Microsoft hafa nefnt sinn fyrsta gervigreindarþjón Bing. Fleiri eru á leiðinni, innan skamms verður ýmis framleiðin gervigreindarþjónusta innbyggð í allan helsta hugbúnað þeirra, en Bing er fyrstur, hjálparkokkur samnefndrar leitarvélar. Hann getur spj…
Author: Haukur Már

Staðreyndir á þvælingi um stofuna mína
Í fyrsta lagi hversu hátt hlutfall þess sem er að frétta er nú það sama hjá fólki, ekki bara í allri borginni, í öllu landinu, í allri álfunni, heldur í öllum heiminum. Þetta hlutfall snarhækkaði líklega með Covid – og —
The post Staðreyndir á þvælingi…

Þegar skeytingarleysi varð skylda
Frá því ég man eftir mér dúkkaði þetta orðalag endrum og eins upp kollinum, þegar einhver þótti mjög vafasamur gaur, að „hann myndi selja ömmu sína“ ef eitthvað og eitthvað. Ef tilefni væri til. Eitthvað á því græðandi. Nú heyrist —
The post Þegar skey…

Takk fyrir, Ōe
Japanski rithöfundurinn Kenzaburō Ōe var að deyja. Hann varð 88 ára. Hér er bloggfærsla frá 2017, þar sem ég minnist á hann. Það var bara um daginn, en samt er of langt síðan til að ég muni hvað var í —
The post Takk fyrir, Ōe appeared first on Hús.
…

„Eigum við eitthvað að vera að púkka upp á þetta gamla fólk? Eða fólk með alvarlega sjúkdóma?“
Fyrsta dag þessa marsmánaðar birti Landlæknir ný gögn um dauðsföll af völdum Covid-19 á árinu 2022. Í ljósi umframdauðsfalla sem urðu á sama tíma og þrjár stærstu Covid-bylgjur ársins risu hæst telja sérfræðingar að um 400 manns hafi látist hér —
The p…

„… geti haft langvinn áhrif á nær öll líffæri og líffærakerfi líkamans, vikum, mánuðum og mögulega árum eftir smit“
CDC stendur fyrir Centers for Disease Control and Prevention. Þessi stofnun er ígildi embætti sóttvarnalæknis á Íslandi. Meðal þess sem stofnunin gefur út eru skjöl sem heita „Vital Statistics Reporting Guidance“. Þetta eru leiðbeiningar til heilbrigði…

Að skrúfa niður bílrúðu og spyrjast til vegar
Um daginn sá ég spurt, líklega á twitter, hvernig fólk hefði ratað um fyrir tíma snjallsíma, hvort það hefði gengið um með götukort í vasanum. Þá rifjaðist upp fyrir mér, alls ekki í fyrsta sinn, svo lítið atvik að það —
The post Að skrúfa niður bílrúð…

Listin að fela 400 lík
Það fór svo furðu lítið fyrir útgáfu bókarinnar LTI í íslenskri þýðingu Maríu Kristjánsdóttur árið 2005, að enn í dag er farið rangt með nafn höfundarins á síðu útgefandans: Hann hét ekki Klamperer heldur Klemperer, Victor Klemperer. Bókin rataði í —
T…

Gervisteinn
Ég bað vitvélina Bing um að skrifa miðlungslanga, fagmannalega bloggfærslu um „Áhrif Steins Steinarrs á íslenska ljóðagerð“. Á íslensku. Úr varð þessi draumkennda blanda af raun og ímyndun, réttu orðfæri og röngu: B „Áhrif Steins Steinarrs á íslenska l…

Tugthúsið sem hljóðbók
Fyrir örfáum dögum síðan kom Tugthúsið út sem hljóðbók. Pétur Eggerz les, Sindri Freyr pródúseraði og annaðist um leið þá tónvinnslu sem grafísk element í bókinni kröfðust. Það er ekki mitt að mæla með textanum en ég mæli heilshugar með —
The post Tugt…

Allir mávar eru jafn stórir
Fastagestir á þessu bloggi eru ekki margir og hugsanlega er ég að ávarpa alfarið ímyndaðan lesanda þegar ég segi: þið sjáið að ég er að prófa mig áfram með taktík hérna, ég er að láta eins og ég hafi frá —
The post Allir mávar eru jafn stórir appeared …

Að vera bátur
Nú sinni ég nefndarstörfum í fyrsta sinn frá því í menntaskóla. Það er í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Nefndin hefur enn ekki fundað, hún þarf að gera það á næstunni, í eitt skipti, og jafnharðan verður hún lögð niður. Mér —
The post Að vera bátur appea…

Svo gallað að það virðist mennskt
Eftir nokkuð langa bið var úrkomulaust og bjart í dag – klukkan er orðin hálfsex síðdegis og ég þori næstum því að segja: í allan dag. Það var gott veður í allan dag. Ég mælti mér mót við vin, við gengum —
The post Svo gallað að það virðist mennsk…

Nýr hnappur
Gestir Húss geta nú valið um dark mode, sem er grunnstilling, þá er þetta blogg án faraldurs, púff, það er hreint eins og hann hafi aldreið orðið, eða light mode, sem birtir allar færslur, að umfjöllun um faraldurinn meðtalinni. Hnappurinn —
The post N…

Stríðið, plágan og vinnumarkaðurinn: jafnvægislist dauðans
Nú á mánudag birti CNBC frétt undir fyrirsögninni Long Covid has an ‘underappreciated’ role in labor shortage, study finds eða: Samkvæmt rannsókn á Long Covid vanmetinn þátt í skorti á vinnuafli. Hversu veigamikinn þátt? Um 23 milljónir Bandaríkjamanna…

Góðu fréttirnar: slæmu fréttirnar
Ég gæti haldið áfram að renna yfir tíst dagsins eins og ég gerði í gær, en seinna um daginn urðu meiri tíðindi en svo, sem varða þessa króníku. George Monbiot heitir gamalreyndur blaðamaður við The Guardian. Hann hefur árum saman —
The post Góðu frétti…

Adam og Eva í eldhúsinu sínu í Paradís
The post Adam og Eva í eldhúsinu sínu í Paradís appeared first on Hús.

Er þetta skógur eða er bara allt fullt af trjám?
Veruleikinn heldur áfram að vera klofinn hér við tölvuskjáinn minn. Eða svona. Annars vegar allt fólkið sem talar um „í Covid“ í þátíð og meinar tímann þegar stjórnvöld brugðust við faraldrinum, árin 2020 og 2021. Þau segja líka „eftir Covid“ og —…

Eldhús header
The post Eldhús header appeared first on Hús.

En þegar úlfaprófessor í stöðu úlfamálaráðherra hrópar „Úlfur“? —Um bilaða tekatla í Davos
World Economic Forum heitir samkoman sem árlega er haldin í skíðaþorpinu Davos í svissnesku ölpunum. Þetta er tíu þúsund manna bær, hálf Akureyri, en líklega er hvorki bær né þorp góð þýðing á resort. Spa, nema með snjó? Heiti samkomunnar sjálfrar er l…

Hvað er, segirðu, svona áhugavert við þessa tusku?
Af öllu því sem mannfræðingurinn David Graeber skrifaði sitja nokkrar línur fastar í mér en aðrar. Ein þeirra er: það mikilvægasta er ekki alltaf það áhugaverðasta. Það er í bókinni The Utopia of Rules sem þessi ábending birtist. Í bókinni setur hann f…

Hvernig byrjar?
Nú er að segja frá Búa. Þeim byrjaði seint og tóku Orkneyjar um haustið síðarla. Svona hefst tólfti kafli Kjalnesinga sögu. Þeim byrjaði seint. Ég er ekki það vel lesinn í Íslendingasögunum að ég hafi rekist á þessa notkun orðsins áður, ekki svo ég mun…

Kraken
Vorið 2020, þegar fyrst heyrðist af pestinni sem stuttu síðar fékk nafnið Covid-19, þá birtust ógnvænlegar fréttamyndir frá Kína. Myndir frá sjúkrahúsum, myndir af götum úti, myndir af fólki sem dó bara þar sem það stóð, myndir af líkum á gangstéttum –…

Tíu verstu Topp tíu-listar allra tíma
Nei. Djók. Ég er bara að velta fyrir mér hvað ég á að gera við þetta blogg. Ég er auðvitað líka að velta því fyrir mér hvað ég á að gera við þetta ár og þar með sjálfan mig. Tímann og mig. Það hvarflaði að mér að heita sjálfum mér því að blogga að minn…

Öndin milli flóða
Rosa sterk „erindi mínu hér er lokið, fleira var það ekki“-tilfinning sem fylgir því að ljúka svona fínu jólabókaflóði. Fínu, ég á við móttökurnar. Takk. Innilega. Þetta hefur verið ljúft frí, jólin, millibilið og áramótin. Maginn fullur, hausinn tómur…

Að æfa sig
Eins og glaðvær æfing fyrir dómsdag, einhvern veginn þannig upplifi ég aðdraganda jóla. Frelsarinn fæddur, já já, en það er náttúrlega ekki svo einfalt. Barnið í jötunni er sama persóna og sagt er að snúi aftur einn daginn með lúðraþyt, plágum, eldi og…

Franskur bátur sem hét Íslenskur sjómaður
Í gær birti ég næstum nokkur orð hér um kvikmynd sem ég var þá nýbúinn að horfa á, en áttaði mig í miðjum klíðum á því að tveimur myndum hafði slegið saman í höfði mér, sem ég hafði séð sama kvöld, og það sem ég ætlaði að halda fram, það var bara vitle…

Reddingar og ráðaleysi
Að viðkvæðið Þetta reddast sé kjarni íslenskrar lífspeki og afstöðu til tilverunnar, sú hugmynd hefur nú verið endurtekin svo oft að hún er komin langt á veg að verða sönn. Auðvitað man ég eftir þessu viðkvæði úr bernsku. Stundum þegar ég stóð fra…

Boltar, bílar og blautir fætur annars fólks
Ég hef horft á fótboltaleiki. En þegar það hefur gerst þá hefur það verið af áhuga á félagsskap annarra sem horfðu á leikina frekar en af áhuga á fótboltanum sjálfum. Ekki svo að skilja að mér hafi leiðst, alls ekki, en þau skipti sem þetta hefur gerst…

öðru megin hinu megin
The post öðru megin hinu megin appeared first on Hús.