myndir

Hryggur

13. september 2022

Gekk að Grænahrygg og svo í Landmannalaugar í síðasta mánuði

Flestir skrúfa litina upp í 11 þegar þeir birta myndir af Grænahrygg, en þessi er bara nokkuð nærri raunveruleikanum held ég.

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Covid og aðrar pestir

6. maí 2022

Á góðri stundu á laugardag, meðan allt lék í lyndi.

Lesandi, ég hef brugðist með því að upplýsa ekki um veikindi síðustu vikna! Best að gera bragarbót á því. Þó það væri ekki nema til að birta eitthvað á þessu blessaða bloggi.

Fyrir tvei…

Hljóðskrá ekki tengd.
Ýmislegt

Fýlustjórnun á samfélagsmiðlum

15. febrúar 2022

Ég elska (ekki) hvað samfélagsmiðlar eru passive aggressive.

Ef fólk er fúlt út í þig, vegna þess að það er ósammála þér um eitthvað, hættir það að virða þig viðlits. Engin viðbrögð við neinu nema í besta falli einhverjar önugar athugasemdir af…

Hljóðskrá ekki tengd.
myndir

Stuðlagil

22. júlí 2021

Stuðlaberg í Stuðlagili

Kíktum við í Stuðlagili í sumarfríinu. Nú er hægt að keyra nær en áður, gangan að gilinu um 3km á ágætum göngustíg.

Fullt af fólki, margir uppteknir við að stilla sér upp fyrir myndatöku, skipt um klæðnað og ég veit ek…

Hljóðskrá ekki tengd.
myndir

Hengifoss

9. júlí 2021

Röltum að Hengifossi fyrir tveimur vikum. Máttum ekki labba alla leið en fossinn er tilkomumikill úr fjarlægð líka.

Nær máttum við ekki fara fyrir tveimur vikum.

Vonandi tekst að bjarga þessum manni úr sjálfheldu

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Hálfbólusettur

7. maí 2021

Eins og fjölmargir karlar á mínum aldri fékk ég óvænt boð í AstraZene­ca bólusetningu seinnipartinn í gær. SMS barst 14:12, ég og Örvar vinnufélagi vorum mættir við Laugardalshöll hálftíma síðar og aftur í vinnu rétt rúmum klukkutíma eftir boð….

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Eldgosið, fyrsta ferð

28. mars 2021

Hraun og gos

Ég kíkti með Palla á eldgosið eftir vinnu á miðvikudag, til að sjá það í ljósaskiptunum. Ég sótti hann í Grindavík, á leiðinni þangað var fjölbreytt veður, m.a. ansi hressandi hríð. Við ókum Suðurstrandaveg og lögðum nokkurn spöl…

Hljóðskrá ekki tengd.
pólitík

Fyrirtæki, eigendur og sósíalistar

26. febrúar 2021

Reykjavík,
Útsýni af Úlfarsfelli

Sósíalistar (Sósíalistaflokkurinn) vilja ekki ríkisvæða atvinnulífið, segir GSE á sósíalistaspjallinu á Facebook; „Sósíalistar vilja lýðræðisvæða atvinnulífið með samvinnufyrirtækjum og öðrum rekstri í eigu launafólksins.“

Sem er fínt að mínu mati ef við erum að tala um stök fyrirtæki, jafnvel mörg fyrirtæki. Fyrirtæki í eigu launafólks (n.b. ekki í eigu lífeyrissjóða sem eru í eigu launafólks, GSE hatar þá) eru flott og samvinnufélög geta verið flott, þó Sambandið eigi sínar dökku hliðar. Ég vil meira af þessu!

En það er millileikurinn sem vantar inn í myndina. Þ.e.a.s þegar sósíalistaflokkurinn breytir reglunum og hirðir öll fyrirtækin af núverandi eigendum (n.b. flest fyrirtæki eru lítil) og afhendir starfsfólkinu. Hvað gerist þá? GSE talar um atvinnulífið, þ.e.a.s. öll fyrirtæki.

Er þá úti úr myndinni að einstaklingur stofni fyrirtæki, það gengur vel og hann ræður starfsfólk en það á þá fyrirtækið til jafns með honum? Hvað með skuldirnar ef einhverjar eru? Alla vinnuna sem er búið að leggja í fyrirtækið áður en það starfsfólk var ráðið, eigið fé sem hefur myndast? Hvað ef starfsfólkið er vonlaust? Hvað gerist ef fyrirtæki fer á hausinn? Hverjir skrifa undir ábyrgðir ef það þarf, hverjir taka yfir ábyrgðir stofnanda?

Á nýjasti starfsmaðurinn, í hlutastarfi, jafn mikið og sá sem lengstu hefur unnið? Á sá sem hefur unnið í 30 ár og byggt fyrirtæklið upp ekki neitt þegar hann hættir?

Eflaust eru Gunnar Smári og félagar með svör við þessu öllu, það er þannig vanalega og allir aðrir algjörir fávitar. Ég styð að sem flest fyrirtæki séu í eigu starfsfólk með e-um hætti, t.d. þannig að hluti af arðgreiðslum fari til starfsfólks og skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra. En mér finnst líka eðlilegt að til séu fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna, að samfélagið tryggi sanngjarnt umhverfi fyrir starfsfólks og að háar arðgreiðslur séu skattlagðar frekar en gert er í dag.

Þó stór fyrirtæki séu stundum af hinu slæma, þá er ansi margt sem gerist bara í risastórum fyrirtækjum. Alvöru samkeppniseftirlit þarf þó að vera til staðar til að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki gleypi ekki allt. Þið vitið, umhverfi fyrir blandað hagkerfi lítilla og stórra fyrirtækja, sum í eigu hluthafa, önnur í eigu starfsfólks og jafnvel hins opinbera!

Mér þætti skemmtilegra að það væri ekki helsta markmið flestra tæknifyrirtækja að láta stærri fyrirtæki gleypa sig! Af hverju þykir það eitthvað óspennandi að reka fyrirtæki á Íslandi sem er með kannski 20-30% hagnað ár eftir ár?

Merkilegt að margir þeirra sem vilja lýðræðisleg fyrirtæki, sem er stjórnað af starfsfólki (sem þá fundar reglulega) eru sérfræðingar í því að trana sér fram og ná völdum í slíku umhverfi.

Hljóðskrá ekki tengd.
Ýmislegt

Sparnaðardrama

26. janúar 2021

Með smá ráðdeild er hægt að kaupa sér fínt hús!

Margir verða ansi önugir útaf umræðum um sparnað og ráðdeild.

Merkilegt nokk, er það yfirleitt ekki fólk sem sjálft er í þeirri stöðu að geta alls ekki sparað eða hefur aldrei leyft sér neitt, …

Hljóðskrá ekki tengd.
myndir

Forvitinn fákur

16. október 2020

Hestur í Borgarfirði

Þarsíðustu helgi, þegar við hjónin fórum í göngutúr og ég týndi símanum, hittum við þennan félaga (og annan til reyndar) sem mætti til okkar og bjóst við athygli eða snarli, ég veit það ekki alveg. Verst það var komin bley…

Hljóðskrá ekki tengd.
tækni

Garmin byltutilkynningar og fótbolti

22. september 2020

Prófaði að virkja „incident detection“ á úrinu um daginn af einhverri rælni. Hugmyndin er að ef ég er úti að hjóla eða skokka og verð fyrir slæmri byltu getur úrið látið aðstandanda vita með aðstoð símans. Fyrst fæ ég þó 30 sekúndur þar sem úrið …

Hljóðskrá ekki tengd.
myndir

Grjót

13. júlí 2020

Grjót í Skaftafelli

Eitt af því sem heillar mig á ferð um landið er grjótið sem kemur undan hopandi jöklum, hnullungar sem tíminn og vatnið er búið að mölbrjóta.

Langaði dálítið að taka svona grjót upp í heilu lagi og eiga sem listaverk.

Gæ…

Hljóðskrá ekki tengd.
græjur

Aftur á jeppa

17. júní 2020

Jeppinn við línuveg austan við Skorradalsvatn.

Um daginn keypti ég jeppa, Landcruiser 150GX 2018. Búinn að vera á Qashqai jeppling í fjögur ár en ákvað að fara aftur í stærri bíl. Og ekki á hvítum bíl, í fyrsta skipti í fjórtán ár!

Svo ferðum…

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskyldan

Inga María stúdent

31. maí 2020

Inga María fyrir utan háskólabíó eftir útskrift

Inga María útskrifaðist frá MR á föstudag. Hún stóð sig vel í skólanum enda samviskusöm og dugleg og stefnir á nám í viðskiptastærðfræði við HÍ næsta vetur.

Þetta var auðvitað mjög skrítinn…

Hljóðskrá ekki tengd.