Athugasemd við „Kastrup. Ferðin til Íslands“ skrifar Hrafnhildur Ragnarsdóttir

29. september 2020

Hver skaut hvern?
Kærar þakkir Snæbjörn fyrir ljómandi góðan pistil þar sem m.a. Arthur Rimbaud og Verlaine koma við sögu. En það hafa orðið „smávegis“ brengl, það var sumsé Verlaine sem skaut Rimbaud í ástríðufullu rifrildi þeirra félaga og var stungið í steininn fyrir vikið. Sálfsagt hafa hrunið yfir þig 100 leiðréttingar vegna þess arna, og bætist ég hér með í þann hóp!
Pétur er einmitt á kafi í Rimbaud þessa dagana að undirbúa ljóða- og tónlistardagskrá sem á að vera í Salnum í næsta mánuði þar sem þeir félagar koma báðir við sögu, Verlaine og Rimbaud. Ég hef notið góðs af þessu og fengið upplestra á völdum ljóðum eftir Rimbaud og alls kyns skrifum um snillinginn með morgun- og kvöldkaffinu við og við alveg síðan í sumar. Ægilega skemmtilegt 🙂 Ævinlega blessaður og njóttu Íslandsdvalarinnar, kæri Snæi! Hrafnhildur R

Hljóðskrá ekki tengd.