Bækurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju eftir Martin Widmark og Helenu Willis eru núna orðnar sjö og nýjasta bókin sem hefur komið út á íslensku heitir Skólaráðgátan. Bækurnar eru gríðarlega vinsælar í heimalandinu Svíþjóð og hafa verið kvikmyndaðar og færðar yfir á leikhúsfjalirnar. Widmark er mjög afkastamikill barnabókahöfundur og Willis hefur myndlýst fjölda bóka og fengið mest […]
Author: Katrín Lilja

Geimverur í Mývatnssveitinni
Hjalti Halldórsson hefur áður sent frá sér þrjár bækur fyrir lesendur á aldrinum 9-12 ára, bækurnar Af hverju ég?, Draumurinn og Ys og þys út af öllu. Nú skrifar hann fyrir yngri lesendur, eða 6-9 ára og fellur bókin því inn í Ljósaseríu Bókabeitunnar. Eins og með aðrar bækur úr Ljósaseríunni þá fengu áskrifendur úr […]

Bækur fyrir kvöldlestur í útilegu
Fyrir óralöngu síðan, þegar ég sjálf ferðaðist um landið með foreldrum mínum, var eitt árið með í ferð bókin Síðasta bærinn í dalnum (1950) eftir Loft Guðmundsson. Ég man þetta sumar sérstaklega vel. Á kvöldin, þegar við vorum öll komin ofan í svefnpoka, köld á nefinu og í ullarsokkum, það var farið að dimma örlítið úti, […]

Sumar í Finnska flóa
Ef þú ætlar að lesa eina bók í sumar þá mæli ég hiklaust með því að sú bók sé Sumarbókin eftir Tove Jansson. Bókin kemur út í fyrsta sinn á Íslandi í stórgóðri íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar, ljóðskálds. Sagan kom út á frummálinu sænsku árið 1972. Nafn bókarinnar kallar á að bókin sé lesin að sumarlagi […]

Vélmáfar og horfnir snjallsímar
Fyrir þó nokkru kom út bókin Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem áskrifendur í bókaklúbbi Ljósaseríunnar fengu að njóta fyrstir. Brynhildur er þrautþjálfarður barnabókahöfundur og sendi síðast frá sér bókina Ungfrú fótbolti, fyrir síðustu jól. Dullarfulla símahvarfið fjallar um það þegar krakkar taka málin í sínar hendur, finna út úr hlutunum, sýna sjálfstæði og þor. Í Dularfulla símahvarfinu […]

Sumarlesturinn 2020
Í nýjum hlaðvarpsþætti tók Katrín Lilja stöðuna í lestrinum hjá Eygló Sunnu Kjartansdóttur, ungum lestrarhesti sem var að ljúka við áttunda bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Eygló hefur sérstakt dálæti á furðusögum og góðum skáldsögum. Uppáhaldsbækurnar hennar eru bókaflokkurinn um Hungurleikana og hana hlakka til að lesa nýjustu bókina í seríunni, Danskvæði um söngfugla og […]

Í einangrun í Blokkinni
Handritið sem hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár var Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Bókin segir frá Dröfn sem fer í frí á Eyjuna með fjölskyldunni. Á Eyjunni býr amma hennar ásamt hinum tæplega 200 íbúum Eyjunnar í einni blokk. Samfélagið er mjög einangrað, það er ekkert símasamband, veðurvíti varnar ferju aðgang […]

Á flakki í júní
Í júní fer landinn að hugsa sér til hreyfings. Flestir munu ferðast innanlands í ár, af augljósum ástæðum. Sumir komast ekkert vegna vinnu, en þrá mjög heitt að komast eitthvert annað. Það er eiginlega sama hvaða áætlanir þú hefur í sumar, þú getur alltaf ferðast á auðveldan og ódýran hátt. Í júní ætlum við í […]

Möndulhalli og allt á skjön
Í síðustu viku kom út bókin Möndulhalli sem Una útgáfuhús gefur út. Bókin er samansafn sagna ritlistarnema við Háskóla Íslands, ritstýrðum af nemum í ritstjórn og útgáfu við sama skóla. Síðasta vor kom út bókin Það er alltaf eitthvað hjá Unu útgáfuhúsi þar sem ritlistarnemar og ritstjórnarnemar leiddu saman hesta sína. Útgáfan gefur nýjum höfundum tækifæri til […]

Danskvæði um Kóríolanus Snow
Suzanne Collins vann sér til mikilla vinsælda með bókunum um Hungurleikana. Bækurnar urðu metsölubækur og kvikmyndirnar sem byggðar voru á bókunum juku enn frekar á vinsældir sögunnar. Svo virðist sem ekkert lát sé á vinsældum bókanna, því þeir unglingar (og reyndar fullorðnir líka) sem ég hef rætt við eru sammála um að sagan af Katniss […]

Af ævintýrum klaufalegs drengs
Bækurnar um Kidda klaufa eru gríðarlega vinsælar á skólabókasöfnum, eru einar mest úlánuðu bækurnar og bækur sem krakkar vilja líka kaupa í bókabúðum. Þær eru einfaldlega gríðarlega vinsælar. Það vilja óskaplega mörg börn lesa Kidda klaufa og Kiddi kallinn virðist henta öllum krökkum. Börn á yngsta stigi og allt upp í börn á efsta stigi […]

Barnabókmenntir í aðalhlutverki í Tímariti Máls og menningar
Í síðustu viku kom út annað hefti Tímarit Máls og menningar ársins 2020. Þema tímaritsins að þessu sinni er barnabókmenntir og því hvetur Lestrarklefinn lesendur sína til að næla sér í eintak af tímaritinu. Barnabókmenntirnar eru skoðaðar úr ýmsum áttum í fimm greinum auk þess sem Þórarinn Eldjárn opnar heftið með þremur nýjum barnaljóðum og […]

Öll myrkfælni æskunnar í einni bók
Ævar Þór Benediktsson bregst ekki aðdáendum sínum og sendir frá sér eina bók að vori, líkt og hann hefur gert fyrri ár. Að þessu sinni er bókin þó ekki endapunkturinn við lestrarátak – eins og bækurnar um bernskubrek Ævars hafa verið – heldur eru hér á ferðinni Hryllilega stuttar hrollvekjur. Ágúst Kristinsson myndskreytir bókina. Hryllingurinn fær […]

Arndís og Hulda hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Á lokametrunum fengu þau tvo nemendur úr 6. bekk Háteigsskóla sér til liðsinnis og þakkar Reykjavíkurborg þeim fyrir þeirra mikilvæga framlag. Bókin kemur […]

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2020
Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hlutu í dag Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Dómnefnd skipuðu þau Tinna Ásgeirsdóttir, sem var formaður, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Helga Birgisdóttir, Karl Jóhann Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir. Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun […]

Þar sem óhemjurnar eru
Fyrir stuttu kom út bókin Þar sem óhemjurnar eru eftir bandaríska höfundinn Maurice Sendak (1928-2012), í þýðingu Sverris Norland. Sagan um Max sem ferðast til óhemjanna kom fyrst út í bandaríkjunum árið 1963 og þótti þá svolítið grótesk, þar sem óhemjurnar voru svolítið óhuggulegar og hræðilegar. En það kom þó ekki í veg fyrir að börn elskuðu […]

Kepler62 – Landnemar á nýrri plánetu
Vísindaskáldsögur fyrir börn eru ekki á hverju strái. Að minnsta kosti ekki á íslensku. En þó hefur ein serían ratað á íslenska tungu, þökk sé Erlu E. Völudóttur og bókaútgáfunni Bókabeitunni. Serían er Kepler62 eftir rithöfundana Timo Parvela og Bjørn Sortland og myndhöfundinn Pasi Pitkänen. Fjallað var um fyrstu þrjár bækurnar í Lestrarklefanum árið 2018, […]

Kafteinn Ofurbrók til bjargar
Fyrsta bókin um Kaftein Ofurbrók eftir Dav Pilkey kom út árið 1997 í Bandaríkjunum. Það skal engan undra að bók með húmor um stífpressaðar ofurnærbrækur, óstjórnandi skólastjóra, stökkbreytt geimklósett og prump hafi slegið í gegn. Þetta er allt saman að sjálfsögðu bráðfyndið. Bækurnar slógur reyndar svo mikið í gegn að þær héldu áfram að koma […]

Hvar er Harry Potter safnaskjan?
Vinsælustu barnabækur okkar tíma eru án efa Harry Potter bækurnar eftir J.K.K. Rowling. Bækurnar um töfrastrákinn seljast alltaf vel, sama hvernig árferðið er. Harry Potter mun halda áfram næstu ár að heilla nýja lesendur, hvort sem þeir rata á bækurnar í gegnum foreldra sína eða í gegnum bíómyndirnar, tölvuleikina, varninginn… Fyrsta bókin um Harry Potter […]
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Tilnefningar til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, vegna ljóðabókar útgefinnar 2019 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi þann 7. maí. Tilnefndir eru: Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan) Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV) Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning) Þórður Sævar Jónsson – Vellankatla (Partus) Þór Stefánsson […]

Hvernig verður heimsfaraldur til?
Það var eitthvað við alheimsástandið í mars og apríl sem gerði það að verkum að mér fannst ég þurfa að sökkva mér niður í enn verra ástand í huganum. Hvað er betra til þess fallið að lina kvíða og áhyggjur en að lesa bók um alheimsfaraldur uppvakninga? Ja, mér datt ekkert annað í hug svo […]

Bókamerkið: Barnabækur
Í þriðja þætti Bókamerkisins, streymisþátt Bókasafns Garðabæjar í samstarfi við Lestrarklefann, var rætt um barnabækur. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rit- og myndhöfundur, og Marta Hlín Magnadóttir, ritstjóri hjá Bókabeitunni, komu í settið og ræddu við Katrínu Lilju, ritstjóra Lestrarklefans. Helst var rætt um myndabækur fyrir yngstu börnin í þættinum, mátt myndskreytinga og hve vel Ísland býr […]

Bækur á hvíta tjaldinu
Maí er genginn í garð með sínu loforði um góða og bjarta daga. Tilfinningin þegar vetri sleppir er svolítið eins og að koma úr kafi og draga andann djúpt, teyga ferskt loft í lungun og sálina. Ekki síst núna þegar slaknar aðeins á samkomubanni á sama tíma og vorið hefur innreið sína. Við erum öll […]

Á bak við hverja bók er höfundur
Í tilefni af Degi bókarinnar, sem er í dag, efndi Evrópska rithöfundaráðið (EWC) til herferðar til að vekja athygli á höfundum og þýðendum og framlagi þeirrra til menningar og lista. Þótt við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi menningar og lista síðustu vikur í samkomubanninu, þá er alveg vert að minna enn og aftur á […]
Undarlegir töfrar Dinnu
Það er með nokkurri óþreyju sem ég hef beðið eftir annarri bók um Dinnu eftir Rose Lagercrantz með myndskreytingum eftir Evu Eriksson. Fyrri bókin, Hamingjustundir Dinnu, kom út á íslensku rétt fyrir síðasta sumar og hitti mörg íslensk börn beint í hjartastað. Hamingjustundir í huganum Dinna er sex ára stelpa sem býr með pabba sínum og marsvínunum Snjó og […]
Hver drap Felix?
Dimmuborgir eftir Óttar Norðfjörð er skáldsaga sem daðrar við að vera glæpasaga. Dimmuborgir er tíunda skáldsaga Óttars sem skrifar einnig sjónvarps- og kvikmyndahandrit, og er aðalhöfundur Brots, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaraðarinnar sem framleidd er af Netflix og sýnd um allan heim og var sýnd á RÚV yfir jólin. Bókmenntarýnir er ónáðaður Sagan segir af bókmenntarýninum Elmari sem […]
Heiðursglæpur á Þingvöllum?
Í fimmtu bókinni af Eddumálum, Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur fer Edda í brúðkaup á Þingvöllum. Fyrrum samsarfskona Eddu býður henni í brúðkaup sonar síns með skömmum fyrirvara. Þótt Eddu þyki fyrirvarinn stuttur og boðið heldur undarlegt ákveður hún að slá til og dregur Finn, nágranna sinn úr blokkinni, með sér. Einnig er Dagný Edda, […]
Broddgöltur með húmor
Ég hef sjaldan beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir ljóðabók eins og ég beið eftir Innræti eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Hvers vegna? Jú, við mæðginin höfum skemmt okkur stórvel yfir barnabókunum hennar, Nærbuxnaverksmiðjunni og Nærbuxnanjósnurunum. Ég veit að Arndís hefur frábært vald á tungumálinu, eins og orðaleikirnir í Nærbuxna-bókunum gefa til kynna. Þess vegna var ég spennt að sjá hvað […]