Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Við þessar aðstæður hefði verið eðlilegt að hverfa aftur til eðlilegs lífs. Er ekki kominn tími til að lifa eðlilegu lífi? Við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlile…
Author: Haukur Már Helgason

Von Þröm
Hæ. Ég fann leið til að blogga án þess að þurfa að opna bloggið sjálfur, ég get haldið mig alfarið baksviðs. Ég held að ég hafi þróað með mér einhvers konar netkvíða. En svona er þetta ágætt. Á eitthvað skylt við að hvísla. Mig langar samt eiginlega ek…

Nú er allt umferð
Ég leit á safn með vini mínum. Nú þegar ég reyni að gera mér mynd af gestunum á safninu, þá get ég ekki fullyrt að þau hafi verið með grímur. Eða jú, ég get fullyrt það því ég veit að almennt og yfirleitt gengur fólk með grímur í svona rýmum þessa daga…

Nýtt stafrófskver
The post Nýtt stafrófskver appeared first on Hús.

Réttmæti þess að ganga yfir götu
Kaupmannaskólinn. Ég nenni ekki að fá á mig holskeflu af viðbrögðum frá nemendum kaupmannaskólans og ég vil heldur ekki raska því viðkvæma jafnvægi sem þetta hlýtur allt að hvíla á, vil ekki setja þetta úr skorðum, þetta vistkerfi, svo ég sé hvort ég k…

Haukur afi
Afi minn dó á dögunum. Segir maður svoleiðis? Ég veit að hann lést og hann andaðist, það er í það minnsta það sem gerist í útvarpinu. Hann er farinn, þannig segir maður það kannski oftast innan fjölskyldunnar. Hann fór. Hann dó. Ég skrifa ekki minninga…

Lýðveldið Ísland sakfellt fyrir undirlægjuhátt
Ég slæ inn „lögregla þurfti að“ og fæ 4.800 niðurstöður. Lögregla þurfti að beita piparúða. Lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu. Lögregla þurfti að beita táragasi. Lögregla þurfti að hreinsa hústökufólk úr húsi við Vatnsstíg. Lögregla þurfti að …

Tjáningar- og fundafrelsi: Landsréttur ákveður hvort mótmæli mega valda ónæði
Mánudagsmorguninn 16. nóvember 2020 fengum við Dísa far með mömmu að húsi Landsréttar í Kópavogi. Þar voru örfáir komnir á undan okkur og annað eins bættist síðan við, til að fylgjast með framhaldi Samstöðumálsins, sem svo hefur verið nefnt: máli ríkis…

Að hjúkra sjúkum er eins og að smíða bíl
Hugmyndafræði síðkapítalismans heitir nýfrjálshyggja en aðferðafræði hans heitir LEAN. Á íslensku hefur hún verið nefnd „straumlínustjórnun“. Upp til hópa vilja stjórnendur fyrirtækja auðvitað lágmarka kostnað og hámarka ávinning, það er hvorki nýtt né…

Innflytjendastefna í heimsfaraldri
„Það kom mér á óvart hvað kom mikið af undanþágubeiðnum frá atvinnulífinu. Það virðist vera að erlent vinnuafl skipti mjög miklu máli fyrir bara alla starfsemi hér innanlands. Fiskiðnaðinn, útgerð, iðnað, stóriðju, nefndu það. Og þetta byggir allt á þv…

Minningarorð um afa minn, Einar Magnús Guðmundsson (1930–2020)
Afi minn hefði orðið níræður nú síðsumars en er fallinn frá. Hann hét Einar Magnús Guðmundsson, fæddist og ólst upp í Reykjavík, unglingur þegar heimsstyrjöldinni lauk, kommúnisti, kennari, vélstjóri og leikari, gefinn fyrir skáldskap, frekar kíminn en…

Þessi barbaríis gullöld
Árið 1836, fyrir nær tveimur öldum síðan, stóð í fréttaritinu Sunnanpósturinn: „Þegar vér með athygli lesum fornsögur Íslendinga, er hörmulegt að heyra hversu forfeður vorir létu, margir hverjir, hefndargirni sína drepa niður allri föðurlands ást; þeir…

Að eyðileggja tungumál
Skyndiárásar-kjarnorkukafbáturinn USS Indiana er mættur í landhelgina, til þátttöku í kafbátaheræfingu NATO, Dynamic Mongoose, sem er nú haldin á Íslandi og hófst í dag, 29. júní 2020. Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Roosevelt er líka mætt. Og þrett…

Nýyrðið „löggæslutilgangur“, orðavaðall sem kamúflas: Njósnalögin 2019
Nú undir miðjan júní, 2020, höfðu fjölmiðlar það eftir yfirlögregluþjóni að lögreglan hafi fengið heimild til að vísa frá, við landamærin, hverjum sem henni virðist ekki „líklegur til að fylgja sóttvarnarráðstöfunum“. Þessi heimild hljómaði svolítið óv…

„Ísland er fullkomin tilraunastofa til að rannsaka Covid-19“
„Landið er öruggt núna og í raun laust við smit, Covid-safe.“ Þetta sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, á málþingu Út úr kófinu, sem Háskóli Íslands hélt þann 3. júní sl. Stjórnmálamenn og forráðamenn almannavarna sem annars hafa, skiljan…

Fyrirspurn send Forsætisráðuneytinu 8. júní 2020
Mánudaginn 8. júní 2020 hélt forsætisráðherra blaðamannafund, ásamt þríeyki Almannavarna, til að kynna tilhögun veiruskimunar á landamærum Íslands sem ráðgert er að hefjist viku síðar, 15. júní. Meðal þeirra spurninga sem þar var ekki spurt og því vita…

Vei! Veira! Meira!
Mér finnst íslenskir fjölmiðlar – og samfélagsmiðlar í bland – heildarstemningin á landinu, jafnvel – hneigjast heldur til þagnar. Eða hvað á að kalla það. Bíða í ofvæni eftir því, um leið og eitthvert viðfangsefni krefur okkur um hlustun, um…

Svartir þrælar Danmerkur í Ameríku sáu Íslandi fyrir sykri og sjálfstæði
Dansukker Danir báru ábyrgð á hlutskipti um eitt prósent alls þess fólks sem Evrópuríki fluttu í þrældóm frá Afríku til Ameríku: af 10–12 milljónum alls voru 111.000 hlekkjaðir og fluttir milli álfanna í skipum dönsku krúnunnar og danskra fyrirtækja. S…

Hverju breytir veiran ef einhverju?
Houllebecq segir hana vera banal, hún sé ekki einu sinni kynsjúkdómur. Og muni engu breyta. Žižek segir þörf á kommúnisma til að díla við áskorun svona pestar, og á við, sýnist mér, að minnsta kosti einhvers konar alþjóðlegan samráðsvettvang með valdhe…
Áhyggjuleysið verðmætari samfélagsleg gæði en túrisminn 2020, segja læknir og hagfræðingur
„Við sem þjóð ættum að fá að njóta veiruleysis aðeins lengur“ voru lokaorð Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis við Landspítalans, í erindi sem hún flutti á málþinginu Út úr kófinu í hátíðarsal HÍ í á miðvikudag. „Ekki rétta leiðin enda falskt …
Gljúpa efnið kannski
Minnisblað Sóttvarnalæknis um útfærslu á opnun landamæranna, sem ríkisstjórnin fundaði um á þriðjudag, geymir ekki eina heldur nokkrar tillögur. Ein þeirra er að fólk sem hefur smitast af Covid-19 og var greint í tæka tíð til að bera trúverðugt vottorð…
Tvö skjöl
Tvö plögg birtust í dag, 2. júní 2020, til grundvallar ákvörðun stjórnvalda um sóttvarnir á landamærum á næstunni. Annað er hagrænt mat fjármálaráðuneytisins, hitt er minnisblað Sóttvarnalæknis. Fjármálaráðuneytið virðist bæði uggandi og hikandi en leg…
Hagsmunirnir
Gleymum persónugalleríinu og gáum til hagsmuna: DeCode Genetics er dótturfyrirtæki bandaríska lyfjaframleiðandans Amgen Inc. Amgen er í dag metið á um 130 milljarða bandaríkjadala eða fimmfalda landsframleiðslu Íslands árið 2018. Hlutverk deCode innan …
Blaðamennska í pestinni – örfá orð um forsendur
Banvæn pest, banvænn veirusjúkdómur – síðasti heimsfaraldur hófst upp úr 1980. Og hliðstæðurnar milli HIV og kórónaveirunnar eru forvitnilegar – ég meina ekki veirufræðilega, sem ég hef auðvitað ekki hundsvit á, og ég á ekki einu sinni við sjúkdóm…
Stjórnendur ferðafyrirtækja ræddu saman, finnst þú ættir að taka stærri sénsa, spyrja „eða ertu skræfa?“
Sundlaugar opna, barir opna, takmörk á samkomum eru rýmkuð, undir vissum aðstæðum má slaka á 2ja metra reglunni, og svo framvegis. Þetta eru allt tilslakanir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra. Enn ríkir neyðarstig almannavarna,…
Sóttkvíin Ísland
Í gær, þriðjudaginn 12. maí, kynnti ríkisstjórnin áform um að opna landamæri, falla frá skyldusóttkví komufarþega og markaðssetja íslenska ferðaþjónustu fyrir 1,5 milljarð króna á erlendum mörkuðum. Landkynning verður það, ekki landfæling. Gott og vel….
Heimsmarkaðsverð á hugarró
Pestin gerði okkur öll fátækari. Margt sem okkur hefur þótt verðmætast er skyndilega utan seilingar, ýmist hættulegt eða bannað. Að faðma vin, sitja á bar, ferðast milli landa: hættulegt eða bannað. Bjóða í mat, fara í bíó, sækja tónleika. Það þarf ekk…
78% frétta greina ekki frá atburðum
„Önnur lönd“ er aðeins orðalag sem við beitum til að skýra hvaðan ferðamennirnir koma. Enginn veit hvaðan þeir koma. Við vitum bara að umheimurinn er ekki til. (Nema Kanarí. Kanarí er til, þar er Klörubar.) —Mætti ætla af meðfylgjandi skjáskoti af fors…