Hversdagsraunir í covidhúsi

23. ágúst 2021

Það fyrsta sem gerðist eftir síðustu færslu var að Nadja hringdi og sagði að við værum víst ekki sloppin úr sóttkví. Hún hafði hringt aftur í 1700 og fengið þveröfugar upplýsingar við það þegar hún hringdi fyrst. Ég var, einsog þið kannski munið, nýbúinn að sannfæra Heilsuveru um að við værum ekki í sóttkví. Nema …

Hljóðskrá ekki tengd.

Bólusetningaraunir

16. ágúst 2021

Frá því snemma í vor var mitt fyrsta morgunverk alla morgna að endurhlaða covidsíðu Västmanlandsléns til að sjá hvort komið væri að mínum aldurshópi að láta bólusetja sig. Þetta gekk mishratt hjá mismunandi lénum og var orðið vandamál víða að fólk var að bóka sig langt að heiman – á Gotlandi fylltist allt og þeir þurftu …

Hljóðskrá ekki tengd.

Úr einni sóttkví í næstu

14. ágúst 2021

Heimferðin var einföld þegar ég var laus úr sóttkvínni. Krakkarnir fóru vestur með flugi á sunnudaginn en Nadja varð eftir og keyrði með mér strax eftir að ég var búinn í testinu (hún mátti það). Ég var svo kominn upp á Steingrímsfjarðarheiði þegar sms-ið kom um að ég væri covid-laus. Um kvöldið fórum við fagnandi …

Hljóðskrá ekki tengd.

Heimferðardagbók: Dagar 13 og 14

7. ágúst 2021

Allt verður svo forvitnilegt í faraldri. Og kannski er áhugaverðast að sjá hvað við höfum þrátt fyrir allt stundum rosalega litla aðlögunarhæfni. Eða – kannski ekki við sjálf, en kerfin sem við höfum smíðað okkur gera ekki ráð fyrir frávikum. Þetta eru í sjálfu sér engar fréttir með covid – í gegnum tíðina hef ég mest rekið …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 11 og 12

5. ágúst 2021

Ég skildi við ykkur í síðustu færslu um borð í Norrænu á leið til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Einu sinni var ég á ferðalagi með Norrænu frá Íslandi til Færeyja og svaf yfir mig og endaði í Danmörku – sá hrakfallabálkur var kannibalíseraður í skáldsöguna Hugsjónadruslan fyrir 100 árum. Í þetta sinn átti ég ekki …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 9 og 10

3. ágúst 2021

Við sátum á pizzastaðnum I Love Pizza í Gautaborg, sem Aino hafði valið, þegar sms-skilaboðin bárust um að niðurstaðan í PCR-prófinu mínu væri komin í hús og ég gæti smellt á hlekkinn til að sjá hvort ég væri jákvæður eða neikvæður. Það tók óþarflega langdregnar sekúndur að hlaða síðuna en ég reyndist sem sagt laus …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagur 8

1. ágúst 2021

Við smöluðum krökkunum hálfsofandi út í bíl rétt fyrir sjö í morgun og keyrðum sem leið lá til Gautaborgar. Við höfðum góðan tíma fyrir okkur og vorum komin upp úr ellefu. Byrjuðum á að fá okkur hádegismat á Víetnömskum skyndibitastað, sem reyndist óvenju fínn – Vietnamhaket, ef einhver á leið hér hjá. Þá komum við bílnum …

Hljóðskrá ekki tengd.

Heimferðardagbók: Dagur 7

31. júlí 2021

Nýja hindrun dagsins – sem er að verða fastur liður – er að ríkið ætlar að hætta að hleypa okkur óbólusettu ferðamönnunum í farsóttarhúsin. Rökin eru væntanlega þau að óbólusettir túristar geti sjálfum sér um kennt að vera að dandalast þetta um heiminn á meðan pestin geisar. Og eigi þar með að borga sína gistingu sjálfir. …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagar 5 og 6

30. júlí 2021

Ferðalagið er hafið og það bætist sífellt á listann yfir allt sem getur farið úrskeiðis. Nú er farið að rigna svo mikið í Bohuslän – þar sem Gautaborg liggur – að fólk er varað við því að vera á ferðinni. Sem betur fer á það enn sem komið er helst við minni vegi og við …

Hljóðskrá ekki tengd.

Heimferðardagbók: Dagur 4

27. júlí 2021

Það var átakalaust þegar vörubíllinn kom að sækja brettin í gærkvöldi. Þau eru þá farin. Og tollurinn og Samskip hafa fullvissað mig um að við eigum ekki að lenda í neinu tollarugli. Í dag losuðum við okkur við hluti til Stadsmissionen og komum öðru í kjallarann. Mágur minn kemur svo og sækir eitthvað – aðallega til …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók: Dagur 3

26. júlí 2021

Vörubíllinn átti að koma á morgun til að sækja búslóðina en til stóð að bílstjórinn myndi hringja í dag til að segja nánar klukkan hvað hann væri á ferðinni. Hann hringdi í hádeginu og stakk upp á að mæta hingað klukkan 7 í fyrramálið. Þá hefðum við þurft að vakna klukkan fjögur til að byrja …

Hljóðskrá ekki tengd.

Heimferðardagbók: Dagur 2

25. júlí 2021

Í dag losnuðum við við dálítið af húsmunum úr íbúðinni hér við Karlsgötu. Svo hef ég verið að garfa í pappírum. Ég hef líka verið að skoða hvort það sé skynsamlegra að Nadja og börnin fljúgi suður og skilji bílinn eftir fyrir austan hjá mér eða hvort það sé skynsamlegra að ég fljúgi á eftir …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Heimferðardagbók – Dagur 1

24. júlí 2021

Það er alltaf hausverkur að flytja en það er ansi margfaldur hausverkur að flytja á Covid-tímum. Ekki síst þegar maður hefur ekki fengið sprautuna góðu – sem ég hef ekki fengið vegna þess að sænska og íslenska kerfið kunna ekki að tala saman og maður lendir iðulega á milli þilja í kerfum. Nema hvað. Til stendur, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hamingjan og Billy Childish

13. júlí 2021

Ég las fyrirsögn í vikunni, sem spurði hinnar kunnuglegu spurningar hvort peningar gætu skapað hamingjuna. Þetta var sennilega í DN – og niðurstaðan, sýndist mér á undirfyrirsögn (ég las ekki greinina), var að þeir hefðu sannarlega eitthvað með hamingjuna að gera en sambandið þarna á milli væri samt flókið. Það sem kom upp í huga mér, …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Stjórnarkreppa, hakkarar, glæpamenn og ofbeldisblús

5. júlí 2021

Í Svíþjóð er allt í hers höndum. Þannig lagað. Það er stjórnarkreppa, ein stærsta matvörukeðja landsins hefur neyðst til að loka flestum búðum sínum vegna árása nethakkara og gengjastríðin geisa sem aldrei fyrr. Stjórnarkreppan kom upp vegna þess að sósíaldemókratarnir ætluðu að þvinga vinstri-flokkinn til þess að samþykkja frjálst leiguverð – húsnæðismarkaðurinn í Svíþjóð er mér …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Sóttkvíar, Gæska og Peps

28. júní 2021

Það er búið að aflétta hömlum á bólusetta að mestu leyti – bæði á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur og ytri landamærum Íslands. Sem þýðir að Nadja og börnin komast vandræðalítið með ferjunni frá Gautaborg til Fredrikshavn og inn í Ísland. Ég aftur á móti fæ ekki bólusetningu í þessu jävla satans rassgati – aðallega af því …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Skipulag, skógarmítlar og andsetnar konur

22. júní 2021

Ég er að reyna að koma einhverju skipulagi á líf mitt aftur. Það er sosum ekki mikið að gerast akkúrat í augnablikinu – fyrir utan flutninga, sem eru reyndar flóknir – en ég þarf skyndilega að setja hluti aftur upp í dagatal svo ég tvíbóki mig áreiðanlega ekki í haust. Ég þarf líka að sjá út haustið …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Aflýsing tónlistarmanna, helvítis bólusetningin og besta djammsessjón sögunnar

12. júní 2021

Yasin heitir sænskur rappari, fæddur undir lok síðustu aldar. Hann er uppalinn í Rinkeby-hverfi Stokkhólms en af sómölsku bergi brotinn, og raunar skyldur nokkrum frægum tónlistarmönnum (á norðurlöndunum). Hann hefur verið að gera tónlist frá því hann var um 16 ára gamall en sló fyrst í gegn 21 árs, fyrir tveimur árum, með laginu DSGIS …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bókaslátranir, höfundakjöldrættir og regnbogafólk

9. júní 2021

Það er hellings umræða um bókmenntakrítík í sænskum miðlum í vikunni eftir að Linda Skugge – sem er sennilega þekktust á Íslandi sem einn höfunda Píkutorfunnar – birti gagnrýni um nýja bók eftir Kristinu Sandberg, margverðlaunaðan metsöluhöfund hinnar svonefndu Maj-trílógíu (sem hefur ekki komið út á íslensku – en er til á ótal öðrum málum). Bókin …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Sumarið, Gæska, maraþonið og ömmurnar

30. maí 2021

Ég er farinn að halda að sumarið sé loksins komið til Svíþjóðar. Það hefur að vísu látið sjá sig nokkrum sinnum áður, en óðar flúið aftur til heitu landanna – en nú er það áreiðanlega komið til að vera. Það eru 23 gráður og sól og blíða. Á fimmtudag voru 6 gráður og rok og rigning …

Hljóðskrá ekki tengd.

Skáldæviharmsagan og viðtökur hennar

18. maí 2021

Einhvern tíma fyrir langa löngu var ég að hlusta á bókmenntaþátt á BBC þar sem höfundur – sem ég man ekkert hver er lengur, kona í fagurbókmenntum fyrir fullorðna – fór að tala um „óverðskulduð tár“ og hvernig þau væru stærsta synd hvers rithöfundar. Með því var hún að segja að maður ætti fyrst að setja upp …

Hljóðskrá ekki tengd.

Skólalíf

10. maí 2021

Það er enginn skóli hjá börnunum þessa vikuna. Man ekki alveg hvað veldur í þetta skiptið – ekki Covid, held ég. En þau eru samt með heimanám með sér enda hefur verið svo lítill skóli í vetur að án þess gengi þetta líklega ekki upp. Svo eru bæði að æfa sig fyrir tónleika í tónlistarskólanum. Aino …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Mánudagur í maí – Ísnálgun Collins

3. maí 2021

Ég hef verið að taka upp hljóðbók síðustu vikur. Illsku – loksins. Það kom til tals að gera það á sínum tíma, eða fljótlega eftir að hún kom út, en þá féllust mér hendur að dvelja lengur í þessum heimi. Hún er alveg ægilega löng líka. Mér sýnist hljóðbókin ætla að verða 25 tímar. Upptökur fara …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Fréttir frá Svíþjóð: Skitið upp á bak

28. apríl 2021

Í allan vetur hef ég verið að segja að allt sé um það bil við hið sama. Svíum gengur alveg jafn vel að eiga við farsóttina nú og þeim gekk í ágúst í fyrra, þegar við komum. Það er mikið álag á heilbrigðiskerfinu en bólusetningarnar eru eitthvað að hjálpa til. Annars ber nú kannski mest …

Hljóðskrá ekki tengd.

Blús mánaðarins

25. apríl 2021

Það var ekkert blúsblogg í síðustu færslu – fyrst og fremst vegna þess að „tíminn hljóp frá mér“ einsog skáldin orða það. Í dag syng ég blúsinn sjálfur (eða eiginlega tók ég þetta upp í gær). Lagið er eftir Blind Gary Davis og heitir Death Don’t Have No Mercy. Umfjöllunarefnið er ekki endilega víðs fjarri …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Froðufellt í farsóttinni

22. apríl 2021

Við setjumst gjarnan niður fjölskyldan á kvöldin og horfum saman á sænsku og íslensku Krakkafréttirnar. Ég hef gert grín að því að á meðan sænsku krakkafréttirnar segi ótæpilega margar fréttir af skíðaíþróttum – ekki síst skíðaskotfimi – þá séu krakkafréttirnar helst til mikið í upptalningum á því hvaða breytingar hafi orðið á samkomubanni. 20 manns …

Hljóðskrá ekki tengd.

Hin framlengda sóttkví – Denomination Blues

3. apríl 2021

Páskalaugardagur. Ég tek umræðuna á Íslandi nærri mér. Og stöðuna. Ég hafði oft á orði síðasta vor að við þyrftum að gæta okkar – það væri mjög stutt í að við færum að líta á útlendinga (eða aðra hópa) sem skítuga smitbera, og dýrka hið hreina Ísland (eða hugmyndina um hið hreina Ísland). Það er …

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Gamla Stan og Memphis Minnie

31. mars 2021

Auk þess að vera á þremur samfélagsmiðlum og skrifa blogg held ég fýsíska dagbók. Svo er ég auðvitað með nokkrar bækur í smíðum á hverjum gefnum tíma – svo ég geti gripið í þá sem ég er best stemmdur fyrir. Stundum líður mér í þessum skrifofsa öllum saman einsog manni sem hrapar til jarðar og …

Hljóðskrá ekki tengd.