Cube Reaction Hybrid Race 750 2023, ég bætti við brettum og standara. Mynd af heimasíðu tri.
Keyptir mér rafmagnshjól um fyrir 11 dögum. Hjóla nú í vinnuna flesta daga og er búinn að fara 125km á hjólinu. Cube reaction hybrid race frá Tri varð…
Cube Reaction Hybrid Race 750 2023, ég bætti við brettum og standara. Mynd af heimasíðu tri.
Keyptir mér rafmagnshjól um fyrir 11 dögum. Hjóla nú í vinnuna flesta daga og er búinn að fara 125km á hjólinu. Cube reaction hybrid race frá Tri varð…
Skruppum í bústað og ég dundaði mér við að slá lúpínu. Þetta er bara byrjunin á þessum slag, á eftir að taka nokkur sumur en tekst vonandi að lokum. Slæ aftur næst þegar þegar við förum.
Sló helling af lúpínu.
Lúpína er fín meðan hún er …
Borgarfjörður
Skondin týpa:
Gaur sem segir að fólk sé „auðtrúa“ því það trúir „opinberum“ upplýsingum en sami gaur virðist um leið trúa nær öllum samsæriskenningum og það skiptir engu máli hvort þær stangast á eða ekki.
Skrifaði þe…
Útsýnið í vetur frá skrifstofu M&M við Suðurlandsbraut 10
Ég óska sumum fyrrverandi samstarfsfélögum mínum hjá Men&Mice til hamingju. Það er búið að selja fyrirtækið og einhverjir munu hagnast um nokkrar milljónir þegar þau selja kaupr…
Lundi sem stillti sér svona skemmtilega upp fyrir mig við Dyrhólaey í sumar
Ég hef ekki alveg setið auðum höndum í fríinu. Kláraði t.d. rétt í þessu myndasíðu síðasta árs sem er bara allgóður árangur fyrir mig.
Það gerðist hellingur á síðara…
Á toppi Hvannadalshnúks ásamt samstarfsfólki og fylgifiskum í júní í fyrra.
Föstudagurinn var síðasti dagurinn minn hjá Men&Mice eftir fimm ár og fjóra mánuði þar. Hef kynnst fullt af fólki, fengist við fjölmörg áhugaverð verkefni og hef j…
Við Landmannalaugar
Það er nefnilega miklu meiri dónaskapur að láta eins og fólk sé ekki til heldur en að gagnrýna skoðanir þeirra.
Skrifaði ég árið 2009 í athugasemdarþræði hér á blogginu. Rakst á þetta áðan útaf umræðum sem tengjast ti…
Gyða í auðninni við Skjaldbreiðarveg sumarið 2021
Í upphafi hvers árs uppfæri ég myndasíðuna í höndunum. Þetta árið misfórst verkið aðeins og ég var að klára frá myndasíðu síðasta árs í gær. Uppfærði forsíðuna um leið þannig að einhverjar mynd…
Ég þurfti að kæla öxlina af og til úti á Spáni vegna verkja
„Heyrðu, ég á lausan tíma eftir 15-20 mínútur. Kemstu þá“
Símtal frá Domus Röntgen klukkan hálf fjögur í dag. Ég þáði boðið og dreif mig, enda ekki langt að fara úr vinnunni.
…
Hér er ég á Mastodon (hlekkur settur inn til að staðfesta slóð þaðan hingað)
Sólin fer ekki hátt þessa dagana, en birtan verður afskaplega fallega þessa fáu tíma sem sést til hennar.
Er sólin að setjast á Twitter?
Ég er ekki búinn að stofna Mastodon aðgang, hef enga aðra afsökun en leti. Jú, svo er ég líka svo félagslega feiminn að mér hugnast ekki að byrja enn og aftur að safna fylgjendum og láta fólk blokka mig af litlu …
Nýbúinn að láta raka af mér hárið
Þegar Ásdís Birta Óttarsdóttir systurdóttir mín auglýsir eftir hármódelum, fyrir námið í Tækniskólanum, sit ég alltaf eftir með sárt ennið, módelin hennar þurfa að vera með millisítt eða sítt, liðað eða þykkt …
Mannlíf við Estacas ströndina á miðvikudag
Við hjónin komum heim í gær eftir tvær vikur á Spáni. Hefðum alveg viljað vera lengur úti að slaka á og gera ekki neitt en það er ekki í boði, hversdagsleikinn tekur við. Hver veit samt, kannski eru á…
Þórður Einarsson afi minn lést í gær á Hrafnistu í Hafnafirði. Hefði orðið 92 ára í október.
Við saman í jólboði annan dag jóla 2017
Á góðri stundu á laugardag, meðan allt lék í lyndi.
Lesandi, ég hef brugðist með því að upplýsa ekki um veikindi síðustu vikna! Best að gera bragarbót á því. Þó það væri ekki nema til að birta eitthvað á þessu blessaða bloggi.
Fyrir tvei…
Ég elska (ekki) hvað samfélagsmiðlar eru passive aggressive.
Ef fólk er fúlt út í þig, vegna þess að það er ósammála þér um eitthvað, hættir það að virða þig viðlits. Engin viðbrögð við neinu nema í besta falli einhverjar önugar athugasemdir af…
Já, enn og aftur útsýni af Esju – sorry
Eftir að hafa fylgst ansi vel með Sjálfstæðisflokknum og covid-nötturum undanfarið er ég steinhissa á að nokkur sé til í að kenna sig við eða styðja þenna stjórnmálaflokk í dag.
Finnst ykkur Trump…
Útsýni af Esjunni. Kemur efninu ekkert við.
Hrikalega erum við kurteis við andstæðinga bólusetninga.
Af hverju? Hættum því.
„Ég hef rannsakað málið sjálf/ur og komist að þeirri niðurstöðu að …“
– Haltu kjafti, þú ert fífl.
En þetta …
pareidolia!
Tveir öfgamenn sem hafa þekkst lengi mætast á torginu, kasta kveðju og spyrja frétta.
– Sæll og blessaður, kosningar framundan og svona. Þú ert í framboði, hvað er að frétta?
„Við ætlum að stilla öllum sem eiga peninga upp…
Þarna stendur fólk. Kemur það mér við?
Félagshyggjufólk spáir í lýðheilsu vegna þess að samtryggingin á að ná til allra og það er ekki mögulegt ef álagið á kerfin er of mikið. Ef það er hægt að fyrirbyggja álagið, þá borgar sig að reyna það. …
Gekk á Móskarðahnúka síðustu helgi og sá eldgosið þá bara ansi vel.
Fór svo á Esjuna í gær, gengum úr Blikdal, upp að Smáþúfum, þaðan á Kerhólakamb og enduðum við Esjuberg. Tók mynd af gosinu snemma í göngunni.
…
Eins og fjölmargir karlar á mínum aldri fékk ég óvænt boð í AstraZeneca bólusetningu seinnipartinn í gær. SMS barst 14:12, ég og Örvar vinnufélagi vorum mættir við Laugardalshöll hálftíma síðar og aftur í vinnu rétt rúmum klukkutíma eftir boð….
Hraun og gos
Ég kíkti með Palla á eldgosið eftir vinnu á miðvikudag, til að sjá það í ljósaskiptunum. Ég sótti hann í Grindavík, á leiðinni þangað var fjölbreytt veður, m.a. ansi hressandi hríð. Við ókum Suðurstrandaveg og lögðum nokkurn spöl…
Sósíalistar (Sósíalistaflokkurinn) vilja ekki ríkisvæða atvinnulífið, segir GSE á sósíalistaspjallinu á Facebook; „Sósíalistar vilja lýðræðisvæða atvinnulífið með samvinnufyrirtækjum og öðrum rekstri í eigu launafólksins.“
Sem er fínt að mínu mati ef við erum að tala um stök fyrirtæki, jafnvel mörg fyrirtæki. Fyrirtæki í eigu launafólks (n.b. ekki í eigu lífeyrissjóða sem eru í eigu launafólks, GSE hatar þá) eru flott og samvinnufélög geta verið flott, þó Sambandið eigi sínar dökku hliðar. Ég vil meira af þessu!
En það er millileikurinn sem vantar inn í myndina. Þ.e.a.s þegar sósíalistaflokkurinn breytir reglunum og hirðir öll fyrirtækin af núverandi eigendum (n.b. flest fyrirtæki eru lítil) og afhendir starfsfólkinu. Hvað gerist þá? GSE talar um atvinnulífið, þ.e.a.s. öll fyrirtæki.
Er þá úti úr myndinni að einstaklingur stofni fyrirtæki, það gengur vel og hann ræður starfsfólk en það á þá fyrirtækið til jafns með honum? Hvað með skuldirnar ef einhverjar eru? Alla vinnuna sem er búið að leggja í fyrirtækið áður en það starfsfólk var ráðið, eigið fé sem hefur myndast? Hvað ef starfsfólkið er vonlaust? Hvað gerist ef fyrirtæki fer á hausinn? Hverjir skrifa undir ábyrgðir ef það þarf, hverjir taka yfir ábyrgðir stofnanda?
Á nýjasti starfsmaðurinn, í hlutastarfi, jafn mikið og sá sem lengstu hefur unnið? Á sá sem hefur unnið í 30 ár og byggt fyrirtæklið upp ekki neitt þegar hann hættir?
Eflaust eru Gunnar Smári og félagar með svör við þessu öllu, það er þannig vanalega og allir aðrir algjörir fávitar. Ég styð að sem flest fyrirtæki séu í eigu starfsfólk með e-um hætti, t.d. þannig að hluti af arðgreiðslum fari til starfsfólks og skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra. En mér finnst líka eðlilegt að til séu fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna, að samfélagið tryggi sanngjarnt umhverfi fyrir starfsfólks og að háar arðgreiðslur séu skattlagðar frekar en gert er í dag.
Þó stór fyrirtæki séu stundum af hinu slæma, þá er ansi margt sem gerist bara í risastórum fyrirtækjum. Alvöru samkeppniseftirlit þarf þó að vera til staðar til að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki gleypi ekki allt. Þið vitið, umhverfi fyrir blandað hagkerfi lítilla og stórra fyrirtækja, sum í eigu hluthafa, önnur í eigu starfsfólks og jafnvel hins opinbera!
Mér þætti skemmtilegra að það væri ekki helsta markmið flestra tæknifyrirtækja að láta stærri fyrirtæki gleypa sig! Af hverju þykir það eitthvað óspennandi að reka fyrirtæki á Íslandi sem er með kannski 20-30% hagnað ár eftir ár?
Merkilegt að margir þeirra sem vilja lýðræðisleg fyrirtæki, sem er stjórnað af starfsfólki (sem þá fundar reglulega) eru sérfræðingar í því að trana sér fram og ná völdum í slíku umhverfi.
Ekki veiðiþjófnaður
Umræðan í samfélaginu er stundum merkileg, tvö lið – með og á móti. Þitt fólk og andstæðingarnir.
Hvernig hefði umræðan verið ef Bjarni Ben hefði farið með vinum sínum í sumarbústað í eigu Seðlabankans og upp hefði komið …