Sambíóin Kringlunni opnuðu rétt fyrir síðustu áramót eftir miklar endurbætur. Nýr lúxussalur opnaði í janúar og á dögunum var tilkynnt um stofnun bíóklúbbs sem snýst um að kafa djúpt í kvikmyndasöguna.

Sambíóin Kringlunni opnuðu rétt fyrir síðustu áramót eftir miklar endurbætur. Nýr lúxussalur opnaði í janúar og á dögunum var tilkynnt um stofnun bíóklúbbs sem snýst um að kafa djúpt í kvikmyndasöguna.
Fyrri hluti heimildamyndarinnar Skeggi eftir Þorstein J. Vilhjálmsson verður sýnd á RÚV sunnudaginn 26. mars. Seinni hluti verður sýndur viku síðar.
Bíótek Kvikmyndasafnsins mun sýna úr fimm kvikmyndum sem lýsa óeirðunum á Austurvelli 1949 í Bíó Paradís sunnudaginn 26. mars. Sumar þeirra eru nýlega uppgötvaðar. Einnig verða sýndar kvikmyndirnar Z eftir Costa Gavras og Poltergeist eftir Tobe Hooper….
Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér tilkynningu vegna gagnrýni WIFT á kynjahlutföll valnefnda Eddunnar 2023. Tilkynningin er svohljóðandi:
Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.
„Ást og væntumþykja fyrir landinu, persónunum og lífinu sjálfu,“ segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
Hrollvekjan Óráð, fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar, er væntanleg í bíó 31. mars. Stikla myndarinnar er komin út.
Önnur syrpa þáttaraðarinnar Ráðherrann er í undirbúningi. RÚV og norrænu almannastöðvarnar munu sýna þættina.
Edduverðlaunin voru afhent í Háskólabíói sunnudagskvöldið 19. mars. Hér eru svipmyndir frá verðlaunaafhendingunni og rauða dreglinum. Ljósmyndari er Hulda Margrét Óladóttir.
Stjórn WIFT á Íslandi hefur sent frá sér opið bréf til stjórnar ÍKSA og fagráðs Eddunnar í kjölfar þess að mönnun valnefnda Eddunnar var gerð opinber í dag.
Hér eru þeir viðburðir bransadaga Stockfish sem eru áhugaverðastir að mati Klapptrés.
Samkvæmt heimildum Klapptrés hafa ýmsir erlendir framleiðendur að undanförnu falast eftir réttinum að Sölku Völku Halldórs Laxness með það fyrir augum að gera úr verkinu þáttaröð fyrir alþjóðlegan markað.
Á ferð með mömmu er áfram með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda í vikunni sem leið.
Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Söru Gunnarsdóttur í Heimildinni um feril sinn og gerð teiknimynda. Mynd Söru, My Year of Dicks, hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknimynda.
Laufey Guðjónsdóttir var sérstaklega heiðruð á Eddunni 2023 fyrir starf sitt sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands síðastliðin tuttugu ár.
Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2023 fyrir sitt afar mikilvæga og einstaka framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.
Edduverðlaunin 2023 voru afhent í Háskólabíói og í beinni útsendingu RÚV í gærkvöldi. Þáttaröðin Verbúðin hlaut alls níu Eddur. Í flokki kvikmynda hlaut Volaða land Edduverðlaun fyrir leikstjórn og kvikmyndatöku en Berdreymi var valin kvikmynd ársins. …
Finnski leikstjórinn Mika Kaurismäki var hér í heimsókn á dögunum vegna sýningar á nýjustu bíómynd sinni, The Grump: In Search of an Escort. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.
Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.
Stockfish hátíðin stendur yfir í Bíó Paradís dagana 23. mars til 2. apríl. Alls verða 26 bíómyndir á dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal nokkrar sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
„Ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skáldaleyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rannsóknarleiðangur …
„Sérlega áferðarfögur vegamynd sem gerist mikið til á seiðandi mörkum ímyndunar og raunveruleika,“ segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
Guðný Halldórsdóttir ræddi við Lestina á Rás 1 um Karlakórinn Heklu og mikilvægi þess að gera myndir sem skemmta fólki. Myndin verður sýnd á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís 19. mars kl.17.
Þáttaröðin Arfurinn minn er væntanleg í Sjónvarp Símans 5. apríl. Þetta er óbeint framhald þáttanna Jarðarförin mín og Brúðkaupið mitt.
Endurunnin útgáfa af Karlakórnum Heklu eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 19. mars kl. 17.
Ragnheiður Harvey, förðunarmeistari og síðar framleiðandi, er látin 74 ára að aldri.
Frökk og tilraunakennd segir Claire Fulton hjá vefritinu Loud and Clear um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur sem á dögunum var sýnd á Glasgow Film Festival.
Sigurjón Sighvatsson verður gestafyrirlesari í fyrirlestraröðinni Samtali um skapandi greinar við Háskólann á Bifröst föstudaginn 17. mars kl. 13:30. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í beinu streymi.
Á ferð með mömmu er með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda í vikunni sem leið.
Stefnt er að tökum síðsumars á þáttaröðinni Gestir fyrir Sjónvarp Símans. Ásgeir Sigurðsson (Harmur) leikstýrir, skrifar handrit og fer með aðalhlutverk ásamt því að vera einn framleiðenda.