Bækur

Námskeið um hinsegin bókmenntir

10. september 2019

Það er ekki á hverjum degi sem kona fær að búa til námskeið á háskólastigi um áhugamál sín og rannsóknarsvið – en allir dagar eru slíkir dagar hjá mér þetta haustið. Ég kenni nefnilega námskeið á BA-stigi í íslensku um hinsegin bókmenntir sem ber titilinn „Ergi, usli og duldar ástir“ og eyði því allri haustönninni … Lesa áfram Námskeið um hinsegin bókmenntir

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Stella Blómkvist: hinsegin frumkvöðull

21. júní 2019

Síðan ég skrifaði inngangsorðin að pistlaröðinni um Stellu okkar Blómkvist hefur ýmislegt gerst. Í fyrsta lagi hafa þau merku tíðindi orðið að tíunda Stellubókin er komin út, Morðið í Snorralaug, og í öðru lagi er Stella rithöfundur orðin vinkona mín á Facebook. Það er gósentíð framundan. Í þriðja lagi átti Stella stórafmæli því hún er … Lesa áfram Stella Blómkvist: hinsegin frumkvöðull

Hljóðskrá ekki tengd.
glæpasögur

Stella okkar Blómkvist

26. apríl 2019

Ég er dálítið í því þessa dagana að taka fyrir bókaseríur. Um daginn las ég Múmínálfabækurnar í tímaröð; nú er það flokkur sem er vissulega dálítið öðruvísi en engu minni snilld: bækurnar um Stellu Blómkvist. Þessi lestur er verkefni sem ég lofaði sjálfri mér að takast á við fyrir nokkrum mánuðum síðan eftir frábært kvöld … Lesa áfram Stella okkar Blómkvist

Hljóðskrá ekki tengd.
barnabækur

Að læra að skilja veturinn, eða múmínálfurinn sigrast á fordómum

5. apríl 2019

Á síðustu vikum hef ég dundað mér við að lesa allar bækurnar um múmínálfana sem komnar eru út á íslensku, það er að segja textabækurnar en ekki myndasögurnar (ég á þær eftir). Innblásturinn var ný múmínbók sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra en í henni eru þrjár sögur, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins, … Lesa áfram Að læra að skilja veturinn, eða múmínálfurinn sigrast á fordómum

Hljóðskrá ekki tengd.

Kynvillta bókmenntahornið er vaknað …

3. apríl 2019

… og nú á nýju heimili. Og með Instagram-reikning! Glöggir lesendur muna að þessu bókmenntahorni er gjarnt á að vakna endurnært, setja sér fögur og fullkomlega óraunhæf fyrirheit og sofna svo mjög fljótlega aftur og sofa lengi, dálítið eins og múmínálfur. Við skulum því stilla öllum væntingum í hóf en gott kaffi er allavega ágætis … Lesa áfram Kynvillta bókmenntahornið er vaknað …

Hljóðskrá ekki tengd.
2016

Mundu, líkami

18. janúar 2017

Í lok október varð ég fyrir hýrri hugljómun og ákvað að hella í mig kaffi og vekja Kynvillta bókmenntahornið til lífsins. Síðan hefur ekkert gerst á þessum vettvangi en ég hef þó drukkið ótæpilega mikið kaffi og skrifað ýmislegt annað. Ég er líka komin á þá skoðun að það sé óáhugavert og stundum óþægilegt að … Lesa áfram Mundu, líkami

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Sölvi og álfarnir

30. nóvember 2015

  Sökum anna er bókmenntahorn dagsins bæði seint á ferðinni og endurunnið en ég fékk leyfi til að endurbirta hér grein sem ég skrifaði fyrir hið merka rit Spássíuna fyrir þremur árum síðan. Ástæðan fyrir því að þessi grein, eða efni hennar, leitaði á mig núna var umræða um álfa og álfakynlíf sem spratt upp … Lesa áfram Sölvi og álfarnir

Hljóðskrá ekki tengd.
Ásta Sigurðardóttir

Varúð – flámælt lesbía!

22. október 2015

Texti dagsins er blátt áfram og óheflaður, fullur af gremju og vanlíðan, niðurlægingu og nikótínþörf. Sögukonan er (líklega) einstæð móðir, sögusviðið er Reykjavík á 7. áratugnum, aðfaranótt mánudags, og sagan er texti dagsins af því að í þessum heimi býr lesbía – sjaldséður hvítur hrafn í íslenskum bókmenntum 20. aldar. Höfundurinn er Ásta Sigurðardóttir, eins og glöggum lesendum hefur kannski dottið í hug strax … Lesa áfram Varúð – flámælt lesbía!

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur

Að búa eða búa ekki til homma

8. október 2015

Fyrir nokkrum árum síðan var ég stödd á háskólaviðburði í Reykjavík og hitti mann sem spurði mig út í doktorsverkefnið, eins og gengur. Ég nefndi íslenskan miðaldatexta (sem varð þó á endanum ekki hluti af minni rannsókn) og að ég væri að skoða tvær karlpersónur og náið samband þeirra. Viðbrögðin sem ég fékk voru: „Nú já, … Lesa áfram Að búa eða búa ekki til homma

Hljóðskrá ekki tengd.