Óflokkað

Fréttir frá Svíþjóð – og Final Sessions: Sonny Boy

26. mars 2021

Per vinur minn spurði mig á dögunum hvort ég væri enn að skrifa „fréttir frá Svíþjóð“. Ég sagði að botninn væri kannski svolítið að detta úr þessu. Þegar við komum fyrst í vor vorum við til þess að gera nýbúin með fyrstu bylgju á Íslandi og það var forvitnilegt að setja sig inn í það …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Littfest, lyndið og einmana sálir

19. mars 2021

Ég er í lest á leiðinni á Littfest í Umeå. Einsog í gamla daga. Raunar eru bara þrjú ár síðan ég fór síðast og tæknilega séð á maður held ég alltaf að þurfa að bíða fimm ár milli heimsókna en af einhverjum orsökum er skortur á útlenskum rithöfundum í landinu. Hátíðin verður með „breyttu sniði“ …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Vetur, veira og Leadbelly

10. mars 2021

Hið daglega Veturinn hefur smám saman verið að smokra sér aftur inn í líf okkar. Í Västerås var komið vor. Ekki þar fyrir að snjófölin sem þekur göturnar þætti ekki merkileg á Ísafirði – klukkan er orðin níu að morgni og hún er varla sjáanleg lengur. En það er skítakuldi og hefur verið í nokkra daga. …

Hljóðskrá ekki tengd.
Svíþjóð

Ferkantað land fyrir kantlausan slúbbert

25. september 2020

Það er ekki auðvelt fyrir vísitöludreifarann að búa í landi einsog Svíþjóð. Þegar maður er vanur því að allt reddist af því að allir þekkjast og reglur séu sveigðar austur og vestur til þess að skapa ekki „óþarfa vesen“ er erfitt að læra að sætta sig við þvera og ferkantaða lífssýn vísitölu-svensons. Þessa eilífu þrá …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Paella á grillinu

25. apríl 2020

Ég er að verða meiri og meiri uppskriftadólgur í ellinni og fer ekki nema að hálfu leyti eftir einni uppskrift og hálfu leyti að annarri og geri svo einhver ósköp frá eigin brjósti og allt verður þetta erfitt að muna þegar maður ætlar að endurtaka snilldina. Þá er ágætt að glósa hjá sér þegar vel …

Lesa áfram „Paella á grillinu“

Hljóðskrá ekki tengd.

Megas, Steinar, músagangur og Sonatorrek

7. apríl 2020

Ég er að hlusta á Arnar Jónsson flytja Sonatorrek. Blús allra blúsa. Þetta  er voðalegt. Í gær urðum við vör við músagang þegar við vorum að fara að sofa. Eða eitthvað krafs – við fundum aldrei músina og ekki heldur músafelluna sem við fórum á stúfana eftir. Þetta er ekki beinlínis músasíson svo ég veit …

Lesa áfram „Megas, Steinar, músagangur og Sonatorrek“

Hljóðskrá ekki tengd.

Líf kontóristans

2. apríl 2020

Á skrifstofunni minni eru einstaka sinnum fleiri en sex. Oftast erum við fjögur og stöku sinnum fimm. En starfsmenn á svæðinu geta orðið átta, held ég, ef setið er við allar vinnustöðvar. Mér fannst einfaldast – í ljósi samkomubanns á Vestfjörðum sem nú bannar fleirum en fimm að hittast – að vera þá bara heima. …

Lesa áfram „Líf kontóristans“

Hljóðskrá ekki tengd.

Grímulaus kórónaveiki – Svíþjóð og Ísland og allir hinir

30. mars 2020

Frá því á sunnudag fyrir viku hef ég gengið með grímu utandyra. Ég geng ekki með hana innanhúss á skrifstofunni og þegar ég fer út að hlaupa læt ég duga að hífa buffið upp fyrir vitin þegar ég mæti einhverjum. Ég fer heldur ekki víða. Ég skýst yfir á Heimabyggð eftir kaffi, í Hamraborg eða …

Lesa áfram „Grímulaus kórónaveiki – Svíþjóð og Ísland og allir hinir“

Hljóðskrá ekki tengd.

Ljóð og þjóð og þjóðaljóð og ljóðaþjóð

17. mars 2020

Þýddi þrjú ljóð í dag. Þetta eru grófþýðingar, vel að merkja og ég hef ekki verið í neinu öðru. Ekki jafn tilraunakennt stöff og í gær en það er ekki endilega auðveldara að þýða það fyrir því – oftast er erfiðast að þýða það sem er í hversdagslegasta tóninum. Af því að orðin þurfa samt …

Lesa áfram „Ljóð og þjóð og þjóðaljóð og ljóðaþjóð“

Hljóðskrá ekki tengd.

Þessi færsla má alls ekki heita klósettpappír því það vill enginn lesa meira um klósettpappír

15. mars 2020

Hér er gjarna til nægur matur til 14 daga og hefur ekki að gera með neinar tilraunir til að lifa af eða einangra sig. Ég er bara svona kall sem vill eiga niðursuðudósir og stórar áfyllanlegar glerkrukkur með hinu og þessu – mamma segir að ég fái það frá Erich afa, sem hafi verið svona líka …

Lesa áfram „Þessi færsla má alls ekki heita klósettpappír því það vill enginn lesa meira um klósettpappír“

Hljóðskrá ekki tengd.