Elon Musk

Farinn af Twitter

13. desember 2022

Þegar Elon Musk keypti Twitter sagði ég eitthvað á þá leið að versta sem gæti gerst væri að við myndum bara öll hanga þarna meðan hann gerði sitt besta til að níðast á minnihlutahópum. Á fyrsta mánuði sínum hleypti Musk aftur inn fólki sem hafði stundað allskonar hatursáróður og fór síðan að banna andfasista og … Halda áfram að lesa: Farinn af Twitter

Hljóðskrá ekki tengd.
Mastodon

Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon

9. desember 2022

Í gær gerðist það óvænt að Raspberry Pi stofnunin varð aðalpersónan á Mastodon. Það er áhugavert að mörgu leyti og kannski sérstaklega vegna þess að það sýnir hvernig þessi vettvangur er öðruvísi. Raspberry Pi er tegund af smátölvum sem hafa verið notað í ótal verkefni. Það er hægt að nota þær sem sjónvarpstölvur, vefþjóna, skrármiðlara, … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon

Hljóðskrá ekki tengd.
Fediverse

Hvers vegna Mastodon?

17. nóvember 2022

Í stuttu máli: Notaðu Mastodon. Það virðist vera flókið en það er bara öðruvísi. Flest lærist með því að nota kerfið í smá tíma. Það er góður kostur fyrir Íslendinga að skrá sig á loðfíll.is. Nú þegar Twitter er farið að molna vegna stjórnarhátta og stefnu Elon Musk eru margir að huga að flutningum. Hvert? … Halda áfram að lesa: Hvers vegna Mastodon?

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðasaga

Fjölskyldan til Svíþjóðar 2022

13. júlí 2022

Þessar löngu ferðasögur sem ég skrifa eru aldrei vinsælustu bloggfærslurnar mínar. En ég veit að það eru nokkrir sem lesa og hafa ánægju af frásagnarstíl mínum. En í þessu ferðalagi sem ég er að skrifa um hér fór sonur minn að tala um það sem ég skrifaði um London-ferðina um daginn. Ég brást við með … Halda áfram að lesa: Fjölskyldan til Svíþjóðar 2022

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðasaga

London 2022

21. júní 2022

Það var fyrir næstum tveimur og hálfu ári að tilkynnt var um tónleikaferðalag eftirlifandi meðlima Queen með söngvaranum Adam Lambert. Við ræddum möguleikann á fjölskylduferð á tónleika en þar sem tal um ákveðinn vírus var farið að verða áberandi ákváðum við að sleppa því þá. Það fór líka þannig að tónleikaferðinni var frestað. Fyrst um … Halda áfram að lesa: London 2022

Hljóðskrá ekki tengd.
Afríka

Nafnið skiptir máli

27. mars 2022

Þegar afrískt fólk var hneppt í þrældóm og sent til Ameríku var það svipt menningu sinni. Þrælahaldarar vönduðu sig við að halda fólki sem þekktist eða talaði sama tungumál aðskildu. Þannig var auðveldara að berja niður alla andspyrnu. Fólkið var svipt nöfunum sínum. Við vitum sjaldnast hvað það hét áður en því var rænt og … Halda áfram að lesa: Nafnið skiptir máli

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskyldan

Kristján Gunnþórsson (1945-2022)

18. febrúar 2022

Kristján frændi minn Gunnþórsson er látinn. Flest orðin sem mér dettur í hug til að lýsa honum innihalda orðið „góður“ í einhverri mynd. Góðlegur, góðviljaður, bóngóður og svo framvegis. Ég upplifði hann sem mann sem leið best þegar hann gat hjálpað fólki. Akureyringar kannast örugglega margir við nafnið hans og ótrúlega stór hluti þeirra hafa … Halda áfram að lesa: Kristján Gunnþórsson (1945-2022)

Hljóðskrá ekki tengd.
Þrívíddarprentun

Símastandur á hljómborð (þrívíddarprent)

13. febrúar 2022

Eldri sonurinn er að æfa sig á hljómborðinu sínu með forriti sem heitir Simply Piano. Hann þarf því að hafa símann sinn þar sem hann getur séð hann. En hvernig á að gera það? Lukkulega var ég rétt að klára uppfærslu á þrívíddarprentaranum mínum. Á Thingiverse fann ég hlut sem hægt er að smella á … Halda áfram að lesa: Símastandur á hljómborð (þrívíddarprent)

Hljóðskrá ekki tengd.
Andfasismi

Fasistar í Washington

6. janúar 2022

Forsetatíð Donald Trump varð til mikilla deilna um hvers eðlis pólítík hans væri. Var þetta lýðskrum? Var þetta fasismi? Var þetta bæði? Þegar stuðningsfólk hans réðist á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 má segja að svarið hafi endanlega fengist þó líklega hafi það aldrei verið sérstaklega vel falið.

Hljóðskrá ekki tengd.
Apartheid

Desmond Tutu (1931-2021)

26. desember 2021

Desmond Tutu barðist gegn aðskilnaðurstefnunni í heimalandi sínu. En hann var margbrotinn. Barátta hans var ekki bara gegn einu formi kúgunar heldur kúgunar í breiðu samhengi. Í þessum þætti (eða bloggi ef þú kýst frekar texta) fer Óli yfir feril erkibiskupsins og bendir á nokkur atriði sem gætu orðið útundan í minningargreinum sem eru nú að birtast.

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðasaga

Utangarðsmaður á rokktónleikum í London

3. nóvember 2021

Árin eftir að Freddie Mercury dó gáfu bæði Brian May, gítarleikari Queen, og Roger Taylor, trommari hljómsveitarinnar, út sólóplötur og fóru á tónleikaferðir. Þá dreymdi mig um að fara á slíka tónleika. Ég var sérstaklega hrifinn af efni Roger Taylor. Happiness? og Electric Fire. Ég man eftir að hafa reynt að sannfæra skólafélaga minn um … Halda áfram að lesa: Utangarðsmaður á rokktónleikum í London

Hljóðskrá ekki tengd.
biblía

Af portkonum, guðspjöllum og íslenskum Óskarsverðlaunahafa

26. september 2021

Um daginn sá ég full af fólki tala um „sex workers“ á Twitter. Ég er ekkert rosalegur aðdáandi þess að nota þetta enska hugtak. Einfaldast væri að tala um kynlífsvinnu og kynlífsverkafólk. En það varð til þess að ég fór að pæla í eldri orðum um þetta fyrirbæri á íslensku. Þegar ég var í áttunda … Halda áfram að lesa: Af portkonum, guðspjöllum og íslenskum Óskarsverðlaunahafa

Hljóðskrá ekki tengd.
Íslenska

Filippus og kónganöfn

18. apríl 2021

Vegna fréttaflutnings af andláti og útför Filippusar drottningarmanns þá hefur mikið verið rætt um nafnið hans. Það eru margir sem kvarta yfir því að það sé verið að þýða það á íslensku og segja að það eina rétt sé að kalla hann Philip. Nú verð ég að taka fram að mér er alveg sama hvort … Halda áfram að lesa: Filippus og kónganöfn

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Óreglulegir Sherlock Holmes þættir

1. apríl 2021

Þegar ég var svona 10-11 ára þá keypti ég Sherlock Holmes bækur á bókamarkaði. Las þær allar. Elskaði þær. Líklega hafði ég þá þegar horft á bæði Sherlock Holmes þættina með Jeremy Brett og kvikmyndina Young Sherlock Holmes. Þá var ég líklega búinn að sjá The Private Life of Sherlock Holmes þar sem Loch Ness … Halda áfram að lesa: Óreglulegir Sherlock Holmes þættir

Hljóðskrá ekki tengd.
Apple

Twitter, Trump og tjáningarfrelsi

19. janúar 2021

Í sjálfu sér hef ég ekki miklar áhyggjur af því að Twitter (ásamt) sparkaði Donald Trump. Það var engin árás á tjáningarfrelsið. Maðurinn er með ótrúlega öfluga maskínu á bak við sig sem getur komið boðskap hans á framfæri. En Trump virðist ekki kunna að koma sér öðruvísi á framfæri. Það er áhugavert. Hann lærði … Halda áfram að lesa: Twitter, Trump og tjáningarfrelsi

Hljóðskrá ekki tengd.
Sjónvarp

Stjörnustríðsjól

2. janúar 2021

Árið 1978 var Star Wars Holiday Special frumsýnd. Þetta var ári eftir að fyrsta myndin var frumsýnd. Þessi jólamynd hlaut ekki góða dóma. Þannig að þetta varð hálfgoðssagnakennt. Aldrei gefið út aftur. En fólk hafði tekið þetta upp á myndbandsspólum og þær voru afritaðar í áratugi. Síðan lak þetta á netið. Ég veit ekki hvenær … Halda áfram að lesa: Stjörnustríðsjól

Hljóðskrá ekki tengd.
Rafbækur

Að selja ókeypis bækur

30. desember 2020

Þegar verkefni í þágu almennings taka að sér að koma efni á rafrænt form þá gerist það gjarnan að aðrir taka efnið og fara að rukka fyrir það. Stundum er einhverju bætt við en ekki alltaf. Fyrir nokkru síðan rakst ég á að Forlagið selur rafbókaútgáfu af Hómerskviðum. Mig grunaði strax að hér væri á … Halda áfram að lesa: Að selja ókeypis bækur

Hljóðskrá ekki tengd.
Netið

Enginn Sókrates á Twitter

30. desember 2020

Ég er búinn að vera mikið á Twitter síðastliðið ár. Allavega meira en fyrri ár. Ég hafði lengi grínast með það að ég notaði Twitter aðallega til að reyna að fá fræga fólkið til að taka eftir mér. Ég játa alveg að það er smá sannleikur í því. Mér fannst skemmtilegt þegar Neil Gaiman „endurtísti“ … Halda áfram að lesa: Enginn Sókrates á Twitter

Hljóðskrá ekki tengd.
kaffi

Kaldbruggað kaffi

14. desember 2020

Ég hef aldrei verið hrifinn af kaffi. Það er ekki skrýtið þar sem ég er almennt ekki hrifinn af heitum drykkjum. Ekki einu sinni kakói. En ég mér finnst kaffibragð gott. Nammi, krem og ís með kaffibragði er allt gott. Mér finnst lyktin líka góð. Ég man sumarið sem ég vann hjá Gatnagerðinni á Akureyri … Halda áfram að lesa: Kaldbruggað kaffi

Hljóðskrá ekki tengd.
Linux

Raspberry Pi 4 sem vinnutölva

13. október 2020

Frá því að ég heyrði fyrst af Raspberry Pi örtölvunum hef ég verið heillaður af þeim. Ég setti upp leikjatölvuhermi, sjónvarpstölvur og allskonar. Allt hræódýrt. Þegar ég var að setja upp vinnuaðstöðu hérna í Kistunni hugsaði ég með sjálfum mér að ég myndi ekki nenna að ferja fartölvuna endalaust á milli. Stundum er ég bara … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi 4 sem vinnutölva

Hljóðskrá ekki tengd.
frjálshyggja

Fátæk börn verðskulda ekki neitt

9. október 2020

Ég fann mjög persónulega fyrir valdatöku frjálshyggjunnar á Íslandi þegar ég var 12-14 ára. Ég þurfti að fara í tannréttingar. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins var að ráðast á kerfið. Þegar ég mætti í fyrsta tímann var ekki ljóst hvernig greiðsluþátttaka foreldra yrði. Tannréttingarfræðingurinn var ábyrgur og sagði að hann vildi ekki byrja … Halda áfram að lesa: Fátæk börn verðskulda ekki neitt

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

(Trans)fólk og fegurð

28. september 2020

Það var manneskja sem ég sá oft þegar ég var táningur. Mig minnir að hún (manneskjan) hafi verið á miðjum aldri. Hún leyfði sér uppreisn gegn viðteknum venjum varðandi útlit og klæðaburð. Ekki áberandi. Ekki mikið. Ég vissi ekkert hvað þetta þýddi og ég ætla ekki að giska núna þó ég hafi vissulega greinilegri hugmyndir … Halda áfram að lesa: (Trans)fólk og fegurð

Hljóðskrá ekki tengd.
Bandaríkin

Samsæriskenningarugl og rangfærslur í Mogganum

25. september 2020

Það virðast einhverjir enn kaupa Moggann. Ég veit ekki hvers vegna. Núna gengur um Twitter grein sem var birt þar, væntanlega í dag. Greinin er eftir Önnu Karen Jónsdóttur (BS hagfræði) og fjallar um Black Lives Matter hreyfinguna. Þessi grein fór ekki á flakk af því að hún er vel skrifuð og ígrunduð. Það er … Halda áfram að lesa: Samsæriskenningarugl og rangfærslur í Mogganum

Hljóðskrá ekki tengd.
menningarstríð

Nasistar sem styðja málfrelsi

8. september 2020

Í morgun endaði ég inni á íslenska hægri Twitter. Sem er versti Twitterinn. Þar sá ég allskonar vitleysu. Ég sá nokkrar deilingar á myndbandi þar sem vondir andfasistar voru að ýta við manni sem var sakleysislegt skilti þess efnis að hann styddi tjáningarfrelsi. Voða vont fólk. Þessu var deilt eins og þetta væri nýskeð. Athugasemdir … Halda áfram að lesa: Nasistar sem styðja málfrelsi

Hljóðskrá ekki tengd.