Athugasemd við „Espergærde. Að setja sjálfan sig í sviðsljósið“ skrifar kaktusinn

19. október 2020

In reply to <a href=“https://kaktusinn.is/2020/10/19/espergaerde-ad-setja-sjalfan-sig-i-svidsljosid/comment-page-1/#comment-418″>Ragnhildur</a>.

Kæra Ragnhildur. Þakka þér fyrir skilaboðin. Ég skil víst ekki alveg hvað þú átt við. En ef þú heldur að ég sé að setja út á einhvern þá hefur þú misskilið mig. Ég er bara að segja frá vandanum við t.d. að kynna bækur sínar, eða verk sín – eins og maðurinn sem þurfti að bera út A4 fjölrit – á tímum samfélagsmiðla þar sem sjálfshól er það tæki sem er tiltækt. Það hentar ekki öllum að hæla sjálfum sér. Ég er ekki að setja út á þá höfunda sem nýta sér þetta tól heldur benda á þá sem eru duglegir að nota það. Og það er ekkert rangt við það. Mér sjálfum finnst það bara erfitt. Því átti ég sem sagt erfitt með að skilja tóninn í kveðju þinni. Snæbjörn

Hljóðskrá ekki tengd.