Hitler

Nasistar eru trúðar (Jojo Rabbit – höskuldar)

28. febrúar 2020

Um daginn fór ég í bíó og sá Jojo Rabbit. Mér fannst myndin frábær og ég held að flestir séu sammála mér. En ekki allir. Eftir að hafa séð myndina rakst ég á gagnrýni á myndina sem fór voðalega í taugarnar á mér. Í nýjustu Stundinni er síðan grein þar sem vísað er í mjög … Halda áfram að lesa: Nasistar eru trúðar (Jojo Rabbit – höskuldar)

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Einelti til bættra lífshátta?

13. febrúar 2020

Dan Harmon, aðalhöfundur Community og meðhöfundur Rick & Morty, talaði nokkrum sinnum í hlaðvarpinu sínu um reynslu sína úr skóla þar sem hann var lagður í einelti af fólki sem fannst hann ekki fara nógu oft í bað. Hans viðbrögð við þessu var að fara enn sjaldnar í bað. Marc Maron, sem leikur í Glow, … Halda áfram að lesa: Einelti til bættra lífshátta?

Hljóðskrá ekki tengd.
Hlutverkaleikir

Arcane – hlutverkaleikjatímaritið

6. janúar 2020

Ég byrjaði að spila hlutverkaleiki (roleplay, spunaspil, hugleiki) árið 1994. En það var á vormánuðum árið 1996 sem ég kíkti inn í Bókabúðina Eddu í göngugötunni á Akureyri (sem var enn göngugata) og rak augun í Arcane: The Roleplaying Magazine. Ég veit ekki hvernig það kom til að Bókabúðin Edda ákvað að kaupa inn Arcane. … Halda áfram að lesa: Arcane – hlutverkaleikjatímaritið

Hljóðskrá ekki tengd.
Opinn hugbúnaður

Opinn hugbúnaður í rekstri

4. janúar 2020

Eftir að hafa skoðað Twitterþráð um kostnað fyrirtækis við hugbúnað fór ég að pæla í því hvað ég er að spara með opnum hugbúnaði. Ég nota Nextcloud í staðinn fyrir OneDrive/Google Drive/Office 365/Trello og margt fleira. Auðvitað þarf einhverja tölvukunnáttu að setja upp Nextcloud. Það er Linux Mint á tölvunum. Libre Office kemur í staðinn … Halda áfram að lesa: Opinn hugbúnaður í rekstri

Hljóðskrá ekki tengd.
Þrívíddarprentun

Gráskallakastalateningaturn

14. desember 2019

Ég á þrívíddarprentara. Ég prenta mest af hagnýtum hlutum, festingum og slíku. Stundum hanna ég eitthvað en oftast snýst það bara um að sameina tvö módel í eitt. Áhugaverðasti vefurinn fyrir eigendur þrívíddarprentara er Thingiverse. Þar getur maður fundið ótal módel til prentunar. Ég hef prentað ýmislegt þaðan og það á líka við um teningaturninn … Halda áfram að lesa: Gráskallakastalateningaturn

Hljóðskrá ekki tengd.
Íslenska

Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla

6. desember 2019

Það eru margir að tala um lestrarkunnáttu* íslenskra barna. Eitt mikilvægt atriði sem fólki yfirsést almennt er textun á erlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Mín kynslóð hafði kannski ekki jafn mikinn aðgang að afþreyingarefni á ensku og kynslóð barna minna en við höfðum mun meiri aðgang en áður hafði þekkst. Það sem ég held að aðgreini … Halda áfram að lesa: Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla

Hljóðskrá ekki tengd.
Þjóðfræði

Allraheilagasta hrekkjavakan

30. október 2019

Ég hef núna tvisvar séð morgundaginn kallaðan allraheilagramessu. Augljóslega er það rangt. Kaþólikkar halda allraheilagramessu 1. nóvember. Halloween er stytting á „All Hallows’ Eve“ sem gæti útlagst sem aðfangadagskvöld allraheilagramessu. Halloween er náttúrulega aðlögun á keltneskri hátíð sem kallað samhain (en borið fram hér um bil sá(v)en af því að Írar eru klikk). Þar sem … Halda áfram að lesa: Allraheilagasta hrekkjavakan

Hljóðskrá ekki tengd.