hipsumhaps

Palli var einn í heita pottinum

18. apríl 2020

Sundhöllinn, 15 mars. Það var búið að tilkynna samkomubann frá og með næsta miðnætti og ég fór í íslenska sundlaug í fyrsta skipti á þessu ári. Fór í pottana, þessa gömlu, og þar var einn kall. Samkvæmt óskrifuðum samskiptareglum fyrir kóf átti maður auðvitað að fara í sama pott – en skyndilega var orðin sjálfsögð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leiðari

Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.

18. apríl 2020

Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Föstudagslagið

Dansaðu við reiðina

17. apríl 2020

Það eru erfiðir tímar, fordæmalausir tímar – en samt eru allir ennþá að segja þér að vera hress. Vera pródúktívur í kófinu, finna innri gildi og innri frið – þú þekkir þetta. Kannski virkar þetta meira að segja suma daga. En suma daga, suma daga verður maður bara reiður. Og verður að vera reiður, á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ásgarður

Drungalegt og illa leikið guðlast

16. apríl 2020

Goðheima-bókaflokkur Peter Madsen eru ein af perlum norrænna nútímabókmennta, drepfyndnar, spennandi og djúpar endursagnir af norrænu goðafræðinni sem eru skrifaðar og teiknaðar af manni sem hefur augljóslega djúpan skilning á efninu, og því hvað gerir þessar sögur svona magnaðar og hver kjarni þeirra er. Ekkert af þessu er hins vegar hægt að segja um Valhalla, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókmenntir

„Hinum ríku er alltaf hyglt“

14. apríl 2020

Tveir franskir rithöfundar, þær Leïla Slimani og Marie Darrieussecq, ákváðu að bregða sér í sumarbústað, rétt tímanlega áður en lokað var fyrir slíkt. Báðar eru nokkuð frægar í heimalandinu, nógu frægar til að fá að skrifa dagbækur úr kófinu, önnur fyrir Le Monde og hin fyrir Le Point. Prýðileg hugmynd, ekki satt, að rithöfundar noti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Leiklist

Þú getur ekki lokað heiminn úti

14. apríl 2020

Stríðshrjáð Líbanon og umsetin Sarajevo með dassi af heimsendisstemningu. Þetta er uppskriftin að Sædýrasafninu, nýju leikriti eftir Marie Darrieussecq sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. MÆJA: Fortíðin er sorgleg nútíminn ótryggur Guði sé lof að við eigum enga framtíð Þessi kolsvarti brandari foreldra einnar aðalpersónu Sædýrasafnsins hefur tekið á sig óhugnanlegri merkingu mitt í rústum heims […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Færeyjar

Færeyska kófóperan um að vaska hendur

13. apríl 2020

Það er vissulega snúið að meta hvaða þjóðir hafa staðið sig best í að takast á við kófið mikla – en það er hins vegar alveg ljóst að Færeyingar eru að rústa Íslendingum þegar kemur að opinberum kófslögum. Íslendingar fóru útjöskuðustu og algengustu leiðina með því að semja nýjan texta við gamalt lag og safna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hindi Zahra

Stattu upp og dílaðu við kófið

12. apríl 2020

Stattu upp, á hnjánum, á fótunum. Ég er að hlusta á Stand Up með Hindi Zahra og þetta hljómar dálítið eins og morgunleikfimi, nema röddin er alveg laus við allan óþolandi hressleika, hér er miklu frekar skemmtileg blanda af leikandi léttleika, táli og sorg, með fallega módernískum austrænum takti og fallegu hummi. Morgunleikfimi fyrir okkur […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Minning um pabba

13. september 2019

Hvernig byrjar maður eiginlega á að kveðja pabba sinn? Prófum þetta, byrjum á Drekabrúnni í Ljubljana, þann 22. desember 2002. Ljubljana þýðir ástkær á slóvensku. Svona nokkurn veginn, skeikar eins og einum staf. Þetta var rétt fyrir jól, á afmælinu hans pabba. Fáar borgir eru jólalegri en Ljubljana í sínum desemberbúning og þar keypti ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Áramótabréfið 2017

3. janúar 2018

Árið byrjaði á Akureyri og endaði langt í burtu frá Akureyri. Nýársnóttinn endaði í Vanabyggðinni að ræða við Villa Stebba um Ishtar, Howard the Duck og ryksögur. Svo gerðist það snemma árs að Framtíðin fékk fínasta dóm hjá vestur-íslenska skáldinu Bill Valgardsson í Lögberg-Heimskringlu (já, ég blogga til að grobba). Hann sagði til dæmis: „These […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Strúts-syndrómið

8. apríl 2017

Nýlega deildi Stefán Pálsson hugmyndum Guðmundar Svanssonar um að hunsa að stærstum hluta hryðjuverkamenn í fréttum með þessum orðum: „Láttu eins og þú takir ekki eftir þeim, þá missa þau áhugann og hætta að stríða þér. – Þetta eru ráðin sem við gefum börnunum okkar þegar þau lenda í einelti. Það er erfitt og sárt […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Áramótabréfið 2016

31. desember 2016

Árið byrjaði á götu Čapek-bræðra þar sem syngjandi sígarettuboxið minntist Omars Shariff með því að spila músíkina úr Doctor Zhivago. Áramótamorgninum fylgdi svo fyrsti snjór þessa tékkneska vetrar – ég gaf öndunum illa sofinn afgangsbrauðið sem ég tók með mér af veitingastað við Karlsbrúna þar sem ég hafði borðað fyrstu máltíð ársins. Janúar fór svo í […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Stolt

4. apríl 2016

  Eitt af því sem ég skil illa eru allir þeir landar mínir sem eru sárir og tala jafnvel um skömm eftir Panamaskjala-Kastljós gærkvöldsins. Ég á nefnilega oftast erfitt með að vera stoltur af þjóð sem ítrekað velur sér spillta og vanhæfa stjórnmálamenn til forystu og sem iðullega ræður fólk í vinnu byggt á frændhygli, kunningsskap […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Berbrjósta á Kaffibarnum

28. mars 2015

Ég las í gær ágætan pistil í Kvennablaðinu eftir ritstýruna Steinunni Ólínu um brjóstabyltinguna. Ég segi ágætur þrátt fyrir að ég hafi verið afskaplega ósammála niðurstöðunni – enda er niðurstaðan fengin út frá hennar eigin persónulegu reynslu og hennar kynslóðar – sem er ekkert endilega sú sama og persónuleg reynsla og upplifun þeirrar kynslóðar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Albaníubrandarinn

4. janúar 2015

Mér þykir afskaplega vænt um Albaníu og þess vegna leiðist mér óskaplega þegar Íslendingar nota landið sem ódýrt pönslæn í hinni endalausu hugmyndafræðilegri baráttu vinstri og hægri. Sérstaklega út af því hversu illa sú barátta hefur leikið Albaníu. Landið var með eina allra verstu kommúnistastjórn sem þekkst hefur í Evrópu í hálfa öld – eftir […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Vondir fjölmiðlar og vond ríkisstjórn

14. september 2014

Kveðjubréf Ég flutti út af því ég var búinn að missa vonina, fannst ég kominn í blindgötu. Þurfti að taka góða u-beygju til að halda geðheilsunni. Þurfti að komast burt af þessu skeri. En þessi útþrá var allt öðruvísi en áður. Oft hefur mér leiðst Ísland. Veðrið, einsleitnin og jafnvel fólkið. Oft hef ég þurft […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Þetta líf

4. mars 2014

Þetta líf er svona núna: Ég er að reyna að skrifa. Reyna að skrifa ritgerð, reyna að skrifa skáldsögu, reyna að skrifa greinar, reyna að skrifa blogg, reyna að skrifa háskólaumsóknir, reyna að skrifa Facebook-statusa, reyna að skrifa núið, reyna að skrifa framtíðina. Samt er ég ekki nógu duglegur við að skrifa, en það stendur til […]

Hljóðskrá ekki tengd.