var nú alls ekki svona dramatískt í raunveruleikanum, ég stóðst bara ekki mátið og fiktaði.

Ég rölti í ræktina í morgun í slabbinu. Ótrúlega fallegt veður, hvítur púðursnjór yfir öllu og sólin skein. Fólk var áberandi duglegra við að þrí…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Heimavinnan

20. mars 2020

Gyða og Inga María vinna/læra í stofunni í Bakkaseli.

Unnum og lærðum heima í Bakkaseli í dag. Fórum lítið úr húsi. Sóttum reyndar bílinn til BL í dag, þar borgaði ég tuttugu þúsund krónur fyrir ekkert. Svona eins og vanalega. Ég nenni þessu d…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Verslunarferð og verkstæði

18. mars 2020

Útsýnið af göngubrú yfir Breiðholtsbrú þegar ég labbaði heim úr ræktinni í gær.

Við hjónin fórum í matvörubúð í kvöld um hálf sjö, vorum ekkert búin að hamstra! Leiðin lá í Krónuna Lindum.

Þar er talið inn eins og í öðrum búðum, við þurf…

Hljóðskrá ekki tengd.