Í upphafi Top Gun: Maverick fréttir Tom Cruise af yfirvofandi niðurskurði í sinni flugdeild og bregst við með því að fljúga ofurflugvél, sem kostaði ameríska skattgreiðendur marga marga milljarða, ógeðslega hratt – og endar á að eyðileggja hana. Þetta er leið leikstjórans til að segja okkur að við eigum að halda með þessum gaur, um […]
Author: Ásgeir H Ingólfsson

Finnst, íslenskt og tékkneskt kvennapönk
Maður veit auðvitað lítið hverju maður á að búast við þegar maður mætir á tónleika hjá finnsku bandi í Helsinki sem maður hefur aldrei heyrt um – en þar sem mér var boðið af virðulegum menningarblaðamanni reiknaði ég með að þetta geti nú ekki verið svo slæmt. En svo reyndust þetta bara vera þrælmagnaðir tónleikar. […]

Helsinki-dagbókin: Buenos Aires norðursins
Helsinki, 10 maí. Ég er nýlentur eftir flug frá Prag, grímulaust flug! Þvílík hamingja, er kannski runninn upp sá tími að ég geti talað grímulaust um grímuhatur mitt án þess að vera uppnefndur kóviti, þótt ég vilji helst öll bóluefni í heiminum og rúmlega það, helst einu sinni í mánuði ef birgðir endast? Hver veit, […]

Íslenskir strákar og finnskar stelpur
Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]

The Northman
The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Klefi nr. 6: „Kæliskápur Guðs“
„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. […]

Skjálfti
“Peysur eru flíkur sem börnin eru klædd í þegar mömmunni er kalt” – Guðrún Helgadóttir Í bíósmygli vikunnar fjöllum við um Skjálfta, sem er fyrsta mynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd og er byggð á Stóra skjálfta, skáldsögu Auðar Jónsdóttur. Þetta er mynd um þegar líf sögu fer á annan endan þegar hún fær óvænt […]

Bækur verða til
Í nýjasta bókasmyglinu fáum við Björn Halldórsson rithöfund til að segja okkur aðeins frá því hvernig bók verður til, hvernig rithöfundaferill byrjar og hvernig hann vinnur. Hann rifjar upp ritlistarnám í Bretlandi og útgáfuferlið, auk þess að ræða aðra höfunda eins og Elizabeth Strout og Elenu Ferrante. Björn sendi frá sér smásagnasafnið Smáglæpi árið 2017 […]

Óskarsverðlaunin 2021
Óskarsverðlaunin verða afhent núna á sunnudaginn og við fengum þá Ívar Erik Yeoman leikstjóra og Gunnar Ragnarsson, gagnrýnanda Lestarinnar, leikara og söngvara, til að ræða ítarlega myndirnar tíu sem eru tilnefndar sem besta mynd og myndirnar fimm sem eru tilnefndar sem eru tilnefndar sem sú besta erlenda – en alls eru myndirnar þó aðeins fjórtán, […]

Merking
Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka. Bókin er margradda saga sem fjallar um nálæga framtíð þar sem samkenndarpróf stýrir flestum sviðum lífsins og er á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar bókin byrjar. Við sjáum þennan heim ýmist með augum hins unga Tristans, sem neitar […]

Samfélag fellur á samkenndarprófi
Við lestur Merkingar finnst manni oft eins og að nýjasta netstríðið hafi farið algjörlega úr böndunum og niðurstaðan sé hið dystópíska samfélag sem lýst er í bókinni. Eins og maður sé fastur í Kveik-þætti eða heiftúðugri netumræðu um #metoo, Covid-bólusetningar, slaufunarmenningu eða næsta bitbein samfélagsmiðlanna – og það er til marks um styrk sögunnar að […]

Quo Vadis, Aida?
Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar […]

Bjarmalönd
Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. […]

Ferðin til Tsjernobyl
Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en […]

„Grasrótin er kalin“ – Tónlist á tímamótum
„Ég hef aldrei hitt rasista sem kann þjóðdansa“ – Svavar Knútur. Hver er staða tónlistarmanna í rafrænum heimi á Covid-tímum? Hafa nýlegar vendingar hjá Spotify einhver áhrif þar á? Hvað með kaup Universal á Öldu Music, sem er með stóran hluta íslenskrar tónlistarsögu á sínum snærum? Við fengum Svavar Knút tónlistarmann og Önnu Hildi leikstjóra […]

Verbúðin
Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking. Við ræddum þættina til þessa, íhuguðum möguleikann á fleiri seríum og ræddum hversu sannfærandi mynd þetta væri af vestfirsku sjávarþorpi, eftir að allir […]

Kóperníka
Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“ Hún fjallar um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1888 og röð morðmála sem einn þeirra, Finnur Kóperníkus, er að rannsaka. Við sögu koma ragettur og kirkjugarðar, nýlegar uppfinningar á borð við grammafóna og myndavélar sem […]

Köngulóarmaðurinn og félagar
„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“ Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum […]

Jólabókaflóð og ritlaun
Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skáld.is. Auk þess verður aðeins rætt um ritlaun sem og þýðingar, en […]

Bíósmygl: Horfið ekki upp
Smyglið fagnar nýju ári með að dusta af sjónvarpstækinu og hefja nýja sjónvarpsþáttaröð. Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins. Þar að auki var rætt stuttlega um Himininn yfir Berlín, þáttaröðina Kalifat, makedónskar kvikmyndir á borð við Honeyland og […]

Survivor: Verðbúð
Frásagnarlögmál Verbúðarinnar eru hægt og rólega að skýrast. Hver þáttur er eitt ár og því útlit fyrir að þessu ljúki rétt fyrir Viðeyjarstjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Svo missir einhver líkamspart í hverjum þætti og annar missir lífið – það síðara oftast vegna óhóflegrar fíknar í örvandi efni, þótt græðgin hjálpi í báðum tilfellum til. […]

Meðal róna og slordísa í Súganda
„Ef þú eyðir viku í Kína skrifarðu skáldsögu, ef þú ert í mánuð skrifarðu smásögu, ef þú ert í ár skrifarðu ljóð og ef þú ert í tíu ár skrifarðu ekki neitt.“ Þessi spakmæli gamals bókmenntakennara míns mætti kannski alveg færa yfir á Ísland með því einu að skipta Kína út fyrir landsbyggðina; hópur Reykvískra […]

Erfiljóð söngvaskálda
Orð, ekkert nema orð geymir þrenns konar orð: Ljóð, Bláar nótur og Prósa. Þrír kaflar, 64 síður – og ansi kaflaskipt þegar kemur að gæðum líka. Þetta er fimmta ljóðabók Bubba Morthens á sjö árum, fyrir utan auðvitað öll ljóðaheftin með geisladiskum og plötum rokkkóngsins. Byrjum á fyrsta kafla – Ljóð. Þetta byrjar ekkert sérstaklega vel, hálfpartinn eins […]

Menningarsáttmáli ríkisins
Það er verið að mynda nýja ríkisstjórn. Og já, hún er furðu ný þótt það séu sömu flokkar – af því hinn meinti vinstri græni flokkur tapar frá sér þeim tveimur ráðuneytum sem maður hefði svona haldið að hann myndi helst vilja verja. En nóg um það, við ætlum vitaskuld að ræða þann málaflokk sem […]

Þegar plastpokarnir eru einir eftir
Höfundur heldur á appelsínu sem á stendur titillinn Ég brotna 100% niður. Þetta reynist góð vísbending um efni þriðju ljóðabókar Eydísar Blöndal; auglýsingaslagorð, sem á bæði við um manneskjur og ákveðnar vörur – og niðurbrotið er bæði jákvætt og neikvætt þegar kemur að manneskjum. En þetta er líka auglýsingaslagorð sem höfðar enn sem komið er […]

Afbyggð #metoo riddarasaga
Við erum stödd í drullugum burtreiðahring rétt fyrir áramót árið 1386. Við erum í snævi þakinni París og sjáum Matt Damon og Adam Driver gera sig klára fyrir einvígi, Damon með forljóta miðaldahárgreiðslu en Driver með grunsamlega nýmóðins greiðslu. Maður með svona framtíðarlega hárgreiðslu hlýtur þar af leiðandi að vera skúrkurinn, ekki satt? 21 aldar […]

Nægur tími til að deyja
No Time to Die. Nafnið á svanasöng Daniels Craigs sem Bond er sannarlega öfugmæli, það er meira en nægur tími til að deyja í þessari alltof löngu mynd, sem er heilar 163 mínútur – og það hefði auðveldlega mátt stytta hana um svona 130 mínútur. Byrjunin er frábær. Spennandi, nöturleg og ljóðræn, allt í senn. […]

Svamlað í Jórvíkurlauginni
Ég hitti Ron Kolm á Medium 43, litlu kaffihúsi litlu kaffihúsi niðrí Žižkov þar sem við lásum báðir upp og gerðum svo vitaskuld heiðarlegan skiptidíl í kjölfarið eins og öll heiðarleg ljóðskáld. Hann fékk Framtíðina og ég fékk Swimming in the Shallow End. En samskiptin voru nú svosem ekki lengri en það, þannig að ég […]

Svartir mannapasandar
Það getur verið skringilegt að heyra lag úr sínu náttúrulega samhengi. Hvaða lag er þetta, af hverju kannast ég svona rosalega vel við þetta? En svo kveikti ég skyndilega. Jú, ég er að tala um Black Sands, svörtu sandana, seiðandi lag sem fann sitt náttúrulega samhengi fyrir margar kynslóðir íslenskra útvarpshlustenda undir rödd Veru Illugadóttur […]

Rappað um pólsku umferðina
Þegar maður skilar af sér útvarpspistli þá er pistillinn sjaldnast alveg fullkláraður – ósjaldan eiga þáttastjórnendur og/eða tæknimenn eftir að framkvæma einhverja galdra, stundum gróflega eftir forskrift og leiðbeiningum sem ég sendi þeim – en stundum kemur einhver óvænt snilld til viðbótar. Þannig var það í vikunni þegar ég sendi Önnu Marsý hjá Lestinni pistil […]