Dagar

Hvernig byrjar?

14. janúar 2023

Nú er að segja frá Búa. Þeim byrjaði seint og tóku Orkneyjar um haustið síðarla. Svona hefst tólfti kafli Kjalnesinga sögu. Þeim byrjaði seint. Ég er ekki það vel lesinn í Íslendingasögunum að ég hafi rekist á þessa notkun orðsins áður, ekki svo ég mun…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Kraken

4. janúar 2023

Vorið 2020, þegar fyrst heyrðist af pestinni sem stuttu síðar fékk nafnið Covid-19, þá birtust ógnvænlegar fréttamyndir frá Kína. Myndir frá sjúkrahúsum, myndir af götum úti, myndir af fólki sem dó bara þar sem það stóð, myndir af líkum á gangstéttum –…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Tíu verstu Topp tíu-listar allra tíma

2. janúar 2023

Nei. Djók. Ég er bara að velta fyrir mér hvað ég á að gera við þetta blogg. Ég er auðvitað líka að velta því fyrir mér hvað ég á að gera við þetta ár og þar með sjálfan mig. Tímann og mig. Það hvarflaði að mér að heita sjálfum mér því að blogga að minn…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Öndin milli flóða

1. janúar 2023

Rosa sterk „erindi mínu hér er lokið, fleira var það ekki“-tilfinning sem fylgir því að ljúka svona fínu jólabókaflóði. Fínu, ég á við móttökurnar. Takk. Innilega. Þetta hefur verið ljúft frí, jólin, millibilið og áramótin. Maginn fullur, hausinn tómur…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Að æfa sig

23. desember 2022

Eins og glaðvær æfing fyrir dómsdag, einhvern veginn þannig upplifi ég aðdraganda jóla. Frelsarinn fæddur, já já, en það er náttúrlega ekki svo einfalt. Barnið í jötunni er sama persóna og sagt er að snúi aftur einn daginn með lúðraþyt, plágum, eldi og…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Franskur bátur sem hét Íslenskur sjómaður

22. desember 2022

Í gær birti ég næstum nokkur orð hér um kvikmynd sem ég var þá nýbúinn að horfa á, en áttaði mig í miðjum klíðum á því að tveimur myndum hafði slegið saman í höfði mér, sem ég hafði séð sama kvöld, og það sem ég ætlaði að halda fram, það var bara vitle…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Reddingar og ráðaleysi

20. desember 2022

Að viðkvæðið Þetta reddast sé kjarni íslenskrar lífspeki og afstöðu til tilverunnar, sú hugmynd hefur nú verið endurtekin svo oft að hún er komin langt á veg að verða sönn. Auðvitað man ég eftir þessu viðkvæði úr bernsku. Stundum þegar ég stóð fra…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Bók, garður, egg og viðtal við vampíru

16. desember 2022

Ég ætla alls enga bókarýni að skrifa hér, ekkert í þá veru. Ég var hins vegar að lesa svo undurgóða bók að mér finnst óhjákvæmilegt að minnast á það. Seinna segi ég kannski hvaða bók það var. Hún er ekki á meðal þeirra sem komu út í haust, tilheyrir ek…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Sorg, fingur, stigar, axlir

15. desember 2022

Ég held að einhvers konar slit eigi sér stað ef við horfumst ekki í augu við sorg sem við göngum í gegnum. Eða stöndum frammi fyrir. Eða sem dynur á okkur. Þetta er ekki beinlínis nýstárleg kenning. Og ég er alveg áreiðanlega ekki bestur í að færa hana…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Frábærir hlutir, fimm

14. desember 2022

Enn hef ég víst aðeins lesið tvær bækur þessa yfirstandandi jólabókaflóðs: Útsýni Guðrúnar Evu og Millibilsmann Hermanns Stefánssonar. Þær eru báðar frábærar. Hér verður engin ítarleg rýni, ég ætla ekki að segja neitt umfram þetta, en það er dagsatt. J…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Að gefa í

12. desember 2022

Í sjónvarpsfréttum í gær, á sunnudag, heyrði ég orðalaginu „að gefa í“ bregða fyrir tvisvar sinnum. Annars vegar í samhengi við loftslagsmál, þar þurfa íslensk stjórnvöld að gefa í. Og fleiri. Það þurfa allir að gefa í. Í loftslagsmálum. Hin fréttin va…

Hljóðskrá ekki tengd.
Hús

Ritvinnsluforritið er ekki til

12. desember 2022

Ég er haldinn áráttu í garð nýrra forrita. Ég er ekki svona á símanum mínum, þetta er bundið við tölvuna og bundið við ákveðið samhengi: mig langar oft í nýtt ritvinnsluforrit. Ritvinnsluforrit er gamalt orð sem kannski á ekki lengur við. Þetta sem ég …

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Að vilja stríð

21. nóvember 2022

René Girard, fæddur 1923, dáinn 2015, fann nýja lesendur um það leyti sem hann dó, spurðist til mín upp úr því, ég þekkti ekki til hans áður. Á Wikipediu má lesa að verk hans nái yfir nokkuð margar fræðigreinar en séu þó fyrst og fremst bókfærð sem hei…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Ráf

20. nóvember 2022

Ég álpaðist inn á twitter af rælni? Eða hvað? Ég man ekki hvenær ég opnaði reikning þar. Miðillinn sjálfur segir að það hafi verið 2013, svo það hlýtur að vera satt, en ég held að ég hafi ekki notað hann að ráði fyrr en síðustu tvö ár. Ég hef frá uppha…

Hljóðskrá ekki tengd.
Dagar

Tilfinningar stillása

21. október 2022

Dagurinn eftir útgáfudag er skárri en útgáfudagur, eins og jóladagur er skárri en aðfangadagur, annar í jólum enn betri, þriðji í jólum loksins almennilegur. Útgáfudagur er samt skrítnastur allra ofantalinna. Á útgáfudegi er eitthvað mikið að gerast, e…

Hljóðskrá ekki tengd.
Annálar

Tugthúsið

8. október 2022

Hún er ekki komin út en hún er á leiðinni. Og heitir Tugthúsið. Bók sem ég byrjaði að undirbúa seinni hluta ársins 2019, fór svo að taka á sig mynd frá vorinu 2020. Mér skilst að hún eigi að birtast í búðum þann 20. október. Ef skipið ratar í land, aff…

Hljóðskrá ekki tengd.
Annálar

Ímyndunarveikin

2. maí 2022

„Sérfræðingar matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti.“ Það er ekkert lát á nýjum setningum þessa dagana. Ég hefði ekki séð þessa fyrir. Birtist í …

Hljóðskrá ekki tengd.
Annálar

Sérvitrir þessir kommúnistar

15. apríl 2022

Dauðsföll vegna Covid-19 teljast aðeins þau sem eiga sér stað af völdum sjúkdómsins innan 28 daga frá greiningu. Samkvæmt þeirri talningu hafa nú 73 manneskjur látist af völdum faraldursins á Íslandi það sem af er þessu ári, það er í omicron-bylgjunni….

Hljóðskrá ekki tengd.
Annálar

Afsakið heilaþoku

19. mars 2022

Dró til baka rangfærslu sem ég held að nógu fáir hafi lesið til að fjölyrða ekki frekar um hana að sinni. Leiðrétti þó efnislega ef einhver þörf reynist á.
The post Afsakið heilaþoku appeared first on Hús.

Hljóðskrá ekki tengd.