Adolf Hitler

Merking

14. mars 2022

Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim  ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Clockwork Orange

Samfélag fellur á samkenndarprófi

13. mars 2022

Við lestur Merkingar finnst manni oft eins og að nýjasta netstríðið hafi farið algjörlega úr böndunum og niðurstaðan sé hið dystópíska samfélag sem lýst er í bókinni. Eins og maður sé fastur í Kveik-þætti eða heiftúðugri netumræðu um #metoo, Covid-bólusetningar, slaufunarmenningu eða næsta bitbein samfélagsmiðlanna – og það er til marks um styrk sögunnar að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aida?

Quo Vadis, Aida?

6. mars 2022

Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afganistan

Bjarmalönd

5. mars 2022

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Áslaug Torfadóttir

Ferðin til Tsjernobyl

3. mars 2022

Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrian Tchaikovsky

„Grasrótin er kalin“ – Tónlist á tímamótum

21. febrúar 2022

„Ég hef aldrei hitt rasista sem kann þjóðdansa“ – Svavar Knútur. Hver er staða tónlistarmanna í rafrænum heimi á Covid-tímum? Hafa nýlegar vendingar hjá Spotify einhver áhrif þar á? Hvað með kaup Universal á Öldu Music, sem er með stóran hluta íslenskrar tónlistarsögu á sínum snærum? Við fengum Svavar Knút tónlistarmann og Önnu Hildi leikstjóra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
African Psycho

Verbúðin

14. febrúar 2022

Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi,  eftir að allir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
60 kíló af kjaftshöggum

Kóperníka

6. febrúar 2022

Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alfred Molina

Köngulóarmaðurinn og félagar

31. janúar 2022

„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“ Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bókasmygl

Jólabókaflóð og ritlaun

24. janúar 2022

Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skáld.is. Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adam McKay

Bíósmygl: Horfið ekki upp

17. janúar 2022

Smyglið fagnar nýju ári með að dusta af sjónvarpstækinu og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins. Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1984

Survivor: Verðbúð

3. janúar 2022

Frásagnarlögmál Verbúðarinnar eru hægt og rólega að skýrast. Hver þáttur er eitt ár og því útlit fyrir að þessu ljúki rétt fyrir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Svo missir einhver líkamspart í hverjum þætti og annar missir lífið – það síðara oftast vegna óhóflegrar fíknar í örvandi efni, þótt græðgin hjálpi í báðum tilfellum til. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1983

Meðal róna og slordísa í Súganda

29. desember 2021

„Ef þú eyðir viku í Kína skrifarðu skáldsögu, ef þú ert í mánuð skrifarðu smásögu, ef þú ert í ár skrifarðu ljóð og ef þú ert í tíu ár skrifarðu ekki neitt.“ Þessi spakmæli gamals bókmenntakennara míns mætti kannski alveg færa yfir á Ísland með því einu að skipta Kína út fyrir landsbyggðina; hópur Reykvískra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bítlarnir

Erfiljóð söngvaskálda

23. desember 2021

Orð, ekkert nema orð geymir þrenns konar orð: Ljóð, Bláar nótur og Prósa. Þrír kaflar, 64 síður – og ansi kaflaskipt þegar kemur að gæðum líka. Þetta er fimmta ljóðabók Bubba Morthens á sjö árum, fyrir utan auðvitað öll ljóðaheftin með geisladiskum og plötum rokkkóngsins. Byrjum á fyrsta kafla – Ljóð. Þetta byrjar ekkert sérstaklega vel, hálfpartinn eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.
2050

Þegar plastpokarnir eru einir eftir

20. nóvember 2021

Höfundur heldur á appelsínu sem á stendur titillinn Ég brotna 100% niður. Þetta reynist góð vísbending um efni þriðju ljóðabókar Eydísar Blöndal; auglýsingaslagorð, sem á bæði við um manneskjur og ákveðnar vörur – og niðurbrotið er bæði jákvætt og neikvætt þegar kemur að manneskjum. En þetta er líka auglýsingaslagorð sem höfðar enn sem komið er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1386

Afbyggð #metoo riddarasaga

14. nóvember 2021

Við erum stödd í drullugum burtreiðahring rétt fyrir áramót árið 1386. Við erum í snævi þakinni París og sjáum Matt Damon og Adam Driver gera sig klára fyrir einvígi, Damon með forljóta miðaldahárgreiðslu en Driver með grunsamlega nýmóðins greiðslu. Maður með svona framtíðarlega hárgreiðslu hlýtur þar af leiðandi að vera skúrkurinn, ekki satt? 21 aldar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
21 öldin

Svamlað í Jórvíkurlauginni

31. október 2021

Ég hitti Ron Kolm á Medium 43, litlu kaffihúsi litlu kaffihúsi niðrí Žižkov þar sem við lásum báðir upp og gerðum svo vitaskuld heiðarlegan skiptidíl í kjölfarið eins og öll heiðarleg ljóðskáld. Hann fékk Framtíðina og ég fékk Swimming in the Shallow End. En samskiptin voru nú svosem ekki lengri en það, þannig að ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Black Sands

Svartir mannapasandar

29. október 2021

Það getur verið skringilegt að heyra lag úr sínu náttúrulega samhengi. Hvaða lag er þetta, af hverju kannast ég svona rosalega vel við þetta? En svo kveikti ég skyndilega. Jú, ég er að tala um Black Sands, svörtu sandana, seiðandi lag sem fann sitt náttúrulega samhengi fyrir margar kynslóðir íslenskra útvarpshlustenda undir rödd Veru Illugadóttur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adam Andrzej Ostrowski

Rappað um pólsku umferðina

15. október 2021

Þegar maður skilar af sér útvarpspistli þá er pistillinn sjaldnast alveg fullkláraður – ósjaldan eiga þáttastjórnendur og/eða tæknimenn eftir að framkvæma einhverja galdra, stundum gróflega eftir forskrift og leiðbeiningum sem ég sendi þeim – en stundum kemur einhver óvænt snilld til viðbótar. Þannig var það í vikunni þegar ég sendi Önnu Marsý hjá Lestinni pistil […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Anders Danielsen Lie

KVIFF 11: Valkvíði þess sem allt getur

16. september 2021

En frá frönskum ástarferhyrningum yfir í norska ástarþríhyrninga, eins og þeir birtast í Verstu manneskju í heimi, Verdens verste menneske. Joachim Trier leikstýrir og skrifar handritið að venju með Eskil Vogt, sem er magnaður leikstjóri sjálfur, og fyrri myndir þeirra félaga hafa oftast borið með sér þyngri og dramatískari átök en þessi, rétt eins og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

KVIFF 10: Upphitun fyrir helför

16. september 2021

„Það eru engir minnisvarðar við Babi Jar,“ orti Yevgeny Yevtushenko í kvæði sínu um Babi Jar, tuttugu árum eftir að 33.771 gyðingum var slátrað þar á tveimur dögum í lok september 1941. Eitthvað sem honum og öðrum þótti til marks um skeytingarleysi sovéska yfirvalda um atburðina. Babi Jar er gil nokkuð rétt hjá Kænugarði, mætti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrian Tomine

KVIFF 9: Ástin og prófgráðurnar

15. september 2021

„Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu,“ söng Björgvin um árið. En þessar spurningar þvælast þó oft fyrir í samböndum, og fyrir einhverja dularfulla tilviljun sá ég þrjár myndir á stuttum tíma á Karlovy Vary – sem allar höfðu verið sýndar í aðalkeppninni í Cannes – sem áttu það sameiginlegt að fjalla fyrst og fremst […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aftur til framtíðar

Karlovy Vary 8: Aftur til framtíðar, lo-fi útgáfan

14. september 2021

Plottið í Petite maman, nýjustu mynd Celine Sciamma, er við fyrstu sýn afskaplega einfalt og hversdagslegt. Amma hennar Nelly var að deyja og hún veit ekki alveg hvort hún brást rétt við andlátinu, hvort hún hafi kvatt þá gömlu eins og hún hefði átt að gera. Hún er líklega að upplifa dauðann í fyrsta skipti […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Song Called Hate

Karlovy Vary 7: Harðort bréf til menntamálaráðherra

9. september 2021

Í myndinni um Ísraels-för Hatara, A Song Called Hate, er meðal annars rætt við ísraelska leikstjórann Nadav Lapid. Hann leikstýrði myndinni Samheiti – Synonymes – sem vann Gullbjörninn í Berlín aðeins mánuði áður en Hatari vann forkeppni íslensku Júróvisjón. Þegar fréttir af sigri myndarinnar bárust heim til Ísrael sagði Miri Regev menntamálaráðherra: „Til hamingju … […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Abbott & Costello

Karlovy Vary 6: Af litlum bræðraneista verður stórt bál

9. september 2021

Kvöld eitt á áttunda áratugnum var John Lennon að horfa á Top of the Pops og bregður heldur betur í brún. Svo mjög að hann hringir samstundis í Ringo Starr og segir uppveðraður: „Marc Bolan er að syngja með Hitler í sjónvarpinu!“ Þessi saga hefur aldrei verið staðfest – en hún er of góð til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bliscy

Karlovy Vary 5: Spilasjúk móðir týnist

6. september 2021

Pólska myndin Mín kæru (Bliscy) minnir örlítið á verk Wes Anderson, svona rétt í fyrstu. En þau hughrif eru fljót að hverfa þegar á líður. Piotr er ungur maður sem virðist á einherju rófi, þótt það sé aldrei tekið fram. Við sjáum hann allavega framkvæma einhverja áráttukennda ritúala í upphafi myndar – en hittir svo […]

Hljóðskrá ekki tengd.
KVIFF

Karlovy Vary 4: Dansað í gegnum rafmagnsleysið

6. september 2021

Dilem (Dilayda Günes) er ung stúlka að þrífa herbergi, sem tekur sér pásu til að dansa við óminn í vasadiskóinu. Yfirmaðurinn kemur að henni og brjálast yfir þeirri ósvífni að skúringakonan skuli taka sér örfárra mínútnu pásu frá vinnu og rekur hana á staðnum, en bíður hana samt að klára að þrífa herbergið fyrst. Þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1968

Karlovy Vary 3: Þegar skriðdrekarnir komu

5. september 2021

Við sjáum svart-hvítar myndir. Af lífi, af hamingju, af sumardögum. Týndu sakleysi tíma sem aldrei koma aftur. En svo sjáum við skriðdrekana. 21. ágúst 1968 komu skriðdrekar Varsjárbandalagsins, völtuðu yfir Tékkóslóvakíu sem þá var, keyrðu inní Prag og aðrar borgir landsins og bundu endi á Vorið í Prag. Þessa sögu þekkjum við – en hálfri […]

Hljóðskrá ekki tengd.