Það er ekki nema mánuður frá því ég ákvað að skoða blúsárið og gera einhvers konar lista yfir bestu plötur ársins. Einsog allir hinir tónlistarbloggararnir. Það er ekki ósvipað að leita að góðum nýjum blúsplötum og að finna góðar nýjar ljóðabækur …
Author: Eiríkur Örn Norðdahl

Drottning, þrír kóngar og og handfylli af jólasveinum – tíu bestu jólablúsarnir
Jólin eru sá tími árs þegar þeim sem á annað borð líður illa, líður verst. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það sé nokkuð úrval til af jólablúsum. Þá er auðvitað „jólalagið“ sem konsept líka hækja sem margir grípa til af ýmsum ástæðum – BB K…

Blúsinn og veiran: „You Better Close Your Public Schools“
Um þriðjungur mannkyns mun hafa fengið spænsku veikina á sínum tíma í fjórum bylgjum og á bilinu 17-50 milljónir manns féllu í valinn. Faraldurinn hófst árið 1918 og stóð til 1920, þegar fyrsta blúsbylgjan hófst fyrir alvöru með Crazy Blues með Mamie S…

50 ár frá dauða Jimi
Það er 18. september 2020 og því liðin slétt 50 ár frá því Jimi Hendrix dó, 27 ára gamall, einsog Robert Johnson, Janis Joplin og allir hinir. Hér eru tvö lög af því tilefni.

Gatewayplatan: Freakshow með Bulletboys
Björn Halldórsson rithöfundur spurði á dögunum um „gateway“-plötur twitter-fylgjenda sinna. Spurninguna orðaði hann svona: Hver var „gateway“ platan ykkar? Fyrsta platan sem lét ykkur taka harkalega beygju inn á ókannaðar slóðir á jaðrinum (hvað …

Uncle Doghouse ásamt gestum á Bankiren í Västerås – og tvífari vikunnar!
Í gærkvöldi lék hljómsveitin Uncle Doghouse á knæpunni Bankiren í Västerås. Gestur var gítarleikarinn og söngvarinn Thomas Hultman og upphitun var í höndum ungs deltablúsleikara sem kallar sig Preachin’ Lips. Í salnum var meðal annars hinn frægi Kjell …

Hókus Pókusmaðurinn Peps Persson (og þrífarar vikunnar)
Ég var að róta í vínylkassanum í Musikshopen á dögunum og rakst þá á þennan titil. Blues På Svenska með þeim Peps Persson og Slim Notini. Ég hafði aldrei heyrt á þá minnst áður en þessi Peps virkaði svo ótrúlega kunnuglegur samt. Lögin á plötunni …

Sweet Home Chicago – lengri leiðin
Þegar maður gúglar frægasta blúslagi allra tíma – Sweet Home Chicago – eru Blues Brothers það fyrsta sem kemur upp. Ég er nú gjarn á að halda uppi vörnum fyrir þá Dan Akroyd og John Belushi, að ekki sé minnst á þá stórkostlegu hljómsveit sem þeir …

Karate Kid og Krossgöturnar
Það hefur verið hljótt á blúsblogginu í nokkrar vikur en blúsbloggarinn hefur alls ekki slegið slöku við. Ég hef legið í ævisögum og fræðiritum – Say No To The Devil: The Life and Musical Genius of Reverend Gary Davis, Josh White: Society Blues; Charle…

Úlfurinn og ýlfrið
Ég er að klára ævisögu Howlin’ Wolf. Moanin’ at Midnight eftir James Segrest og Mark Hoffman. Ég ætla sosum ekki að hafa um hana mörg orð. Bókin er samt fín og þetta er svolítið svakaleg ævi. Wolf er þarna alveg frá fyrstu dögum deltablússins en tekur …

Tónleikar og tómleikar og tilfinningar
Blúsbloggið vendir kvæði sínu í kross – sem er reyndar mikið tekið stílbragð í blús – og lætur blússöguna vera í dag og er þess í stað á persónulegu nótunum. En það er reyndar líka mikið tekið stílbragð í blús.Þannig er mál með vexti að blúsbloggarinn …

Blúsvakningin
Ég veit ekki hvað maður gerir með hina svonefndu blues revivalista. Ég veit ekki einu sinni hvernig er best að íslenska hugtakið. Blúsvakning – jújú – en blúsvökumenn? Er það gjaldgengt? Of karllægt – þetta voru held ég 99,99% karlar. Eða strákar, eigi…

Riðið á vaðið: Bjúgnablús og sítrónusorgir
Það er sól og blíða og við ætlum að spila svolítið hokum og dónablús. Á þessu tvennu er sennilega ekki æðislegur munur, a.m.k. hefur mér ekki tekist að finna hann, þótt blúsfræðingar séu margir á því að þetta séu auðsjáanlega tvær mjög ólíkar kategóríu…

Blá líf og svört: Blús og pólitík
Fátækt á þriðja og fjórða áratugnum. Seinni heimsstyrjöldin. Víetnam. Katrina. Blúsinn er kannski alltaf í grunninn pólitísk tónlist, einsog Angela Davis hefur viljað meina – tónlist frelsunar og félagslegrar pólitíkur hins persónulega – en hann einblí…

Bókadómur: I’d Rather be the Devil: Skip James and the Blues eftir Stephen Calt
Nehemiah „Skip“ James er sennilega sú af blúshetjum 20. aldarinnar sem var minnst þekktur meðan hann lifði. Eiginlega vissu bara ótrúlega fáir að hann væri til fyrren hann „fannst“ aftur árið 1964 – í sama mánuði og Son House – og hann var minniháttar …

Blús sem hávaði og læti
Hljóðstyrkur var lengi vel aðalatriði í sögu gítarsins, sem er auðvitað samofin sögu blússins, eða eiginlega alveg þangað til það var hægt að stilla svo hátt að það þurfti að setja lög um að nú mætti ekki lengur stilla svona hátt. Gítarinn náði vinsæld…

Það kemur þér bara andskotann ekkert við
Áðan las ég frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem vitnað er til viðbragða Lönu del Rey við gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir að syngja lög þar sem hún er sögð „upphefja ofbeldi“. Sem dæmi um slíka texta er nefnt lagið Ultraviolence og textabrotið: „He …

Hvað er blús?
I: Að vera blárSársauki, skortur, svik, óbætanlegur missir. Kannski er íslenska orðið fyrir blús bara „torrek“. Elstu blúsararnir svöruðu gjarnan spurningunni um eðli blússins á þá leið – blúsinn er tilfinning, aðstæður og stemning. Og það er mikilvægt…

da Dum dum dum: Muddy Waters
da Dum dum dum. Þótt flestir blúsar séu tólf bör með viðsnúningi (turnaround) er það samt yfirleitt þetta sem kemur fyrst upp í hugann þegar fólk almennt hugsar um blústónlist. da Dum dum dum. Eða da Dum da Dum dum. Stundum kallað i-iv-iii framvinda og…

Björt ljós, borgarljós: Chicago og ákafinn
Ég á í dálitlum vandræðum. Ég hef áttað mig á því að efnið sem ég vill fjalla um er alltof viðfangsmikið til að ég ráði við það – það er of mikið af rangölum og hætt við að þessir textar verði bara sundurlaus langhundur eftir sundurlausan langhund. Þes…

Rafmagnsblús – 1. hluti
Í samtímablús dóminerar listform rafmagnsgítarsólósins. Blúslag er tvær mínútur af söng og tólf af gítarsólóum – sumum til mikillar mæðu en öðrum til andlegrar uppljómunar. Ég er sjálfur í einhverri millikategóríu. Ég elska góð gítarsóló meira en margt…

Konur með gítara
Þótt Blind Lemon Jefferson hafi verið með einkabílstjóra er ekki þar með sagt að klisjan um blúsgítarleikarann sem þvælist milli bæja aftan í lestarvögnum – ridin’ the rails eða riding the blind – til þess að leika á götuhornum eða í partíum fyrir smáp…

109 ára afmælið
Hann á afmæli í dag. Goðsagnakenndasta blúshetjan. Robert Johnson. 109 ára. Eiginlega allt við sögu hans – goðgerðina, markaðssetninguna – segir manni að það ætti ekki að vera neitt varið í þetta. Þetta ber öll einkennis þess að vera viralþvæla – búið …

Blár í framan
Það eru til tvær ljósmyndir af Robert Johnson. Á annarri þeirra er hann með sígarettu í munnvikinu og myndin var tekin í sjálfvirkum myndaklefa. Hann er í hvítri, einfaldri skyrtu með axlabönd, lyftir upp gítarnum og horfir beint í myndavélina. Gítarin…

Blúsmenn
Mér finnst ólíklegt að ég haldi mig við einhverja línulega frásögn hérna þótt mig langi aðeins að dvelja lengur við á þriðja áratugi tuttugustu aldarinnar – upphafsárum blússins.Diddleybogar eru heimalagaðir gítarar með einum streng – stundum voru þeir…

Tími konunnar: sokkabönd full af snákum
Blúskonurnar áttu sviðið fyrstu ár hljómpötublússins. Crazy Blues Mamie Smith seldist í 75 þúsund eintökum á augabragði og tónlistarbransinn hafði þá, einsog æ síðan, sterka tilhneigingu til þess að vilja endurtaka frekar en endurskapa það sem áður haf…
Fyrsta blúslagið: Crazy Blues
Crazy Blues með Mamie Smith og hljómsveitinni The Jazz Hounds er ekki fyrsta blúslagið og ekki heldur fyrsta blúslagið til að segjast vera blúslag – til að heita blús. Hið fræga Memphis Blues eftir WC Handy er ríflega tíu árum eldra og Dallas Blues eft…