menningarstríð

Nasistar sem styðja málfrelsi

8. september 2020

Í morgun endaði ég inni á íslenska hægri Twitter. Sem er versti Twitterinn. Þar sá ég allskonar vitleysu. Ég sá nokkrar deilingar á myndbandi þar sem vondir andfasistar voru að ýta við manni sem var sakleysislegt skilti þess efnis að hann styddi tjáningarfrelsi. Voða vont fólk. Þessu var deilt eins og þetta væri nýskeð. Athugasemdir … Halda áfram að lesa: Nasistar sem styðja málfrelsi

Hljóðskrá ekki tengd.
költ

Þegar Barnaheill var rænt af samsæriskölti

2. september 2020

Ef þið fylgist með bandarískum stjórn- og þjóðfélagsmálum þá hafið þið væntanlega heyrt um „Q“ og Q-Anon. Þetta er klikkuð samsæriskenning sem hefur náð töluverðri útbreiðslu þar í landi. Það er líka hægt að sjá Q-Anon fólk í athugasemdakerfum íslenskra vefmiðla. Í stuttu máli er dularfullur gaur sem kallast „Q“, sem á að vera háttsettur … Halda áfram að lesa: Þegar Barnaheill var rænt af samsæriskölti

Hljóðskrá ekki tengd.
einkarekstur

Framhaldsskólar með skuldahala

1. september 2020

Fyrir nokkrum árum vann ég í framhaldsskóla. Þar sem mínir kjarasamningar gerðu enga kröfu um að mér væri borgað sérstaklega fyrir fundarsetu endaði ég með því að stunda slíkt töluvert (ekki af eigin áhuga). Ég fékk því að fylgjast sérstaklega vel með fjármálum skólans. Þessi ríkisskóli skuldaði ríkinu peninga. Árin áður hafði skólinn farið fram … Halda áfram að lesa: Framhaldsskólar með skuldahala

Hljóðskrá ekki tengd.
Íslenska

Stafsetningarvilla en ekki málvilla

22. ágúst 2020

Ég er hópnum Málspjall sem Eiríkur Rögnvaldsson setti af stað. Þar ákvað ég að spyrja um nokkuð sem ég hef lengi velt fyrir mér. Það er þessi tilhneiging að setja G-hljóð aftan við orð eins og þú, þau, þó og svo. Ég geri það jafnvel stundum sjálfur. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri. Ég man mjög … Halda áfram að lesa: Stafsetningarvilla en ekki málvilla

Hljóðskrá ekki tengd.
ásláksstaðir

„Var myrtur“

10. ágúst 2020

Þegar Íslendingabók var í vinnslu var almenningi boðið að fá útprent af upplýsingum um forfeður sína. Ég stökk auðvitað til. Það vill svo til að í ættfræði er yfirleitt fljótlegast að klífa upp karlegginn. Ætli upplýsingarnar ætli hafi ekki svipaðar þá og núna: Stefán Jónsson Fæddur 23. ágúst 1801 á Neðri-Vindheimum, Glæsibæjarhr., Eyj. Látinn 11. … Halda áfram að lesa: „Var myrtur“

Hljóðskrá ekki tengd.
Almennt

Takmörkuð greindarvísitala

8. ágúst 2020

Hvað er mælt með greindarvísitölu. Greind segja margir. Ég held ekki. Greindarvísitala er í raun ágæt í því að mæla þætti í fari fólks sem eru líklegir til þess að hjálpa þeim að komast áfram í okkar samfélagi. En þetta er ekki greind, eða allavega ekki nema mjög þröng skilgreining á greind. Ákaflega þröng skilgreining. … Halda áfram að lesa: Takmörkuð greindarvísitala

Hljóðskrá ekki tengd.
Fjölmiðlar

Þöggun hinna valdamiklu

6. ágúst 2020

Haukur Örn Birgisson skrifaði andlausa bakþanka í Fréttablaðið í gær. Ekki frétt. En ég ætla að gagnrýna skrifin af því að það er ekkert auðveldara. Ég veit ekki hvort ég er að rýna til gagns en allavega er þetta gaman. Við skulum byrja á fullyrðingu Hauks. Kannanir í bandarískum háskólum sýna að tveir þriðju nemenda … Halda áfram að lesa: Þöggun hinna valdamiklu

Hljóðskrá ekki tengd.
matur

Gervikjötætan ég

2. ágúst 2020

Ég er kjötæta. Mér finnst kjöt gott en margt grænmeti vont á bragðið (mér finnst laukur reyndar oft góður en hann var alveg skelfilega illa í mig ef hann er ekki afskaplega vel steiktur). Ég er ekki á leiðinni að hætta að borða kjöt … alveg. En ég hef lengi verið áhugasamur um gervikjöt af … Halda áfram að lesa: Gervikjötætan ég

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Furðusögur kvenna

1. ágúst 2020

Fyrir nokkrum árum skoðaði ég kynjahlutfallið í bókahillunni minni (sem er eiginlega ekki alvöru bókahilla heldur Goodreads/Calibre). Það var skelfilegt. Ég las miklu fleiri bækur eftir karla en konur. Það væri hægt að skýra þetta á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi gæti verið að karlar skrifuðu einfaldlega betri bækur á þeim sviðum sem ég les … Halda áfram að lesa: Furðusögur kvenna

Hljóðskrá ekki tengd.
BLM

Fórnarlambamenning Sigmundar Davíðs

27. júlí 2020

Sigmundur Davíð birti nú um helgina langa og heimskulega grein um menningarbyltingu. Það væri hægt að taka hana fyrir lið fyrir lið og benda á rangfærslur og útúrsnúninga (og arfaslakar hugtakaþýðingar). Kannski að einhver nenni því. Það sem mér finnst mikilvægara er að velta fyrir mér hvers vegna Sigmundur er að skrifa þessa grein. Þó … Halda áfram að lesa: Fórnarlambamenning Sigmundar Davíðs

Hljóðskrá ekki tengd.
Menning

Samsæri nýju menningarbyltingarinnar

25. júlí 2020

Ég held að Mike Cernovich sé nafn sem allir ættu að þekkja. Því miður. Bakgrunnur hans er kjánalegur. Fyrrverandi kona hans er lögfræðingur sem auðgaðist mjög í Kísildal. Þegar þau skildu fékk hann einhverjar milljónir í Bandaríkjadölum. Hann taldi að femínismi hefði eyðilagt hjónabandið þannig að hann eyddi kröftum sínum (og peningum sinnar fyrrverandi) í … Halda áfram að lesa: Samsæri nýju menningarbyltingarinnar

Hljóðskrá ekki tengd.
Derry 2008

Fölnuð málning og friðardúfur?

22. júlí 2020

Tákn friðar og ofbeldis á Norður Írlandi [Skrifað eftir heimsókn til Derry sumarið 2008 og birtist fyrst í tímaritinu Ský] Derry/Londonderry er næststærsta borg á Norður Írlandi. Þessi tvískipting á nafninu er ákaflega táknræn. Derry er komið af upprunalega írska nafninu en Londonderry vísar til tengsla við höfuðborg Englands. Bæði nöfnin eru í raun opinber, … Halda áfram að lesa: Fölnuð málning og friðardúfur?

Hljóðskrá ekki tengd.
Ísland

Ella-málið: Úr lífi alþýðunnar

28. maí 2020

Ég rakst á eftirfarandi grein á Tímarit.is. Þetta eru undir fyrirsögninni „Úr lífi alþýðunnar“ í Lesbókinni. Smjörhól hennar ömmu kemur við sögu en það er þó tveimur árum eða svo áður en forfeður mínir fluttu þangað. Ég veit ekkert um höfundinn (Jón Sigfússon) en ég á erfitt með að skilja þetta öðruvísi en að þarna … Halda áfram að lesa: Ella-málið: Úr lífi alþýðunnar

Hljóðskrá ekki tengd.
Fjölmiðlar

Spéspeki Heimilistímans

20. maí 2020

Guðmar afi minn batt inn bækur og tímarit á sínum efri árum. Meðal þess sem hann batt inn voru gömul tölublöð af Heimilistímanum (1974-1981). Af einhverjum ástæðum fór ég í gegn um öll þessu bindi. Ég las ekki allt en ég las margt. Ég hef væntanlega verið 11-13 ára. Mér datt núna í hug að … Halda áfram að lesa: Spéspeki Heimilistímans

Hljóðskrá ekki tengd.
Teiknimyndasögur

Jóríkur: Síðasti karlinn

17. maí 2020

Y: The Last Man er ein af þeim teiknimyndasögum sem eru taldar með þeim bestu sem hafa komið út á öldinni. Í stuttu máli deyja allir karlar á jörðinni. „Hetjan“ okkar hann Yorick lifir af og þarf að bjarga sér í sturluðum heim á meðan hann leitar að sinni sönnu ást. Sagan náði að halda … Halda áfram að lesa: Jóríkur: Síðasti karlinn

Hljóðskrá ekki tengd.
He-Man

Skógarhöggsjónurnar

14. maí 2020

Þar sem ég lék mér með Masters of the Universe á unga aldri ákvað ég að prufa að horfa á endurskotið á systur He-Man, She-Ra (She-Ru?), á Netflix. Ég féll alveg fyrir þeim. Ég las mér til um konuna á við þættina, Noelle Stevenson og komst að því að hún hefði líka verið með teiknimyndasögur … Halda áfram að lesa: Skógarhöggsjónurnar

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagbók

Er næsta ár árið sem við getum sleppt tvöþúsund?

7. maí 2020

Ég var að skrifa vísun í árið 2012 og ég hugsaði með sjálfum mér: Gæti ég skrifað, eða sagt, bara ’12. Ekki séns. Við höfum ekki getað gert svoleiðis síðan ’99. Það væri gaman að vita hvað stoppar okkur. Ég veit það bara ekki nákvæmlega. Vissulega er það þannig að þegar ég segi bara tólf … Halda áfram að lesa: Er næsta ár árið sem við getum sleppt tvöþúsund?

Hljóðskrá ekki tengd.
Heimildamyndir

Heimsveldi

6. maí 2020

Ég horfði á heimildaþáttaröðina Empire (2012) með Jeremy Paxman. Þar fjallar hann um breska heimsveldið og arfleifð þess. Það sem vakti strax athygli mína á fyrstu mínútunum er hvernig skjátextinn var. Aðaltungumál þáttanna var enska en það var tekið viðtal við ýmsa þegna heimsveldisins sem töluðu oft eigin tungumál. Sama hvert tungumálið var þá stóð … Halda áfram að lesa: Heimsveldi

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókadómur

Risadagar

5. maí 2020

Ég er enn í teiknimyndasöguham og er áfram að lesa allt í rafbókalesaranum mínum á svarthvítum skjá þó sögurnar séu flestar í lit. Giant Days er gjörólíkt flestu sem ég hef lesið, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða hefðbundnar bækur. Aðalsöguhetjurnar okkar eru þrjár breskar háskólastúdínur (Esther, Susan og Daisy) í Sheffield sem við fylgjum … Halda áfram að lesa: Risadagar

Hljóðskrá ekki tengd.
Stríð og Friður

Kvennastríðið

1. maí 2020

Ég var á tímabili mikill aðdáandi Cracked. Þegar vefritið var upp á sitt besta birti það ákaflega skemmtilega listafærslur. „Topp tíu…“, „Fimm dæmi um…“ og svo framvegis. Margt stórfyndið. Síðan var Cracked selt og fór í ruglið eftir að Facebook plataði þau, og marga fleiri vefi, í að leggja áherslu á myndbönd. Það endaði með … Halda áfram að lesa: Kvennastríðið

Hljóðskrá ekki tengd.
Teiknimyndasögur

Átak í teiknimyndasögulestri

28. apríl 2020

Ég tek reglulega köst í teiknimyndasögulestri. Ástæðan í þetta skiptið var að ég var að fjalla um sjónvarpsþætti byggða á teiknimyndasögum í Botninum. Ég fann ekki spjaldtölvuna mína, Nook HD plus, enda nota ég hana almennt ekkert. Í staðinn ákvað ég að nota rafbókalesarann minn, Boyue T80 Likebook Mars ( sem er með stærri skjá … Halda áfram að lesa: Átak í teiknimyndasögulestri

Hljóðskrá ekki tengd.
Ísland

Hatur mitt á AirBnB

27. apríl 2020

Ég held að við ættum einfaldlega að banna AirBnB. Þetta er, eins og svo margt annað sem hefur komið út úr hinu svokallaða deilihagkerfi, eitraður kapítalismi. Áhrifin á Íslandi eru ljós. Við vitum að þetta eru að miklu leyti íbúðir sem voru áður á almenna leigumarkaðinum. Það koma engar íbúðir sjálfkrafa í staðinn. Leiguverð hækkar. … Halda áfram að lesa: Hatur mitt á AirBnB

Hljóðskrá ekki tengd.
Blogg

Facebook óvinátta mín

24. apríl 2020

Hatursamband mitt við Facebook virðist stundum var algengasta umræðuefni mitt hér. Mér fannst Facebook sniðugt fyrirbæri á sínum tíma. Það var sumarið 2007. Ég var í sumarskóla í Árósum og á leið í skiptinám í Cork. Facebook virtist frábær leið til að halda sambandi við samnemendur mína. Síðan var ég bara að samþykkja og bæta … Halda áfram að lesa: Facebook óvinátta mín

Hljóðskrá ekki tengd.
Stjórnmál

Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

23. apríl 2020

Fyrirsjáanlegasti forsetaframbjóðandinn er kominn fram. Það er Guðmundur Franklín. Hann er lengi búinn að vera auglýsa hálfsamhengislausar færslur sínar á Facebook. Hann hefur líka gert margar mislukkaðar tilraunir til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Ég hef auðvitað engar áhyggjur af því að Guðmundur Franklín nái kjöri. Getur hann náð nægilega mörgum undirskriftum? Hver … Halda áfram að lesa: Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

Hljóðskrá ekki tengd.
Blogg

Blogg- og vefritaveita

22. apríl 2020

Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni að Facebook sé ömurlegt fyrirbæri sem eyðileggur allt. Ég sakna gömlu tímanna þegar það voru blogg og vefrit út um allt. Ein ástæðan fyrir því að það gekk allt saman var að við höfðum veitur sem söfnuðu og deildu hlekkjum á öll þessi skrif. Ég man fyrst eftir … Halda áfram að lesa: Blogg- og vefritaveita

Hljóðskrá ekki tengd.
Covid-19

Hvaða áhrif hefur faraldurinn á mig?

7. apríl 2020

Þetta eru undarlegir tímar. Ég dró mig aðeins fyrr í hlé en aðrir af því að ég hafði áhyggjur af því að astminn minn gerði mig viðkvæmari fyrir veirunni. Lukkulega virðast þær áhyggjur ekki á rökum reistar (þó erfitt sé að vita nokkuð fyrir víst) en ég var byrjaður að fresta því að hitta fólk … Halda áfram að lesa: Hvaða áhrif hefur faraldurinn á mig?

Hljóðskrá ekki tengd.
Spil

Kasína – reglur

5. apríl 2020

Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt um sögu mannspila – hins hefðbundna spilastokks (The History of the English Language – House of Cards) fór ég að rifja upp hvernig maður spilar kasínu. Við barnabörnin spiluðum það oft við afa og ömmu. Ég hafði hins vegar aldrei spilað það við strákana sem er synd og skömm. … Halda áfram að lesa: Kasína – reglur

Hljóðskrá ekki tengd.
Rafbækur

Líf í Rafbókavefinn?

25. mars 2020

Ég stofnaði Rafbókavefinn árið 2011. Hann var meginhluti meistaraverkefnis míns í hagnýtri menningarmiðlun. Þarna eru vel á annað hundrað rafbækur í opnum aðgangi. Til að byrja með tók ég aðallega texta frá Netútgáfunni og breytti í rafbækur (epub og mobi). En ég vildi gera meira. Ég fékk Svavar Kjarrval með mér í lið. Hann hafði … Halda áfram að lesa: Líf í Rafbókavefinn?

Hljóðskrá ekki tengd.