Almennur inngangur Stundum er því haldið fram, að áhugi á vísindasögu sé eins og ólæknandi veirusjúkdómur, sem einkum leggist á fáeina einstaklinga í hópi raunvísindamanna. Það kann að vera nokkuð til í þessu, því margir af fremstu vísindasagnfræðingum heims eru … Halda áfram að lesa
Author: Einar H. Guðmundsson
Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda – Drög
Athugið að skráin er ekki tæmandi – Færsluhöfundur þiggur með þökkum allar athugasemdir sem og ábendingar um viðbætur. Með tíð og tíma er skránni ætlað að ná yfir sem flesta Íslendinga, sem birt hafa ritsmíðar um sögu raunvísinda (þar á … Halda áfram að lesa
Nokkur gagnleg rit um vísindasögu
Eins og í færslunum >Raunvísindamenn og vísindasagan< og >Íslendingar sem birt hafa rit um sögu raunvísinda< mótast eftirfarandi skrár talsvert af áhugasviðum færsluhöfundar (stjörnufræði, eðlisfræði og stærðfræði). Ábendingar, sem bæta úr þessu, eru því vel þegnar. Ritin í listunum geyma … Halda áfram að lesa
Tvö hundruð og fimmtíu ár frá stofnun embættis konunglegs stjörnumeistara á Íslandi
Vorið 1772 skipaði Kristján konungur sjöundi Borgfirðinginn Eyjólf Jónsson (1735-1775) stjörnumeistara á Íslandi (Observator paa Vort Land Island). Eyjólfur hafði áður verið aðstoðarmaður Christians Horrebow við stjörnuathuganir í Sívalaturni, og síðan framkvæmt ýmsar mælingar hér á landi, samhliða því að … Halda áfram að lesa
Ýmsar niðurstöður úr athugunum Rasmusar Lievog hér á landi
Athugið að listinn er ekki tæmandi Lievog, R., 1779-1794: Astronomiske og Meteorologiske Observationer 1779–1794. Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns: ÍB. 234 a og b, 4to. Bugge, T., 1784: Observationes astronomicae annis 1781, 1782 & 1783 (§71, bls. xciv-xcv og §81, bls. … Halda áfram að lesa
NORDITA: Saga Norrænu stofnunarinnar í kennilegri eðlisfræði fyrstu 50 árin
Út er komin bókin Nordita – The Copenhagen Years: A Scrapbook, í ritstjón þeirra Helle Kiilerich, Christophers Pethick, Bens Mottelson og Einars Guðmundssonar. Auk ítarlegra inngangsgreina um aðdragandann að stofnun Nordita árið 1957 og þróun stofnunarinnar næstu 50 árin, inniheldur … Halda áfram að lesa
Tímamót í þróun stærðfræðilegra lærdómslista á Íslandi: Björn Gunnlaugsson hefur kennslu við Bessastaðaskóla árið 1822
Björn Gunnlaugsson lauk öðru lærdómsprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1818, eftir að hafa meðal annars lært stærðfræði hjá C.F. Degen, stjörnufræði hjá H.C. Schumacher og eðlisfræði hjá H.C. Ørsted. Hann hélt síðan áfram að kynna sér stærðfræðilegar lærdómslistir við skólann, að … Halda áfram að lesa
Gagnlegar heimildir um Björn Gunnlaugsson (1788-1876)
Ágúst H. Bjarnason, 1938: Um Björn Gunnlaugsson. Benedikt S. Benedikz, 2003: The Wise Man with the Child’s Heart: Björn Gunnlaugsson, 1788–1876. Einar Benediktsson, 1930: „Björn Gunnlaugsson“. Í ljóðabókinni Hvammar, Reykjavík 1930. Einar H. Guðmundsson, 2003: Björn Gunnlaugsson og náttúruspekin í … Halda áfram að lesa
Prentuð verk Björns Gunnlaugssonar (1788-1876)
Frá Bessastaðaárunum Björn Gunnlaugsson, 1822: Ræða flutt við setningu Bessastaðaskóla í október 1822 (Handrit: Lbs. 2119, 8vo. Fyrst prentað í Fréttabréfi Íslenzka stærðfræðafélagsins, 1tbl. 5. árg. 1993, bls. 54-66. Sjá einnig inngang eftir Reyni Axelsson, bls. 52-53). Björn Gunnlaugsson, 1826: … Halda áfram að lesa
Um merkisafmæli Stefáns Björnssonar og Gísla Einarssonar á árinu 2021. Ásamt inngangi um yfirborðsbylgjur
Í nóvemberhefti tímaritsins Physics Today er mjög fróðleg grein um yfirborðsbylgjur, sem ég hafði loks tíma til að lesa í gær: N. Pizzo, L. Deike & A. Ayet, 2021: How does the wind generate waves? Strax og ég sá titilinn, … Halda áfram að lesa

Látnir samferðamenn
Hér eru taldir upp íslenskir raunvísindamenn (einkum eðlisfræðingar, efnafræðingar og stærðfræðingar), sem ég hef kynnst í gegnum tíðina, en eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Skráin er fyrst og fremst ætluð mér sjálfum til að varðveita minningar um burtkallaða vini … Halda áfram að lesa

Þorvaldur Ólafsson eðlisfræðingur (1944-2016)
Minningargreinar I og II.

Guðmundur G. Bjarnason háloftafræðingur (1954-2003)
Minningargreinar.

Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)
Minningargreinar I, II, III og IV.

Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála
Færslan er enn í vinnslu og verður uppfærð eftir þörfum Inngangur Það var ekki fyrr en á nítjándu öld, sem hinar ýmsu verkfræði- og raunvísindagreinar urðu almennt að sjálfstæðum námsgreinum við helstu háskóla í Evrópu og Ameríku. Breytingin … Halda áfram að lesa

Í minningu Stevens Weinberg (1933 – 2021)
Þær fréttir hafa borist frá Texas, að bandaríski eðlisfræðingurinn Steven Weinberg sé látinn, 88 ára að aldri. Ég þekkti Weinberg ekki persónulega, og í þau örfáu skipti sem við sóttum sömu fjölmennu ráðstefnurnar, gafst mér ekki tækifæri til að ná … Halda áfram að lesa

Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi 3: Tímabilið 1870-1930 (a) Nýja stjörnufræðin berst til landsins
Yfirlit um greinaflokkinn Eins og fram kom í fyrri færslu, má rekja sögu stjarneðlisfræðinnar rúm 400 ár aftur í tímann, til upphafs þeirrar fræðigreinar, sem við nú köllum kennilega stjarneðlisfræði. Hins vegar líta margir sagnfræðingar og stjarnvísindamenn svo á, að … Halda áfram að lesa
Greinaflokkur um stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi
Drög að efnisyfirliti Inngangur Tímabilið 1780-1870 – Skeið Newtons (a) Skólahald – alþýðufræðsla – tíðarandi (b) Stjarneðlisfræði fyrir daga Newtons (c) Þyngdarfræði Newtons [(d) Heimsmyndin] Tímabilið 1870-1930 – Ný tækni og nýjar grundvallarkenningar [(a) Nýja stjörnufræðin, Benedikt Gröndal] [(b) … Halda áfram að lesa

Þorbjörn Sigurgeirsson: Nokkur aðgengileg ritverk og viðtöl á íslensku
Ítarlega skrá Leós Kristjánssonar um ritsmíðar Þorbjörns má finna hér. Sjá einnig fyrri bloggfærslu EHG. Þ.S., 1945: Gullgerðarlist nútímans. Lesbók Morgunblaðsins. Þ.S., 1945: Kísilefni (Sílikon). Náttúrufræðingurinn. Viðtal við Þ.S. 1947: Um hættu af ótakmarkaðri orku og fl. Morgunblaðið. Þ.S., 1949: … Halda áfram að lesa

Thorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): a brief overview of his life and scientific work
Thorbjörn Sigurgeirsson was born in the north-western part of Iceland on June 17th, 1917, the oldest of five brothers. After graduating from the Akureyri Gymnasium in 1937 he studied physics at the University of Copenhagen, obtaining the mag. scient. degree … Halda áfram að lesa

Stjarneðlisfræði og heimsfræði: Nokkur áhugaverð erlend rit frá árunum 1600 til 1850
Listinn er enn í vinnslu og verður uppfærður eftir þörfum 1600 – 1650 W. Gilbert, 1600: De magnete. J. Kepler, 1609: Astronomia Nova. G. Galilei, 1610: Sidereus nuncius. J. Kepler, 1610: Dissertatio cum nuncio sidereo J. Kepler, 1622: Epitome Astronomiae … Halda áfram að lesa

Sigfús J. Johnsen (1940-2013)
Ýmsar minningargreinar: Morgunblaðið Niels Bohr Institutet International Glaciological Society Polar Science

Páll Theódórsson (1928-2018)
Páll Einarsson: Minningarorð

Falleg minningarsíða um Leó Kristjánsson (1943-2020)
Leós var minnst á Hringbraut Fréttablaðsins, 27. mars 2020: Leó er látinn: Snerti líf margra

Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi 2: Tímabilið 1780-1870 (c) Þyngdarfræði Newtons
Enginn raunvísindamaður hefur fengið jafn mikla umfjöllun í rituðu máli og Newton, nema ef vera skyldi Einstein. Fyrir utan sívaxandi fjölda bóka og nær óteljandi greinar um þennan fyrsta „nútíma“ stjarneðlisfræðing, ævi hans og vísindaafrek, persónuleika, rannsóknir í efnaspeki og … Halda áfram að lesa

Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi 2: Tímabilið 1780-1870 (b) Stjarneðlisfræði fyrir daga Newtons
Margir sagnfræðingar vilja rekja upphaf nútíma stjarneðlisfræði til miðbiks nítjándu aldar, þegar ný tækni, byggð á eðlisfræði og efnafræði, var tekin í notkun við rannsóknir á fyrirbærum stjörnuhiminsins. Hér er fyrst og fremst átt við hinar mikilvægu litrófsmælingar, en jafnframt … Halda áfram að lesa

Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi 2a: Tímabilið 1780-1870 * Skeið Newtons: Skólahald – alþýðufræðsla – tíðarandi
Eins og getið er um í inngangsorðum, hófst alþýðufræðsla í raunvísindum og tækni hér á landi með útgáfu íslenskra upplýsingarmanna á Ritum þess (konunglega) íslenska Lærdómslistafélags í Kaupmannahöfn á árunum upp úr 1780. Þegar félagsritin gáfu upp laupana, hóf Magnús … Halda áfram að lesa →

Stjarneðlisfræði og heimsfræði: Úrval alþýðurita á íslensku á tímabilinu 1780-1960
Þessi skrá er enn í vinnslu og verður uppfærð reglulega I. Tímabilið 1780-1870 A. F. Büsching, 1782: Um himininn og Um jørdina. Fyrstu tveir kaflarnir í Undirvisan í Náttúruhistoriunni fyrir þá, sem annathvert alz eckert edr lítit vita af … Halda áfram að lesa →
Sólstöðuhátíð til minningar um Stjörnu-Odda
Laugardaginn 20. júní 2020 var haldin hátíð í Þingeyjarsveit til minningar um spekinginn Stjörnu-Odda, sem þar var uppi í kringum 1100. Stjarnvísindafélag Íslands reisti honum fallegan minnisvarða að Grenjaðarstað og í kjölfarið var haldið málþing í Ýdölum um þennan forna … Halda áfram að lesa →

Stjarneðlisfræði og heimsfræði: Valdar erlendar heimildir og ítarefni
Skrá þessi mun fylgja greinaflokknum Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi. Hún er enn í smíðum. Ritaskrá A AIP-vefsíða: Cosmic Journey: A History of Scientific Cosmology. B M. Bartusiak, 2004: Archives of the Universe. L. Belkora, 2002: Minding the … Halda áfram að lesa →