Um daginn fór ég í bíó og sá Jojo Rabbit. Mér fannst myndin frábær og ég held að flestir séu sammála mér. En ekki allir. Eftir að hafa séð myndina rakst ég á gagnrýni á myndina sem fór voðalega í taugarnar á mér. Í nýjustu Stundinni er síðan grein þar sem vísað er í mjög … Halda áfram að lesa: Nasistar eru trúðar (Jojo Rabbit – höskuldar)
Author: Óli Gneisti
Einelti til bættra lífshátta?
Dan Harmon, aðalhöfundur Community og meðhöfundur Rick & Morty, talaði nokkrum sinnum í hlaðvarpinu sínu um reynslu sína úr skóla þar sem hann var lagður í einelti af fólki sem fannst hann ekki fara nógu oft í bað. Hans viðbrögð við þessu var að fara enn sjaldnar í bað. Marc Maron, sem leikur í Glow, … Halda áfram að lesa: Einelti til bættra lífshátta?
Arcane – hlutverkaleikjatímaritið
Ég byrjaði að spila hlutverkaleiki (roleplay, spunaspil, hugleiki) árið 1994. En það var á vormánuðum árið 1996 sem ég kíkti inn í Bókabúðina Eddu í göngugötunni á Akureyri (sem var enn göngugata) og rak augun í Arcane: The Roleplaying Magazine. Ég veit ekki hvernig það kom til að Bókabúðin Edda ákvað að kaupa inn Arcane. … Halda áfram að lesa: Arcane – hlutverkaleikjatímaritið
Opinn hugbúnaður í rekstri
Eftir að hafa skoðað Twitterþráð um kostnað fyrirtækis við hugbúnað fór ég að pæla í því hvað ég er að spara með opnum hugbúnaði. Ég nota Nextcloud í staðinn fyrir OneDrive/Google Drive/Office 365/Trello og margt fleira. Auðvitað þarf einhverja tölvukunnáttu að setja upp Nextcloud. Það er Linux Mint á tölvunum. Libre Office kemur í staðinn … Halda áfram að lesa: Opinn hugbúnaður í rekstri
Gráskallakastalateningaturn
Ég á þrívíddarprentara. Ég prenta mest af hagnýtum hlutum, festingum og slíku. Stundum hanna ég eitthvað en oftast snýst það bara um að sameina tvö módel í eitt. Áhugaverðasti vefurinn fyrir eigendur þrívíddarprentara er Thingiverse. Þar getur maður fundið ótal módel til prentunar. Ég hef prentað ýmislegt þaðan og það á líka við um teningaturninn … Halda áfram að lesa: Gráskallakastalateningaturn
Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla
Það eru margir að tala um lestrarkunnáttu* íslenskra barna. Eitt mikilvægt atriði sem fólki yfirsést almennt er textun á erlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Mín kynslóð hafði kannski ekki jafn mikinn aðgang að afþreyingarefni á ensku og kynslóð barna minna en við höfðum mun meiri aðgang en áður hafði þekkst. Það sem ég held að aðgreini … Halda áfram að lesa: Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla
Allraheilagasta hrekkjavakan
Ég hef núna tvisvar séð morgundaginn kallaðan allraheilagramessu. Augljóslega er það rangt. Kaþólikkar halda allraheilagramessu 1. nóvember. Halloween er stytting á „All Hallows’ Eve“ sem gæti útlagst sem aðfangadagskvöld allraheilagramessu. Halloween er náttúrulega aðlögun á keltneskri hátíð sem kallað samhain (en borið fram hér um bil sá(v)en af því að Írar eru klikk). Þar sem … Halda áfram að lesa: Allraheilagasta hrekkjavakan