Japanski hlaupagarpurinn og rithöfundurinn Murakami hefur nú hafið samstarf við tískufyrirtækið Uniqlo. Nú verða framleiddir 8 mismunandi stuttermabolir í nafni Murakamis og hefst salan á þeim um miðjan mars. Á bolina eru prentaðar myndir af uppáhalds…
Author: Jón Karl Helgason

Marieke Lucas Rijnevald er hvít
Enn einu sinni er skítastormsvél Facebook sett í gang. Nú til að koma í veg fyrir að hollenska skáldið Marieke Lucas Rijnevald, sem er hvít á húð, þýði ljóðasafn Amöndu Gorman. Til skýringar: Amanda Gorman er unga stúlkan í gula jakkanum sem flutti á svo eftirtektarverðan hátt ljóð sitt þegar Joe Biden var vígður forseti […]

Nýir ritstjórar Skírnis
Síðar í þessum mánuði kemur út vorhefti Skírnis undir ritstjórn þeirra Ástu Kristínar Benediktsdóttur og Hauks Ingvarssonar. Páll Valsson, lét af störfum sem ritstjóri um áramót, en hann tók við starfinu síðsumars árið 2012. Þau Ásta Kristín og Haukur eru bæði bókmenntafræðingar. Síðastliðið haust varði Ásta Kristín doktorsritgerð um Elías Mar og samkynja langanir í […]

Yahya Hassan
Þau falla nú hvert á fætur öðru norrænu skáldin; í síðustu viku dó Per Olav Enquist, í gær Maj Söwall og í dag Yahya Hassan. Þrjú ólík skáld. Yahya Hassan, sem var einungis 24 ára gamall, fannst látinn í heimabæ sínu Árósum í dag og er dánarörk enn ókunn. En Yahya barðist hin síðari ár […]

Að vera samtíða sér
Bókmenntirnar eru í kreppu en skáldskapurinn blómstrar á okkar stafrænu fordæmalausu tímum. Á síðustu misserum hafa ljóðskáld í vaxandi mæli nýtt sér Netið og samfélagsmiðla til að ná til lesenda og hafa þannig áhrif á heiminn. Hér á landi hefur Birgitta Jónsdóttir verið meðal brautryðjenda, með síðum á borð við Poetry in All Shapes and […]

Fall ættarveldisins
Árið 1901 skrifaði Thomas Mann ættarsögu Buddenbrooks, kaupmannafjölskyldu frá Lübeck í Þýskalandi. Þetta er litrík saga fjögurra ættliða. Sama ár og þessi mikla ættarsaga kom út var bókabúð Arnold Busck stofnuð og er saga hennar því orðin nær 120 ára og nær yfir fjóra ættliði. Á 120 árum hefur keðjan vaxið jafnt og þétt og […]

Ljóðskáldið Hörður Magnússon
Við fótboltafíklarnir erum mörg hver hætt að horfa á íþróttafréttirnar í sjónvarpinu, veðurfréttirnar hafa leyst þær af hólmi eftir kvöldmatinn, þær síðarnefndu eru sannarlega meira spennandi enda þótt ábyggileika þeirra geti verið ábótavant. Veðurfréttirnar fjalla nefnilega enn um núið og framtíðina (er vorið loksins að skjóta upp kolli?) á meðan íþróttafréttirnar hafa að verulegu leyti breyst […]

„Ég tók andköf þegar ég las Brjóst og egg.“
Í áratugi hefur Haruki Murakami verið holdgervingur japanskra bókmennta í hugum Vesturlandabúa. Allt frá því bækur hans, Norwegian Wood, The Wind Up Bird Chronicla og A Wild Sheep Chase komu út hafa bækur hans verið samnefnarar fyrir japönskar bókmenntir. Týndir kettir, jazzbarir og dularfullar, hálfójarðneskar kvenverur, það er heimur japanskra bókmennta. Murakami hefur verið alltumlykjandi […]

Átján af bestu bókum þessarar aldar
Bretar eru hrifnir af bókalistum og þeir ágætu blaðamenn sem halda uppi bókmenntaumræðunni hjá breska dagblaðinu The Guardian virðast fá alveg sérstaklega mikið út úr því að setja saman lista yfir „bestu“ bækur. Við sem sinnum Bókaskápnum hennar Ástu Sóllilju í frístundum höfum stundum áður sagt af slíkum listum hér, til að mynda lista Times […]

Bergsveinn Birgisson er gestapenni dagsins.
Ta eis heauton – Til mín sjálfs eftir Marcus Aurelius Marcus Aurelius er fremstur meðal stóíkera og var uppi á þeim tímum þegar kristnir menn voru álitnir vafasamur sértrúarhópur. Hann var keisari fyrir 50 miljónir manna, barðist við Germani eða Júgóslava á daginn og skrifaði heimspeki um hið friðsamlega og náttúrulega líf á kvöldin. Hann […]

Kvöldverður með Margaret Atwood.
Ég var á leið fram hjá Dómkirkjunni. Fram hjá Dómkirkjunni á ég næstum leið daglega. Ég bý ekki langt frá Dómkirkjunni. En í dag hitti ég skáldkonu með krullað hár sem stóð fyrir utan Dómkirkjuna. (Nú hefur mér tekist að nefna Dómkirkjuna 5 sinnum og ég hef skrifað 43 orð. Einungis gamlir forleggjarar geta haft […]

Nýtt enskt fræðirit um íslenskan hrunskáldskap
Fræðirit Alaric Hall, Útrásarvíkingar! The literature of the 2008 Icelandic financial crisis, er nýkomið út hjá bandaríska hugsjónaforlaginu punctum books. Verkið er byggt á rannsóknum sem höfundur, sem kennir miðaldabókmenntir við Háskólann í Leeds, hóf að sinna fyrir alvöru í rannsóknarleyfi á Íslandi árið 2014 og er lögð megináhersla á íslensk skáldverk um bankahrunið sem […]

Allt á uppleið hjá Loe
Norski rithöfundurinn Erlend Loe þótti óvenju fyndinn höfundur þegar hann sendi frá sér bækurnar Ofurnæfur (sem Þórarinn Eldjárn þýddi svo vel á íslensku) og Maður og elgur sem kom út árið 2007 hjá neonklúbbi Bjarts í fyrirtaks þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Síðustu þrettán ár hafa ekki komið út bækur eftir norðmanninn á Íslandi. Sumum finnst líka […]

Ný bókabúð opnar í hjarta Reykjavíkur á fimmtudag
Á sumardaginn fyrsta, nánar tiltekið á fimmtudaginn næsta, enn nánar tiltekið á Degi bókarinnar árið 2020, opnar ný bókabúð. Bókabúðin er í hjarta Reykjavíkur, nánar tiltekið á Óðinsgötu 7, nánar tiltekið á sama götuhorni og borgarstjórinn býr við. Bókaforlagið Dimma hefur flutt höfuðstöðvar sínar þangað og mun, eins og mörg önnur metnaðarfull og falleg bókaforlög, […]
Hvar er Sally Rooney?
Í nýlegu samtali við hina nýju stjörnu bókmenntanna Sally Rooney, (fædd 20. febrúar árið 1991) segir hún að hún hafi komið sér fyrir á fjarlægum og afskekktum stað þar sem hún hefur ekki aðgang að interneti og þar skrifar hún næstu skáldsögu sína og hún les samtímis allar bækur Margretar Drabble. Það er samt ekki […]
How many poets have perished at your festival?
„Kemur maður hjólandi / inn í stofuna hjá mér / eyrnastór og drýpur af honum / óeirðaolía …“ Svona hefst ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur „Heimsending“ sem er nú jafnframt orðið titilljóð ljóðabókarinnar Dostava do doma sem hefur að geyma makedónskar þýðingar Julijönu Velichkovska á úrvali ljóða Sigurbjargar frá ýmsum tímum. Útgefandi er forlagið PNV í Skopje. […]
Bókin sem kenndi mér að vera útlagi
Mörg bókin hefur skilið eftir varanleg ummerki í lífu mínu. Þegar ég var níu var það Njála, þrettán ára bækur Agöthu Christie, fimmtán ára Hringadrottinssaga, átján ára Heimsljós og nítján ára las ég Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur og allar bergmáluðu hátt í kollinum á sínum tíma og bergmálið dó aldrei alveg út. Upp úr tvítugu […]
Rangar skoðanir og skoðanafrelsi
Það gerðist í dag sem marga var farið að gruna. Fjórir meðlimir Den Danske Akademi sögðu sig úr hinni 20 manna nefnd. Að sumu leyti minnir hin danska akademía á sænsku akademíuna sem hefur verið í mikilli upplausn síðustu ár. Tilgangur hinnar dönsku akademíu er einnig að veita verðlaun, að vísu ekki nóbelsverðlaun, heldur veita […]
“Þú heldur þó ekki að þú getir drepið hann með ljóðinu þínu?”
Í dymbilvikunni var Friðrik Rafnsson að gramsa í tölvunni sinni og rakst þar á óbirta þýðingu sína á smásögunni „Níðvísan“ eftir fransk-marokkóska rithöfundinn Tahar Ben Jelloun. Ákvað hann í framhaldi að birta þýðinguna í þremur hlutum á facebókarsíðu sinni nú um páskanna, til að auðvelda vinum sínum og kunningjum að ferðast innanhúss, eins þeim hafði […]
Sálarmeðal?
Á þessum voðalegu tímum hafa ýmsir listamenn, þar á meðal rithöfundar, lagt sitt af mörkum til að hugga og hressa þá sem telja sig þjást þessa mánuði. Bandaríski rithöfundurinn Curtis Sitttenfeld hefur boðað heiminum sína aðferð til að sefa leiða og vonleysi og bendir á veg sem gæti lyft upp andanum. Hún stóð sig nefnilega […]
Tvær franskar skáldkonur fá mínus í kladdann
Frönsku skáldkonurnar Leïla Slimani og Marie Darrieussecq flúðu báðar París og kórónaveiruna í liðnum mánuði og hreiðruðu um sig í frístundahúsum sem þær hafa aðgang að fjarri borgarglaumnum. Og þær birtu báðar dagbókarskrif úr útlegðinni, annars vegar í Le Mond og hins vegar í Le Point, þar sem þær lýstu þeim hversdagslegu raunum sem þær […]
Áminning um að maður er á lífi
Við eitt af skrifborðunum á skattasérfræðingadeild endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sat ung kona og virtist bara sitja þar algerlega aðgerðarlaus. Skrifborðið var autt og þarna sat hún og starði út í loftið. Allir aðrir á deildinni virtust eiga ansi annríkt. Ef einhver kom og spurði hver hún væri eða hvað hún væri að gera sagði hún annað […]
Samtal um dauðann frá 1973
Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands (sem er nýbúin að senda frá sér örsagnaúrvalið Við kvikuna), birti nýlega á facebókarsíðu sinni hnitmiðað samtal tveggja nafntogaðra skálda sem áttu mikinn þátt í að beina athygli heimsins að suður-amerískum bókmenntum. Og hún var svo liðleg að gefa leyfi fyrir því að þýðing hennar á […]