Á góðri stundu á laugardag, meðan allt lék í lyndi.
Lesandi, ég hef brugðist með því að upplýsa ekki um veikindi síðustu vikna! Best að gera bragarbót á því. Þó það væri ekki nema til að birta eitthvað á þessu blessaða bloggi.
Fyrir tvei…
Á góðri stundu á laugardag, meðan allt lék í lyndi.
Lesandi, ég hef brugðist með því að upplýsa ekki um veikindi síðustu vikna! Best að gera bragarbót á því. Þó það væri ekki nema til að birta eitthvað á þessu blessaða bloggi.
Fyrir tvei…
Ég elska (ekki) hvað samfélagsmiðlar eru passive aggressive.
Ef fólk er fúlt út í þig, vegna þess að það er ósammála þér um eitthvað, hættir það að virða þig viðlits. Engin viðbrögð við neinu nema í besta falli einhverjar önugar athugasemdir af…
Já, enn og aftur útsýni af Esju – sorry
Eftir að hafa fylgst ansi vel með Sjálfstæðisflokknum og covid-nötturum undanfarið er ég steinhissa á að nokkur sé til í að kenna sig við eða styðja þenna stjórnmálaflokk í dag.
Finnst ykkur Trump…
Útsýni af Esjunni. Kemur efninu ekkert við.
Hrikalega erum við kurteis við andstæðinga bólusetninga.
Af hverju? Hættum því.
„Ég hef rannsakað málið sjálf/ur og komist að þeirri niðurstöðu að …“
– Haltu kjafti, þú ert fífl.
En þetta …
pareidolia!
Tveir öfgamenn sem hafa þekkst lengi mætast á torginu, kasta kveðju og spyrja frétta.
– Sæll og blessaður, kosningar framundan og svona. Þú ert í framboði, hvað er að frétta?
„Við ætlum að stilla öllum sem eiga peninga upp…
Þarna stendur fólk. Kemur það mér við?
Félagshyggjufólk spáir í lýðheilsu vegna þess að samtryggingin á að ná til allra og það er ekki mögulegt ef álagið á kerfin er of mikið. Ef það er hægt að fyrirbyggja álagið, þá borgar sig að reyna það. …
Gekk á Móskarðahnúka síðustu helgi og sá eldgosið þá bara ansi vel.
Fór svo á Esjuna í gær, gengum úr Blikdal, upp að Smáþúfum, þaðan á Kerhólakamb og enduðum við Esjuberg. Tók mynd af gosinu snemma í göngunni.
…
Eins og fjölmargir karlar á mínum aldri fékk ég óvænt boð í AstraZeneca bólusetningu seinnipartinn í gær. SMS barst 14:12, ég og Örvar vinnufélagi vorum mættir við Laugardalshöll hálftíma síðar og aftur í vinnu rétt rúmum klukkutíma eftir boð….
Hraun og gos
Ég kíkti með Palla á eldgosið eftir vinnu á miðvikudag, til að sjá það í ljósaskiptunum. Ég sótti hann í Grindavík, á leiðinni þangað var fjölbreytt veður, m.a. ansi hressandi hríð. Við ókum Suðurstrandaveg og lögðum nokkurn spöl…
Sósíalistar (Sósíalistaflokkurinn) vilja ekki ríkisvæða atvinnulífið, segir GSE á sósíalistaspjallinu á Facebook; „Sósíalistar vilja lýðræðisvæða atvinnulífið með samvinnufyrirtækjum og öðrum rekstri í eigu launafólksins.“
Sem er fínt að mínu mati ef við erum að tala um stök fyrirtæki, jafnvel mörg fyrirtæki. Fyrirtæki í eigu launafólks (n.b. ekki í eigu lífeyrissjóða sem eru í eigu launafólks, GSE hatar þá) eru flott og samvinnufélög geta verið flott, þó Sambandið eigi sínar dökku hliðar. Ég vil meira af þessu!
En það er millileikurinn sem vantar inn í myndina. Þ.e.a.s þegar sósíalistaflokkurinn breytir reglunum og hirðir öll fyrirtækin af núverandi eigendum (n.b. flest fyrirtæki eru lítil) og afhendir starfsfólkinu. Hvað gerist þá? GSE talar um atvinnulífið, þ.e.a.s. öll fyrirtæki.
Er þá úti úr myndinni að einstaklingur stofni fyrirtæki, það gengur vel og hann ræður starfsfólk en það á þá fyrirtækið til jafns með honum? Hvað með skuldirnar ef einhverjar eru? Alla vinnuna sem er búið að leggja í fyrirtækið áður en það starfsfólk var ráðið, eigið fé sem hefur myndast? Hvað ef starfsfólkið er vonlaust? Hvað gerist ef fyrirtæki fer á hausinn? Hverjir skrifa undir ábyrgðir ef það þarf, hverjir taka yfir ábyrgðir stofnanda?
Á nýjasti starfsmaðurinn, í hlutastarfi, jafn mikið og sá sem lengstu hefur unnið? Á sá sem hefur unnið í 30 ár og byggt fyrirtæklið upp ekki neitt þegar hann hættir?
Eflaust eru Gunnar Smári og félagar með svör við þessu öllu, það er þannig vanalega og allir aðrir algjörir fávitar. Ég styð að sem flest fyrirtæki séu í eigu starfsfólk með e-um hætti, t.d. þannig að hluti af arðgreiðslum fari til starfsfólks og skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra. En mér finnst líka eðlilegt að til séu fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna, að samfélagið tryggi sanngjarnt umhverfi fyrir starfsfólks og að háar arðgreiðslur séu skattlagðar frekar en gert er í dag.
Þó stór fyrirtæki séu stundum af hinu slæma, þá er ansi margt sem gerist bara í risastórum fyrirtækjum. Alvöru samkeppniseftirlit þarf þó að vera til staðar til að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki gleypi ekki allt. Þið vitið, umhverfi fyrir blandað hagkerfi lítilla og stórra fyrirtækja, sum í eigu hluthafa, önnur í eigu starfsfólks og jafnvel hins opinbera!
Mér þætti skemmtilegra að það væri ekki helsta markmið flestra tæknifyrirtækja að láta stærri fyrirtæki gleypa sig! Af hverju þykir það eitthvað óspennandi að reka fyrirtæki á Íslandi sem er með kannski 20-30% hagnað ár eftir ár?
Merkilegt að margir þeirra sem vilja lýðræðisleg fyrirtæki, sem er stjórnað af starfsfólki (sem þá fundar reglulega) eru sérfræðingar í því að trana sér fram og ná völdum í slíku umhverfi.
Ekki veiðiþjófnaður
Umræðan í samfélaginu er stundum merkileg, tvö lið – með og á móti. Þitt fólk og andstæðingarnir.
Hvernig hefði umræðan verið ef Bjarni Ben hefði farið með vinum sínum í sumarbústað í eigu Seðlabankans og upp hefði komið …
Sumir vilja bara ganga öfugu megin á gangbrautum!
Greiðum fyrir Kjarnann (x2) og Stundina. Höfum gert næstum frá upphafi held ég. Finn eiginlega enga góða ástæðu til að gera það samt.
Styðja frjálsa fjölmiðla eða eitthvað! Á ég að gera það? …
Með smá ráðdeild er hægt að kaupa sér fínt hús!
Margir verða ansi önugir útaf umræðum um sparnað og ráðdeild.
Merkilegt nokk, er það yfirleitt ekki fólk sem sjálft er í þeirri stöðu að geta alls ekki sparað eða hefur aldrei leyft sér neitt, …
Tvær heimagerðar pítsur
Pítsur kvöldsins voru báðar með ananas því þannig viljum við hafa það!
Deigið gerði ég fyrir fjórum dögum þegar ég gerði hvítlauksbrauð með pasta. Fyrst ég var á annað borð að setja í deig gerði ég úr kíló af hve…
Horft úr Bakkaseli upp að Engjaseli á gamlárskvölld
Þórður Einarsson afi minn varð níræður á dögunum. Sökum ástandsins var að sjálfsögðu ekki hægt að halda veislu. Ættingjar sendu kökur og snyttur handa afa og sambýlisfólki hans á Hrafnistur í Hafnafirði.
Við mættum svo um kvöldið og sungum fyr…
Hestur í Borgarfirði
Þarsíðustu helgi, þegar við hjónin fórum í göngutúr og ég týndi símanum, hittum við þennan félaga (og annan til reyndar) sem mætti til okkar og bjóst við athygli eða snarli, ég veit það ekki alveg. Verst það var komin bley…
Haustlitir í Borgarfirði þarsíðustu helgi
Fór út úr húsi. Það telst til tíðinda.
Brá dálítið þegar ég gekk inn í Blóðbankann, með grímu sem ég setti á mig í tröppunum, að blóðgjafar sem ég mætti voru allir (fjórir) grímulausir.
Beið í …
Gengum framhjá þessum hlaðna grjótvegg í dag.
Fórum í smá göngutúr í dag, röltum hring frá bústað og byrjuðum á dálitlu brölti meðfram lækjarfarvegi. Ágæt ganga í mildu veðri og fallegum haustlitum.
Þegar við komum til baka í bústað fann ég e…
Prófaði að virkja „incident detection“ á úrinu um daginn af einhverri rælni. Hugmyndin er að ef ég er úti að hjóla eða skokka og verð fyrir slæmri byltu getur úrið látið aðstandanda vita með aðstoð símans. Fyrst fæ ég þó 30 sekúndur þar sem úrið …
Fyrsta pítsan var Margherita
Eins og alþjóð veit geri ég reglulega pítsur og er að eigin mati alveg þokkalega fær í því. En nú keypti ég mér loksins pítsuofn. Tími kominn til.
Notaði ofninn á svölunum í kvöld, betra skjól þar en í garð…
Jeppinn við línuveg austan við Skorradalsvatn.
Um daginn keypti ég jeppa, Landcruiser 150GX 2018. Búinn að vera á Qashqai jeppling í fjögur ár en ákvað að fara aftur í stærri bíl. Og ekki á hvítum bíl, í fyrsta skipti í fjórtán ár!
Svo ferðum…
Inga María fyrir utan háskólabíó eftir útskrift
Inga María útskrifaðist frá MR á föstudag. Hún stóð sig vel í skólanum enda samviskusöm og dugleg og stefnir á nám í viðskiptastærðfræði við HÍ næsta vetur.
Þetta var auðvitað mjög skrítinn…
Gengum með góðum hópi á Þyril í Hvalfirði í dag. Falleg og skemmtileg ganga, ekkert mjög erfið.
Samkvæmt Garmin voru þetta rétt rúmlega 8km ganga og hæst 400m frá sjávarmáli.
Annars fannst mér þetta miklu lengra niður en upp, væntanlega…
Autt bílastæði við Breiðholtslaug 7. apríl
Á fundi almannavarna í dag var sagt að sennilega yrðu sundlaugar opnaðar í næsta áfanga en ekkert var minnst á líkamsræktarstöðvar.
Við sem viljum, nei þurfum, að komast í ræktina erum auðvitað …