Aðventkirkjan

Tékklandsárin og rómantísk fyrri líf: Menningarvikan 18-24 september

18. september 2023

Leikhúsveturinn er að komast í gang með nýjum verkum eftir Maríu Reyndal og Marius van Mayenburg, verk tveggja íslenskra leikstjóra úr FAMU eru sýndar í Bíó Paradís og annar þeirra er að gefa út bók um Tékklandsárin og Sunna Gunnlaugs, Bríet og fleiri eru með tónleika. Þá verður hin yndislega Past Lives frumsýnd í Bíó […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Augustin Pinochet

Hinsta ljóðinu smyglað

16. september 2023

Þjóðlagatónlist er afleitt orð. Virkar akademískt um eitthvað sem er einmitt svo sjálfsprottið. Enda vildi Víctor Jara kalla þessa tónlist byltingartónlist – og í dag eru 50 ár síðan hann dó. „Þegar ég hitti Víctor þekkti ég bara minn litla heim, heim dansins. Og hann opnaði augu mín, tók mig út í heiminn. Hann lét […]

Hljóðskrá ekki tengd.
AM Forlag Þar sem óhemjurnar eru

Sverrir Norland: Innblástursflog og kústaskápur

13. september 2023

Sverrir Norland gaf nýverið út skáldsöguna Klettinn, hans tólftu bók. Tæplega helmingurinn af hinum kom út í bókaknippi sem innihélt fimm bækur; Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst, Hið agalausa tívólí, Manneskjusafnið, Erfðaskrá á útdauðu tungumáli og Heimafólk. Þá hefur hann einnig gefið út skáldsögurnar Kvíðasnillingana og Fyrir allra augum, esseyjubókina Stríð og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Á annan veg

Skjaldborgartíminn: Mitt á milli Moskvu og Patreksfjarðar

11. september 2023

Á Skjald­borg ferð­ast mað­ur til Pat­reks­fjarð­ar og það­an til Moskvu og Mjan­mar, á sjó­inn, til Tálkna­fjarð­ar og í greni Hagaljóns­ins sjálfs. En kannski mest inn­ávið. Á þess­ari há­tíð ís­lenskra heim­ilda­mynda eru menn í sjálf­skoð­un þessa dag­ana, en finna sig auð­vit­að á Skjald­borg, und­ir vök­ulu eft­ir­liti hafs­ins og krumma. Og svo voru verð­laun­in – Heima­leik­ur­inn fékk […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Á móti sól

Pólsk-írönsk skáld og praktísk ást: Menningarvikan 11-18 september

11. september 2023

Það er ótrúlega margt framundan í pólskri menningu á Íslandi, bæði hipsumhaps og Skálmöld halda útgáfutónleika og íransk-bandaríska skáldið Kaveh Akbar mætir til Íslands. Svo gisti forsíðufyrirsætan Almar í tjaldifyrir austan. Þetta og miklu fleira þessa menningarviku. Mánudagur 11. september Pólskir dagar 11-14 september 16.30 Veröld, Háskóla Íslands Það er gósentíð fyrir áhugafólk um pólska […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Abraham Lincoln

Samsæriskenningar og menningarstríð skekja Hollywood

5. september 2023

Það eru verkfall í Hollywood og gömlu lögmálin virðast ekki virka lengur í heiminum eftir heimsfaraldur, þar sem öruggir smellir hverfa í skuggann á óvæntum sumarsmellum. Þar á meðal þeim umdeildasta, Sound of Freedom. Ef spámannlega vaxnir kvikmyndaspekúlantar hefðu verið beðnir um að spá fyrir um vinsælustu myndir seinni hluta sumarsins 2023 fyrir ári síðan […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Að halda þræði

Týnumst saman í Paradís: Menningarvikan 5-10 september

4. september 2023

Chet Baker gengur aftur í Bíó Paradís, ungir tónlistarlistamenn troða upp í Hörpu, vínilkaffi, fjölþjóðlegt bókmenntaspjall, frumsýning á verki Söruh Kane, nýtt dansverk og vínylkaffi er meðal helstu viðburða vikunnar. Menningarsmyglið flytur ykkur í fyrsta skipti menningardagatalið, þar sem farið verður yfir helstu viðburði komandi viku – með tenglum á mikilvægustu upplýsingar, Facebook-síður og miðasölusíður […]

Hljóðskrá ekki tengd.
3

Álög viðurnefnanna

1. september 2023

Þetta er útgáfa 2,3 – v2,3 – af plötunni v2,2, Róshildur hefur álíka ást á verkum í eilífri vinnslu og Sigurður Pálsson heitinn, sem fékk heilar kynslóðir skálda til að elska og virða Vív. Lagið er Fólk í blokk, textinn eftir Ólaf Hauk og hljóðin eins og hljóð í loftræstingunni sem þvælist um blokkina. Hér […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alessandro Aniballi

List um list

22. ágúst 2023

Listamenn eru sjálfhverfir og þess vegna má treysta því að á öllum almennilegum kvikmyndahátíðum séu fleiri en ein og fleiri en tvær myndir um listina sjálfa, kvikmyndalistina eða aðrar listir. Sem er auðvitað frábært, enda fátt skemmtilegra en þegar fólk fabúlerar um það sem það elskar fyrir fólk sem elskar það sama – sjálfhverfa í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adolf Hitler

Ögrandi fortíð og gamaldags framtíð

15. ágúst 2023

Fimm myndir, tvær úr fortíðinni, tvær um fortíðina, tvær um framtíðina. Þetta reikningsdæmi virðist kannski ekki ganga upp, en munið: myndir úr fortíðinni geta líka verið um fortíðina, já eða framtíðina Byrjum í nútíðinni í fortíðinni, það virðist orðin hefð að sýna gamla Cassavetes-mynd á Karlovy Vary og nú er komið að Minnie and Moskovitz, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Cold Fact

Takk fyrir tímann

11. ágúst 2023

But thanks for your timethen you can thank me for mineand after that’s saidforget itJá, elsku Sixto, takk fyrir tímann, takk fyrir lögin, takk fyrir orðin, takk fyrir að spila fyrir mig og fleiri í litlum sal í Karlín eitt heitt júlíkvöld fyrir sjö árum. https://www.youtube.com/watch?v=JibJQGkgJsY&ab_channel=Rodriguez%28SixtoRodriguez%29-Topic Eftir á hugsaði ég bara: þvílíkur maður, þvílíkt skáld, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aki Kaurismäki

Ást og einsemd á tölvuöld

8. ágúst 2023

Bíótími er öðruvísi en annar tími. Það er furðu sjaldgæft að bíómyndir virkilega spegli nútímann, eða yfirhöfuð reyni það, jafnvel þótt ekkert bendi til að myndin eigi að gerast á nokkrum öðrum tíma en einmitt núna. Maður horfir yfir bíósalinn fyrir mynd, þar sem flestir drepa tímann með andlitið ofan í snjallsímum, og svo förum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Sensitive Person

Bíómyndir fyrir barnamálaráðuneyti

5. ágúst 2023

Nokkr­ar bestu mynd­irn­ar á kvik­mynda­há­tíð­inni í Karlovy Vary, sem fram fór í byrj­un mán­að­ar­ins, áttu það sam­merkt að fjalla um börn – þótt þær væru alls ekki fyr­ir börn. Nauðgun og glatað sakleysi, börn í hakkavél dómstóla og gulu pressunnar, börn sem eru fangar fjölskyldutráma og alkóhólisma foreldranna, eða fórnarlömb eineltis og vanhæfra kennara eða […]

Hljóðskrá ekki tengd.
2001

Bíómyndin sem útrýmdi kynjamisrétti

1. ágúst 2023

Þetta byrjar ágætlega. Ungar stúlkur leika sér með forneskjulegar dúkkur við ströndina og sögumaðurinn okkar, hún Helen Mirren, kveður sér hljóðs og undirstrikar gáskafullan alvarleikann – 2001 vísunin er augljós en alveg ágætlega skondin. Og svo skapaði Guð Barbie. Já, eða Mattel. En svo höldum við til Barbílands og það er eins og vera komin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Albert Einstein

Brenglað kall tímans

28. júlí 2023

„Heyrirðu tónlistina?“ spyr Niels Bohr hinn unga J. Robert Oppenheimer snemma í Oppenheimer – og þótt stráksi finni sig ekki í verklegu námi þá getur hann svarað þessu játandi með góðri samvisku. Og fyrsti klukkutími Oppenheimer er kröftugasti hluti myndarinnar einmitt af því þá einbeitir Christopher Nolan sér að því að hjálpa okkur að heyra […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ameríka

Svarti riddarinn og trúðurinn hans

28. júlí 2023

Hvað eiga George W. Bush Bandaríkjaforseti og Batman sameiginlegt? Andrew Klavan skrifar pistil íWall Street Journal þar sem hann lýsir því þegar Batman-merkið birtist á himninum: „En þetta er ekki leðurblaka, ef þú fylgir útlínunum með puttanum lítur þetta eiginlega út eins og… W.“ Og hann heldur áfram að draga línur með fingrunum á milli Blaka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Al Pacino

Sjálfskaparvíti hefndarinnar

28. júlí 2023

Christopher Nolan hóf ferilinn með hræódýrri svart-hvítri smámynd, sló í gegn með Memento og hefur nýlokið við að frumsýna mynd um Leðurblökumann sem stefnir í að verða einhver stærsta mynd kvikmyndasögunnar. *** Hendurnar. Þetta byrjar alltaf á höndunum. Höndunum á nafnlausa þjófnum, höndunum á Leonard Shelby, höndunum á Will Dormer … en svo birtast vængir, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Abu Dhabi

Til varnar ferðalögum

17. júlí 2023

Menningarsmygl átti upphaflega aðallega að vera ferðablogg. Og planið er alltaf að ferðablogga meira hér. Ástæðan fyrir því að þetta þróaðist yfir í menningarblogg er kannski helst sú að ég hef ekki efni á að vera sífellt á flakki – annars væri ég örugglega sífellt á flakki. Og á dögum loftslagshamfara og kolefnisjöfnunar þurfa ferðalög […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Air

Bíóbærinn Poznań

21. júní 2023

Árið 1958 byrjaði þrettán ára pólsk stúlka, hún Maria Makowska, að halda bíódagbók. Ég hef ekki hugmynd um hversu oft hún sótti bíóhúsin áður en hún fjárfesti í dagbókinni, ég veit bara að fyrsta myndin sem hún skráði í dagbókina var sovésk gamanmynd, Stúlka með gítar. Ég veit hins vegar að á næstu 15 árum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Achraf Hakimi

Hugleiðing um Katar, Messi, Kafka og Marokkó

29. janúar 2023

Árið 2022 var ár þverstæðna, allavega síðustu mánuðina. Samherji framleiddi besta áramótaskaupið í mörg ár, Twitter varð mun bærilegri staður eftir að Elon Musk tók yfir og Katar hélt besta HM í manna minnum. Og það versta. Enda eru forvitnilegustu sögurnar oft þversagnakenndar, sérstaklega þessar sönnu, tvær illsamrýmanlegar staðhæfingar geta báðir verið sannar í einu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

Kennarabörn, kúltúrbörn og ættlausir væringjar

30. desember 2022

Fyrst þegar við kynnumst Loga geimgengli er hann bara sveitastrákur frá Tattooine – og það breytist ekkert þegar hann lærir að virkja máttinn innra með sér og fá þar með ofurkrafta Stjörnustríðsheimsins. Þangað til auðvitað í næstu mynd, þegar Svarthöfði gengst við því að vera faðir Loga, sem kemst þar með að því að hann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ali Abbasi

Villistúlka verður villikona

2. nóvember 2022

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða sífellt fjölþjóðlegri, rétt eins og myndirnar sjálfar. Núna í ár var Volaða land framlag Dana, mynd sem gerist mestöll á Íslandi og leikstjórinn er íslenskur, en þar er þó sannarlega danskur vinkill – myndin byrjar í Danmörku (inni, hefði svosem getað verið tekið upp hvar sem er) og danskar persónur eru til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Búlgaría

Horft á þornaða málningu

6. október 2022

Það hefur ekki verið mikið um alvöru kófmyndir á kvikmyndahátíðum heimsins í kjölfar heimsfaraldursins. Ég minntist á þetta við einhverja kollega og margir sögðust fegnir, það væri komið andskotans nóg af kófinu, en persónulega langar mig alltaf að sjá allavega einhverjar tilraunir til þess að fanga samtímann frá listamönnum, hversu mikið sem sá samtími kann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Streetcar Named Desire

Blindi bíónördinn

6. október 2022

Jaako býr einn og eyðir dögunum í að reykja gras, röfla yfir foreldrum sínum og vitna óspart í eitís-bíómyndir. Kurt Russell og John Carpenter eru í sérstöku uppáhaldi. Svo hringir hann reglulega í kærustuna sem hann hefur samt aldrei hitt annars staðar en á internetinu. En það er kannski rétt að taka það fram líka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Fine Sendel

Ertu aðalpersóna í þínu lífi?

17. ágúst 2022

Í hópmyndum tökum við oftast fyrst eftir þeim sem eru í miðjunni, þeim sem hleypur fremst eða þeim sem er í fókus. Í stórmyndum er kreditlistinn ógnarlangur og leikararnir skipta jafnvel hundruðum, samt munum við oftast bara eftir örfáum þeirra. Ekki öllum þessum sem sátu bara í lestum og strætóum og vinnustöðum og voru í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alice Englert

Að upplifa ótal líkama

17. ágúst 2022

Við erum stödd í uppsveitum Makedóníu, einhvern tímann á nítjándu öld. Inn í svart-hvítan heim gengur afmynduð norn – og heimtar frumburðinn af konu einni. Nornin hefur mörg nöfn, er kannski þekktust sem úlfaætan, volkojagta. Móðirin nær að miðla málum – semur um að nornin taki dótturina ekki fyrr en hún verði sextán ára. Nornin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Belgía

Karlmenn snertast ekki

17. ágúst 2022

Léo og Rémi eru bestu vinir. Þeir eyða sumrinu saman, þrettán ára gamlir, saklausir og áhyggjulausir. Og nánir. Þeir halla höfðinu á öxl hvors annars, eru oft í einhverri óræðri kös saman, það er óljóst hvar einn byrjar og hinn endar. Þeir eru af belgískri miðstétt, umvafðir ást og umhyggju, og sjaldan var sumarið jafn […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bandaríki ástarinnar

Fortíðardraugurinn sem mætti of seint

17. ágúst 2022

Pólski leikstjórinn Tomasz Wasilewski vann East of the West flokkinn á Karlovy Vary með Fljótandi skýjakljúfum, magnaðri mynd um samkynhneigð í Póllandi – og fylgdi henni eftir með Bandaríkjum ástarinnar, ekki síðri mynd um kvennaheim í Póllandi árið 1990 – í raun konurnar sem ólu hann upp, í skáldaðri útgáfu (hér er viðtal sem ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Donbass

Stigmögnuð koðnun

16. ágúst 2022

Klondike á ýmislegt sameiginlegt með Eldfjalli, uppáhalds úkraínsku myndinni minni. Báðar gerast í villta austrinu, báðar beita meðulum töfraraunsæis á þetta óútreiknanlega svæði og báðar bera torræð nöfn sem eiga sér fáa ef nokkra snertifleti við myndirnar – en því miður er bara önnur myndin góð. KVIFF 15 Klondike Leikstjóri: Maryna Er Gorbach Aðalhlutverk: Oxana […]

Hljóðskrá ekki tengd.
'Ndrangheta

Morðið sem felldi ríkisstjórnina

16. ágúst 2022

Seint í febrúar árið 2018 fóru þau Ján Kuciak og Martina Kušnírová í kjörbúð nálægt heimili sínu. Það eru síðustu myndirnar sem náðust af þeim, það var verið að njósna um þau – og þann 21. febrúar 2018 voru þau myrt í íbúð sinni í Veľká Mača, smáþorpi ekki langt frá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Þau […]

Hljóðskrá ekki tengd.