Stuttmyndin Fár eftir Gunni Marteinsdóttur Schlüter er meðal 11 verka sem keppa í stuttmyndaflokki Cannes hátíðarinnar í maí næstkomandi. Þetta var tilkynnt í dag.

Stuttmyndin Fár eftir Gunni Marteinsdóttur Schlüter er meðal 11 verka sem keppa í stuttmyndaflokki Cannes hátíðarinnar í maí næstkomandi. Þetta var tilkynnt í dag.
Hjörtur Howser tónlistarmaður og hljóðmaður er látinn, 61 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur við Gullfoss í gær, en hann starfaði sem leiðsögumaður undanfarin ár.
Á ferð með mömmu er sjöundu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda.
Heimildamynd Ólafs Sveinssonar, Horfinn heimur, er um þær sláandi breytingar sem urðu á hálendinu kringum Snæfell með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt í styrkveitingum Kvikmyndamiðstöðvar til leikinna þáttaraða og að kvikmyndasjóður hafi verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið meðan engin verkefni hjá öðrum miðlum vir…
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.
Verðlaunaafhending Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar, fór fram á lokadegi hátíðarinnar. Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands áttu rúman meirihluta þeirra verka sem tóku þátt í Sprettfisk og uppskáru verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndin…
Á ferð með mömmu er sjöttu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda.
Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari Íslands, er látinn 99 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi látist í gær, 13. apríl, á hjúkrunarheimilinu Eir.
Laufey Guðjónsdótir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu …
Fjölþætt samskipti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar við stjórnvöld fara að verulegu leyti fram í gegnum skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Í kjölfar kæru úrskurðaði mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2020 að ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar um að synja framleiðanda kvikmyndar um eftirvinnslustyrk árið 2017 skyldi felld úr gildi. Einnig var kvikmyndaráðgjafi verkefnisins úrskurðaður vanhæ…
Á ferð með mömmu er fimmtu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda.
Framleiðandinn Mike Downey hlaut fyrstu heiðursverðlaun Stockfish hátíðarinnar. Downey, sem einnig er formaður stjórnar Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, hefur komið að mörgum íslenskum kvikmyndum sem meðframleiðandi.
Jodie Foster, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, tók þátt í pallborðsumræðum á nýliðinni Stockfish hátíð þar sem umræðuefnið var konur og kvikmyndagerð. Hún sagðist hafa upplifað breytingar á kvenhlutverkum frá því sem áður var en við værum ekki enn…
Wendy Mitchell fjallar um nýafstaðna Stockfish hátíð í ScreenDaily og gerir meðal annars grein fyrir ávarpi Gísla Snæs Erlingssonar, nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem opnaði sérstaka dagskrá um helstu stuðningskerfi íslensks kvikmyndai…
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.
Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian fjallar um Volaða land Hlyns Pálmasonar og gefur henni fimm stjörnur. Sýningar hefjast í Bretlandi 7. apríl.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og dósent við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands hvetur konur til að sækja um við deildina, en umsóknarfrestur rennur út 12. apríl.
Þór Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur þegar hafið störf. Hann hefur undanfarin ár verið kvikmyndaframleiðandi hjá Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið….
Rætt var við leikkonuna Jodie Foster í Landanum um tökurnar á True Detective: Night Country sem staðið hafa yfir hér á landi frá síðasta hausti og lýkur senn.
Á ferð með mömmu er fjórðu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda. Óráð, sem frumsýnd var á föstudag, er í fjórða sæti á tekjulista FRÍSK.
Þessa dagana eru fimm íslenskar bíómyndir sýndar í kvikmyndahúsum. Afar sjaldgæft er að svo margar kvikmyndir séu í sýningum á sama tíma.
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.
Jodie Foster leikkona mun ræða um konur og kvikmyndir í opnu spjalli á lokadag Stockfish hátíðarinnar, sunnudaginn 2. apríl kl. 17 í Bíó Paradís.
Unnið hefur verið að bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða í allri aðstöðu Bíó Paradísar og bíósýningar hafa verið aðlagaðar til að mynda fyrir blinda, heyrnarskerta og einhverfa. Einnig hefur verið boðið upp á sýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem v…
Heimildamynd Gauks Úlfarssonar Soviet Barbara sem fjallar um sýningu Ragnars Kjartanssonar í nýrri menningarmiðstöð, GES-2, í miðborg Moskvu, verður heimsfrumsýnd á heimildamyndahátíðinni Hot Docs, sem hefst 27. apríl.
Red Arrow Studios International mun selja þáttaröð Tinnu Hrafnsdóttur, Heima er best, á alþjóðavísu utan Norðurlanda og Niðurlanda.
Afturelding er ný íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Fyrsti þátturinn fer loftið á páskadag.
Á ferð með mömmu er áfram með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda í vikunni sem leið.