dijonsinnep

Afgangslæri

30. júlí 2020

Maður á aldrei of margar uppskriftir að kjúklingalærum. Finnst mér allavega. Þau eru bragðmeiri  – og yfirleitt bragðbetri – en bringurnar, safaríkari og það eru miklu minni líkur á að þau verði þurr. Og svo eru þau ódýrari. Jú, það eru bein í þeim (nema þau hafi verið úrbeinuð og þá eru þau ekkert ódýrari […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Eftirréttir

Punkturinn yfir i-ið

26. júlí 2020

Ég er nú ekkert oft með eftirrétti – sjaldan fyrir mig eina og ekkert alltaf þegar ég er með fjölskylduna í mat, eða hluta hennar. Dóttirin, tengdasonurinn og dótturdóttirin komu í mat áðan og ég hafði reyndar gert vanillu-döðluís sem ég bauð þeim en þau afþökkuðu öll, búin að fá ríflega fylli sína af paellunni […]

Hljóðskrá ekki tengd.
asískt

Lambahakk (fyrst ég átti ekki geitahakk)

24. júlí 2020

Ég er búin að vera í svo miklu skapi fyrir litríkan mat þessa vikuna því að litir skipta vissulega máli, bæði fyrir lundina og lystina. Ekki veitir nú af á þessu skrítna ári 2020, sem verður þó þrátt fyrir allt alls ekki alslæmt. Og af því að það er föstudagur og ég átti lambahakk sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bökunarkartöflur

Rambó og Stilton

23. júlí 2020

Þegar mig langar í eitthvað einfalt og gott og ódýrt (oftast) sem ekki þarf að eyða miklum tíma í en má samt alveg taka sinn tíma að elda, þá baka ég mér stundum kartöflu. Eina væna bökunarkartöflu og set einhverja fyllingu í hana, létta eða matarmikla eftir því hvernig á stendur. Reyndar gerði ég þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
apríkósur

Apríkósur, camembert og basilíkusprettur

22. júlí 2020

Ég er að elda litríkan mat þessa dagana. Og fallegan, finnst mér. Af því að það skiptir mig máli að maturinn gleðji augun rétt eins og bragðlaukana. Hann verður girnilegri og maður nýtur hans betur og ég er ekki frá því að hann bragðist betur. Auðvitað er bragðið nákvæmlega það sama, maður myndi ekki finna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
graskersfræ

Sumarið er grænt

20. júlí 2020

Ég eignaðist slatta af sprettum um helgina. Ef þið eruð ekki klár á hvað það er, þá eru sprettur mjög ungar kryddjurta- og grænmetisplöntur, bara fáein lítil blöð hver, sem mér finnst mjög gaman að nota í matargerð – stundum bara sem skraut því að þær lífga sannarlega upp á flestan mat, stundum sem krydd […]

Hljóðskrá ekki tengd.
engifer

Þrefaldar engiferkökur

15. júlí 2020

Ég var á ráðstefnu í Oxford um helgina, matarráðstefnu sem ég hef sótt á hverju sumri undanfarin tíu ár. Eða reyndar var ég þar alls ekki, ég sat heima hjá mér í stofusófanum eða borðstofunni/bókaherberginu eða var eitthvað að stússa í eldhúsinu – en ráðstefnan var flutt yfir á netið og ég fylgdist með fyrirlestrum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
edik

The wilder shores of gastronomy

22. apríl 2020

Einhverntíma fyrir svona mánuði síðan, þegar ég var búin að vera í tíu daga í einangrun og verið var að setja samkomubann og hömlur á í Bretlandi, nefndi ég við Elisabeth Luard, matreiðslubókahöfund og mikinn snilling og forsvarsmann The Oxford Symposium on Food & Cookery (ráðstefnunnar sem ég sæki á hverju sumri, nema ekki í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afríka

Afrískt kornmeti

20. apríl 2020

Í kornmetisskúffunni minni eru ýmsar tegundir sem ég nota oft, eins og til dæmis nokkrar sortir af hrísgrjónum, perlubygg, kúskús, perlukúskús (æi, nei, það er búið) og fleira, og tegundir sem ég nota sjaldnar en man alveg eftir, eins og kínóa (venjulegt og rautt), villihrísgrjón, kjúklingabaunamjöl, polentumjöl og fleira. Og svo eru nokkir pakkar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
afgangar

Afgangurinn af E.T.

19. apríl 2020

Ég hef í fjöldamörg ár alltaf verkað skinku fyrir jólin – eða öllu heldur fyrir Þorláksmessuboðið mitt, sem hefur þó verið Forláksmessuboð síðustu árin, af því að ég tók upp á því að stinga af til útlanda um jólin. Ég set svínslæri í saltpækil úti á svölum og læt það liggja þar, oftast í svona […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bökunarkartöflur

Gamlir og góðir ostar með meiru

18. apríl 2020

Eins og ég sagði í gær átti ég þá enn eftir þrjár bökunarkartöflur. Það er hægt að gera ýmislegt við slíkar og ég er með ákveðnar hugmyndir sem sjálfsagt verður eitthvað úr í næstu viku. En eina þeirra ákvað ég að elda mér í kvöldmatinn og vera með bakaða kartöflu. Ég er reyndar búin að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
balsamedik

Balsambaunir

15. apríl 2020

Ég hef reynt, í þessar bráðum fimm vikur, að elda nokkuð jöfnum höndum kjötrétti, fiskrétti (eða a.m.k. rétti með einhverju fiskmeti í) og svo grænmetisrétti, sem hafa verið ýmist vegan eða ekki, en það hefur þó fremur verið tilviljun hvort svo hefur verið, ég er ekkert sérstaklega vegan þótt ég eldi oft rétti sem vill […]

Hljóðskrá ekki tengd.
baunir

Baunir og broddur

14. apríl 2020

Eins og ég held ég sé nú búin að sýna sjálfri mér og öðrum fram á, þá þarf einangrun án aðfanga ekkert endilega að þýða að maður lifi bara á dósabaunum og pasta og túnfiski. Ekki þar fyrir, ég á nóg af þessu öllu saman. Sérstaklega baunum (það er annað lag af dósum þarna undir). […]

Hljóðskrá ekki tengd.
beikon

Um fiska og hörpudiska

13. apríl 2020

Ég borða venjulega mikið af fiski og sjófangi, helst 3-4 daga í viku, en það hefur kannski verið minna um það þennan síðasta mánuð, að minnsta kosti fiskinn – ef ég hefði undirbúið mig sérstaklega fyrir einangrunina hefði ég áreiðanlega keypt eitthvað af fiski og fryst. Ég á frekar sjaldan fisk í frysti því að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Annað kjöt

Hreindýr og hafþyrniber

12. apríl 2020

Páskadagur. Og þá verður maður nú að elda eitthvað svolítið gott til hátíðabrigða, er það ekki? Sem er kannski ögn flóknara en ella þegar maður hefur ekki farið í búð í mánuð. Það er svosem ýmislegt góðgæti til sem má hafa sem aðalhráefni, það vantar ekki, en það er meðlætisdeildin sem er að verða pínulítið […]

Hljóðskrá ekki tengd.