Áslaug Jónsdóttir

Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white

15. júlí 2022

Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi! Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

14. júlí 2022

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Jónsmessa | Happy Midsummer!

24. júní 2022

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu! Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Sjáðu! – umfjöllun | Review

24. júní 2022

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu. Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá […]

Hljóðskrá ekki tengd.
17. júní

17. júní 2022 | The National Day of Iceland

17. júní 2022

Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

16. júní 2022

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Höfnin | The harbour

3. júní 2022

  Föstudagsmyndir: Það er kominn júní og sumarið kom á harðspretti. Ég ætti að velja einhverja sólríka mynd því vorið hefur verið bjart og blítt. En einmitt í dag hefur rignt. Þessar „votu“ myndir frá Reykjavíkurhöfn eru því myndir dagsins. (Nú heiti ég því að vera duglegri að henda einhverju út á veflogginn … meira, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

3. júní 2022

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.   Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Vor í grasagarði | Spring in the Botanic Gardens

19. apríl 2022

Gleðilegt sumar! Vorið var komið í Grasagarð Reykjavíkur í Laugardag þegar ég átti þar leið um síðast. Þar gala gaukar og þar spretta laukar. Tími birtu og endalausra náttúruundra. Happy first day of summer – in Iceland! The annual public holiday, First Day of Summer, was celebrated on April 21st this year. It is celebrated […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards

1. apríl 2022

Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Vegur | Road

4. mars 2022

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Þorraþræll | Last day of the month of Þorri

19. febrúar 2022

Matur og menning: Í dag er þorraþræll, síðasti dagur þorra. Margir tengja gamaldags íslenska hvunndagsrétti þorranum, – og sumir halda að „þorramatur“ og þorrablót hafi verið „fundinn upp“ af vertum í Reykjavík. Það er svona álíka nákæmt og að drauga- og álfasögur hafi verið fundnar upp af túristaleiðsögumönnum. Ýkjurnar tilheyra vissulega sölumennskunni, en grunnurinn á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Þúfur | Snowy tussocks

18. febrúar 2022

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adele Lærum Duus

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

2. febrúar 2022

Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi leikþáttinn „Monsterbesøk“ sem byggður er á samnefndri bók, eftir okkur þríeykið sem höfum í sameiningu samið bókaflokkinn um skrímslin svörtu. Leikritið var flutt utandyra og skrímslin stóðu sig með prýði, þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Bókspjall og barnastund | What’s up Furry Monster?

10. desember 2021

Bókaspjall beint til þín: Í annað sinn var ákveðið að að blása af Bókamessu í Bókmenntaborg í nóvember, aftur vegna heimsfaraldurs og sóttvarna. Þess í stað var fjölbreyttri netdagskrá streymt á Facebook. Hér má kynna sér dagskrá og þætti á viðburðasíðu Bókmenntaborgarinnar á Fb. Barnabækur voru m.a. kynntar sunnudaginn 5. desember, þar með talin bókin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews

3. desember 2021

Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun.  „Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Argasso

Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!

3. desember 2021

Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review

26. nóvember 2021

Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald: „Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Jónsdóttir

Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day

16. nóvember 2021

Gleðilegan dag íslenskrar tungu! Hér fyrir ofan eru Leiðindaskjóðan og Fýlupokinn, persónur úr myndabókinni Gott kvöld, en í dag sem aðra daga ætti að forðast þeirra félagsskap og skemmta sér þess í stað með tungumálinu! Það er óhætt að með bóklestri í jólabókaflóðinu þegar nýjar bækur koma út nánast daglega og auðvitað bólgnar alnetið jafnt […]

Hljóðskrá ekki tengd.