Veraumkun á sjer samheitið „hannúð“ og er mjer ofarlega í huga í dag eftir lestur á ýmsum stóryrðum um þá ákvörðun Endurmenntunar HÍ að segja upp námskeiðskennaranum Kristjáni Hreinssyni, sem þar hefur starfað í fjóra vetur. Þetta þykir mörgum jaðra við hjeraðsbrest eins og öllu betra skáld en KH orti um á sínum tíma en…
Author: Gísli Ásgeirsson
„Að standa með strákum“
Jeg smelli enn á greinar um skólakerfið því 22 ára kennsluferill forðum daga situr í mjer eins og ókreistanlegur fílapensill. Þessi stutti pistill Sigurvins Jónssonar hefur smellubeitu í fyrirsögn því þótt almennt sje einboðið að vernda hagsmuni barna og veita þeim stuðning, virðist halla meira á drengi en stúlkur og því verða svona pistlar til.…
62 einingar
Háskólaönnin er 13 vikur og síðan tekur við bið eftir einkunnum. Sú síðasta datt inn í gærkvöldi og þar með eru 62 einingar í höfn, grunndiplómanámi er lokið en jeg veit ekki hvort jeg fái skírteini afhent með þar til bærum hætti, enda skiptir það engu máli. Meðaleinkunn á vori er 7.5. Eins og sjá…
Í beinni í strætó
Fyrir hartnær fjórum árum var ég beðinn að hætta að hlusta á Útvarp Sögu eða Stútvarpið, eins og gárungarnir kalla stöðina, því stundum fór ekki á milli mála þegar viðkomandi stjórnandi hafði fengið sér í aðra tána og drafaði í símatímanum. Það er ekki grín gerandi að áfengisvanda fólks og ég efa ekki að Stútvarpið…
Spjallmenni fellur á prófi
Í skólanum mínum er stundum rætt um gervigreinina og spjallmenni framtíðarinnar, þ.e. ChatGPT, sem minnst var á í umfjöllun hér á síðunni og birtur texti sem við fyrstu sýn virkar sannfærandi með snyrtilega uppröðun atriða og soleis. Ég viðurkenni að hafa skautað yfir, afar lauslega, en úr því var bætt í morgun. Þá kom í…
Spjallmenni les fyrir próf
Þetta er Simon Bolívar, El Libertador eins og hann er nefndur í Rómönsku Ameríku. Hann náði mörgum löndum undan hrammi Spánverja og þótt hugmyndir hans um Stóru-Kólumbíu hafi ekki náð fram að ganga, þá voru of mörg fjallaljón á veginum. Nú erum við að lesa fyrir próf sem verður eftir sirka tvær vikur og höfum…
Kyn og kynvilla
Spænsk málfræði er einföld. Þetta hélt ég framan af, þegar ég komst að því að kyn nafnorða eru bara tvö, karlkyn og kvenkyn, fallbeygingar þekkjast ekki og starfsheiti eru kynbundin eins og sjá má af ofangreindri mynd. Karlkynsorð enda á O en kvenkynsorð á A með örfáum undantekningum. Einfalt og þægilegt. Þarna vantar slatta af…
„Ertu viss um að þetta hafi verið Makbeð?“
Eftir leikhúsferðina í gærkvöldi þar sem við sátum í stóra salnum í Borgarleikhúsinu, sem var að vísu frekar strjált setinn á aftari bekkjunum, rifjaðist upp gamall brandari úr Útvarp Matthildur, þar sem Lúðvík Jósefsson Stalín er í viðtali og til umræðu er Jósef Vissarionovits Djúgasvíli, oftast kallaður Stalín.. Þar er lokasetningin þessi: ”Ja, ég sá…
Langelstur í bekknum
Á liðnu vori afþakkaði jeg síðasta tilboðið um þýðingarverkefni og hef síðan ekki þegið laun fyrir vinnu. Fyrir vikið varð til tími sem jeg vildi gjarna nýta í eitthvað skikkanlegt og eftir nokkurra ára gutl við spænskunám með aðstoð Duolingo.com, áræddi jeg að stíga skrefið til fulls og skrá mig í háskólanám. Skráningin var ekki…
Mamma þrífur…
Á skjáskotinu hjer að ofan má sjá upphaf á kvæði eftir Skerjafjarðarskáldið mikilvirka. Í hans verkum ber kappið jafnan fegurðina ofurliði og er magn haft í hávegum fram yfir gæði. Skáldið setti mig í blokk fyrir margt löngu því það er viðkvæmt og þolir illa aðfinnslur, enda vant hrósi á hverjum degi frá aðdáendum sem…
Grimm og guðlaus hjörtu
Kattafólk og kattaeigendur hafa stofnað marga hópa á fjesbókinni. Sá fjölmennasti, Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir, hýsir rúmlega 27 þúsund limi. Árviss umræða er þar og víðar um útivist katta og leggja margir eigendur mikið á sig til að halda þeim inni af meintri tillitssemi við smáfugla. Reynslusögur upplýsa andvökunætur sem skapa…

Fegurðarmolarnir
„Brosað gegnum tárin“ býr yfir ótal fróðleiksmolum eða fegurðarmolum eins og þeir voru kallaðir á sínum tíma. Hér er brot af þeim bestu. María Guðmundsdóttir, úngfrú Ísland, 1961, var ákaflega vel mæld af dómnefndinni. 174 cm á hæð, brjóstmál 90, mitti 56, mjaðmir 90, ökkli 21 cm og háls 31. Síðastnefnda talan vekur þá spurningu…

Hreyfisokkar
Virtur sérfræðingur í heilbrigðismálum sagði einu sinni: „Ef efnið er auglýst í Fréttablaðinu, er það sennilega gagnslaust.“ Á tímabili þráaðist ég við, keypti þriggja mánaða skammta af Liðaktíni, Nútrilenk og SagaPro en fann eingöngu fyrir umtalsverðri lækkun lausafjárstöðu. Heilsubætandi áhrif voru engin. Eftir þetta gerðist ég áhrifavaldur og heilsumarkþjálfi og tel mig hafa slegið í…

Vondur matur
Vondur matur er smekksatriði. Þar sem vart varð við hneykslun á netinu vegna saklausra ummæla á Rás 1 um að lifur í gamla daga hefði verið vond, vaknaði í mér matarbloggarinn sem illu heilli hefur lengi legið á meltunni. Grænmetisætur og lifrarunnendur eru hér með varaðir við og þurfa ekki að lesa lengra. Á borðum…

Maðurinn með tittlinginn
Gott er að halda til haga leirburði sem slettist á netið, áður en hann hverfur í hyldýpið. Vegna fyrirspurnar eru hér tilfærðar svonefndar tittlingsvísur í tilefni af kosningaúrslitum næturinnar: Upphafið Haustið 2018 fóru nokkrir þingmenn Miðfokksins á Klausturbarinn og töluðu þannig um fólk að öðrum ofbauð en ekki þeim, því þeir voru að sögn formanns…

Sæklóþonþus dagsins
Fyrirvari: Ég kann vel að meta framtak Cyclothonsins að safna fé fyrir gott málefni og auðvitað er miður að innkoman stendur ekki undir væntingum. Til að áheitasöfnun gangi vel þarf upplýsingaflæði að vera gott og SíminnCyclothon hvetur fólk til að fylgjast með líksíðu sinni á Fésbók til að „missa ekki af neinu“. Þar var sett…

Að skrifa til að muna
Minnið er eins og illa skipulagður harður diskur í gamalli tölvu. Þar er margt sem best væri að gleyma. Annað þarf að leita uppi og það tekst sjaldan. Þessari vísu hafði ég til dæmis gleymt fyrir löngu og ég veit að Sérríður, meint vinkona okkar, sendir mér ekki fleiri af þessu tagi. Ég gleymi því…

Hannes og Davíð
Þegar stigið er á skottið á Davíð Oddssyni, bregst ekki að Hannes geltir fyrir hönd þeirra beggja eins og góðum heimilishundi í Hádegismóum sæmir.

Bíll er besta vopnið
Ég ætla engan að drepa. En ef til þess kemur er ljóst að dómskerfið hefur kennt mér bestu aðferðina. Þetta er frétt frá 2014 um hörmulegt banaslys, eins og banaslys eru alltaf. En þetta var sérlega slæmt og olli mikilli reiði í samfélaginu og umræðu á miðlum þess. Vísað er í tengdar fréttir af slysinu…

Söfnuðust saman á Geirsnefi í minningu hundsins Lúkasar
Úr skúmaskotum netsins… „Hátt í 150 manns söfnuðust saman á Geirsnefni við Elliðaárvog í klukkan 20 í gærkvöld til að minnast hundsins Lúkasar sem hlaut grimmilegan dauðdaga á Akureyri 16. júní síðastliðinn. Fimm piltar settu hundinn sem týnst hafði frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann gaf…

Á 100 í spandexi
Að búa til óvin, jafnvel strámann, er góð skemmtun. Sameiginlegur óvinur sameinar fólk og herðir í trú sinni, stemmarinn í bergmálshellinum verður góð því öll eru sammála og geta talað óhindrað upp í eyrun á hinum. „Uppáhalds“ strámaðurinn minn, eða staðalímynd, ef það er betra orð, er hjólreiðamaður í spandexi sem fer um borgina á…

Örleikrit í beinni
Síminn hringir: -Já. -Gulla mín, Gulla? -Já! -Þetta er pabbi, gætirðu kíkt á vefmyndavélina frá gosinu? -Já, bíddu aðeins. -OK, erum við mamma þín fyrir framan vélina núna?“ -Já?! -Sérðu okkur vel? Þurfum við ekkert að færa okkur? -Nei. Ég sé reyndar ekki gosið núna, en …. -Ok, bless vinan, við þurfum að hringja í…

Ekki aprílgabb
Þessi mynd sýnir gatnamót sem tengja Garðabæ og Hafnarfjörð. Þarna mætast gamli Álftanessvegurinn og Herjólfsbrautin. Ég hef farið þarna um á hjóli, bifreið og tveimur jafnfljótum síðan 1986 og man vel eftir umkvörtunum íbúa sem sögðu varla hægt að leyfa börnum að leika sér úti vegna hraðrar umferðar. Undir það mátti taka því ökuhraði var…

Óhæfur þýðandi
Amanda Gorman hreif alla við innsetningu Joe Biden í embætti forseta BNA þegar hún flutti ljóðið „The Hill We Climb“. Það er best í flutningi höfundar en einnig áhrifamikið aflestrar og freistandi viðfangsefni þýðenda víða um heim, enda standa nú yfir tilraunir hér og þar að snara því á önnur tungumál. En það er þrautin…

Orð og óorð
Örsaga af skraflmóti. Ég lagði niður orðið KAXI. „Hvað þýðir þetta?“ spurði andstæðingur minn og íhugaði að véfengja. „Ég veit það ekki“ svaraði ég. „Þetta er bara skraflorð.“ Eftir stutta umhugsun héldum við áfram. Hvorugt okkar vissi merkingu orðsins. Það skipti heldur ekki máli. Í skrafli þarf fólk ekki endilega að skilja orð. Bara vita…

Púngar tilverunnar
Ég fagna því alltaf þegar GT (google translate)-starfsmenn fjölmiðla fá að láta gamminn geysa. Þá eru beinþýðingar víða og vekja jafnan kátínu. Þetta er brot af því besta þar til ég nennti ekki að hirða fleiri skjáskot. En púngar eru víða.

SS miðlarnir
Í dag varð jarðskjálfti ef marka má Fésbókina þar sem annar hver notandi og amma háns tilkynnti samviskusamlega um titring í nærumhverfi. Ég saknaði þess þegar leið á daginn að hafa ekki fengið viðvörun frá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en þar starfa miðlar, sjáendur, heilarar, transheilarar, englafræðingar og spilaspekingar sem hefðu getað notað þetta frábæra tækifæri til…

Adda drullar upp á bak
Barnabækur æsku minnar þættu ekki krassandi nútildags. Ég las ævisögu Tom Swift mér til óbóta þar sem hann var átján ára í tíu bókum og smíðaði alls kyns maskínur á einu ári sem venjulegt vísinda-og verkafólk er áratugi að koma á koppinn.Fimm-bækurnar voru ekki mikið skárri þar sem börnin eltust mjög hægt, fóru oft í…

111. meðferðin
Hafnfirðingar hafa ýmislegt á samviskunni. Við sem búum í hlaðvarpa Sædýrasafnsins erum reglulega spurð hvar apabúrið sé og hvort kengúrunum sé kalt. Spyrjendur eru á hafnarfjarðarbrandarastiginu og hlæja mest að eigin fyndni en heimamenn víkja talinu að öðru. Þetta var smánarblettur á orðstír bæjarins og á ekki að gleymast. Engu að síður eiga miðaldra Hafnfirðingar…

Raunir kvennalandsliðsins
Að fagna sigri er góð skemmtun. Þá þykir mörgum gott að fá sér mjöð í glas, jafnvel áfengan, og skála fyrir áfanganum. Fyrir vikið hafa sumir verið settir út af sakramentinu fyrir vikið, sendir heim eða settir út úr hópnum. Með einum staf til viðbótar verður til „Heilbrigð skál í hraustum líkama„. Á Kóvit-tímum þykja…