Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar nýtur nú um stundir mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar nýtur nú um stundir mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum víða um heim.
Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut verðlaun á þremur hátíðum um síðustu helgi.
Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september. Stikla myndarinnar var opinberuð í dag.
BBC serían kallast Cheaters og fór í sýningar nýlega. Netflix þættinir heita Man vs. Bee og fer Rowan Atkinson með aðalhlutverkið. Þeir verða frumsýndir í lok vikunnar.
Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.
…
Þáttaröðin My Year of Dicks í leikstjórn Söru Gunnarsdóttur hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu sjónvarpsframleiðslu á Annecy kvikmyndahátíðinni í Frakklandi, sem er helsta hátíð kvikaðra mynda í heiminum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða.
Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlan…
35% endurgreiðslan er hugsuð fyrir stærri verkefni og þá ekki síst af erlendum toga. Ljóst er þó að ýmsar innlendar bíómyndir og þáttaraðir falla undir hækkaða endurgreiðslu.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á hlutfalli tímabundinna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.
Frá og með 1. júní 2022 hækkar viðmiðunarfjárhæð handritsstyrkja. Um er að ræða hækkun sem ætlað er að koma til móts við verðlagsþróun frá síðustu breytingu á styrkfjárhæðum.
Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag s…
Stefnir í að þetta verði költmynd segir Pat Mullen hjá hinu kanadíska Point of View Magazine um heimildamyndina Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur. Myndin var nýlega frumsýnd á Hot Docs hátíðinni í Toronto.
Eva Sigurðardóttir hefur sent frá sér pistil þar sem hún ræðir móttökur þáttaraðarinnar Vitjanir, sem hún leikstýrði og skrifaði handrit að ásamt Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Bkjörnsdóttur.
Sjónvarpsþættirnir Vitjanir bjóða upp á mikið melódrama, gífurlega vel útfært en stundum ofaukið, segir Salvör Bergmann gagnrýnandi Lestarinnar.
Tónlist úr þáttaröðunum Svörtu sandar og Vitjanir er komin á streymisveitur. Pétur Jónsson semur tónlist fyrir fyrrnefndu seríuna en Ragnar Ólafsson fyrir þá síðarnefndu.
Glæný stikla úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var afhjúpuð í dag ásamt plakati og frumsýningardegi. Kvikmyndir.is greinir frá.
Sýningum á þáttaröðinni Vitjanir í leikstjórn Evu Sigurðardóttur er lokið á RÚV. Af einhverjum ástæðum hefur enginn fjölmiðill enn séð ástæðu til að birta umsögn um þættina en leiklistargagnrýnandinn kunni, Jón Viðar Jónsson, skrifar um þá á Facebook s…
Gestur fimmtánda Leikstjóraspjallsins er Ása Helga Hjörleifsdóttir.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, er lokið. Veitt voru þrenn verðlaun, dómnefndarverðlaun, hvatningarverðlaun og áhorfendaverðlaun.
Ágreiningur er innan stjórnkerfisins um útfærslu 35% endurgreiðslunnar, en frumvarp þar að lútandi er nú til meðferðar Alþingis. Fjármálaráðuneytið segir samráð hafa skort og undirbúning ónægan, auk þess sem það sé ófjármagnað. Lilja Alfreðsdóttir menn…
Volaða land Hlyns Pálmasonar hefur selst vel í Cannes. New Euope Film Sales höndlar sölu á heimsvísu.
Nýjasti gestur í Leikstjóraspjalli er Lárus Ýmir Óskarsson.
Hlynur Pálmason leikstjóri ræðir við Nordic Film and TV News um Volaða land og vinnuaðferðir sínar.
Wendy Ide hjá Screen segir Volaða land Hlyns Pálmasonar afar grípandi frásögn um ferð til hinnar myrku hliðar hinnar eilífu dagsbirtu.
Beast, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd 19. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar er komin út.
Áfram birtast lofsamlegir dómar um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Cannes og hér er umsögn frá Elena Lazic hjá The Playlist.
Marc van de Klashorst gagnrýnandi ICS (International Cinephile Society) dregur hvergi af sér í fimm stjörnu dómi um Volaða land Hlyns Pálmasonar á Cannes hátíðinni.
Volaða land eftir Hlyn Pálmason var heimsfrumsýnd við mikinn fögnuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes 24. maí og fengu aðstandendur hennar standandi lófaklapp að lokinni frumsýningunni.