Achraf Hakimi

Hugleiðing um Katar, Messi, Kafka og Marokkó

29. janúar 2023

Árið 2022 var ár þverstæðna, allavega síðustu mánuðina. Samherji framleiddi besta áramótaskaupið í mörg ár, Twitter varð mun bærilegri staður eftir að Elon Musk tók yfir og Katar hélt besta HM í manna minnum. Og það versta. Enda eru forvitnilegustu sögurnar oft þversagnakenndar, sérstaklega þessar sönnu, tvær illsamrýmanlegar staðhæfingar geta báðir verið sannar í einu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Akureyri

Kennarabörn, kúltúrbörn og ættlausir væringjar

30. desember 2022

Fyrst þegar við kynnumst Loga geimgengli er hann bara sveitastrákur frá Tattooine – og það breytist ekkert þegar hann lærir að virkja máttinn innra með sér og fá þar með ofurkrafta Stjörnustríðsheimsins. Þangað til auðvitað í næstu mynd, þegar Svarthöfði gengst við því að vera faðir Loga, sem kemst þar með að því að hann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ali Abbasi

Villistúlka verður villikona

2. nóvember 2022

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða sífellt fjölþjóðlegri, rétt eins og myndirnar sjálfar. Núna í ár var Volaða land framlag Dana, mynd sem gerist mestöll á Íslandi og leikstjórinn er íslenskur, en þar er þó sannarlega danskur vinkill – myndin byrjar í Danmörku (inni, hefði svosem getað verið tekið upp hvar sem er) og danskar persónur eru til […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Búlgaría

Horft á þornaða málningu

6. október 2022

Það hefur ekki verið mikið um alvöru kófmyndir á kvikmyndahátíðum heimsins í kjölfar heimsfaraldursins. Ég minntist á þetta við einhverja kollega og margir sögðust fegnir, það væri komið andskotans nóg af kófinu, en persónulega langar mig alltaf að sjá allavega einhverjar tilraunir til þess að fanga samtímann frá listamönnum, hversu mikið sem sá samtími kann […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Streetcar Named Desire

Blindi bíónördinn

6. október 2022

Jaako býr einn og eyðir dögunum í að reykja gras, röfla yfir foreldrum sínum og vitna óspart í eitís-bíómyndir. Kurt Russell og John Carpenter eru í sérstöku uppáhaldi. Svo hringir hann reglulega í kærustuna sem hann hefur samt aldrei hitt annars staðar en á internetinu. En það er kannski rétt að taka það fram líka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Fine Sendel

Ertu aðalpersóna í þínu lífi?

17. ágúst 2022

Í hópmyndum tökum við oftast fyrst eftir þeim sem eru í miðjunni, þeim sem hleypur fremst eða þeim sem er í fókus. Í stórmyndum er kreditlistinn ógnarlangur og leikararnir skipta jafnvel hundruðum, samt munum við oftast bara eftir örfáum þeirra. Ekki öllum þessum sem sátu bara í lestum og strætóum og vinnustöðum og voru í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alice Englert

Að upplifa ótal líkama

17. ágúst 2022

Við erum stödd í uppsveitum Makedóníu, einhvern tímann á nítjándu öld. Inn í svart-hvítan heim gengur afmynduð norn – og heimtar frumburðinn af konu einni. Nornin hefur mörg nöfn, er kannski þekktust sem úlfaætan, volkojagta. Móðirin nær að miðla málum – semur um að nornin taki dótturina ekki fyrr en hún verði sextán ára. Nornin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Belgía

Karlmenn snertast ekki

17. ágúst 2022

Léo og Rémi eru bestu vinir. Þeir eyða sumrinu saman, þrettán ára gamlir, saklausir og áhyggjulausir. Og nánir. Þeir halla höfðinu á öxl hvors annars, eru oft í einhverri óræðri kös saman, það er óljóst hvar einn byrjar og hinn endar. Þeir eru af belgískri miðstétt, umvafðir ást og umhyggju, og sjaldan var sumarið jafn […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bandaríki ástarinnar

Fortíðardraugurinn sem mætti of seint

17. ágúst 2022

Pólski leikstjórinn Tomasz Wasilewski vann East of the West flokkinn á Karlovy Vary með Fljótandi skýjakljúfum, magnaðri mynd um samkynhneigð í Póllandi – og fylgdi henni eftir með Bandaríkjum ástarinnar, ekki síðri mynd um kvennaheim í Póllandi árið 1990 – í raun konurnar sem ólu hann upp, í skáldaðri útgáfu (hér er viðtal sem ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Donbass

Stigmögnuð koðnun

16. ágúst 2022

Klondike á ýmislegt sameiginlegt með Eldfjalli, uppáhalds úkraínsku myndinni minni. Báðar gerast í villta austrinu, báðar beita meðulum töfraraunsæis á þetta óútreiknanlega svæði og báðar bera torræð nöfn sem eiga sér fáa ef nokkra snertifleti við myndirnar – en því miður er bara önnur myndin góð. KVIFF 15 Klondike Leikstjóri: Maryna Er Gorbach Aðalhlutverk: Oxana […]

Hljóðskrá ekki tengd.
'Ndrangheta

Morðið sem felldi ríkisstjórnina

16. ágúst 2022

Seint í febrúar árið 2018 fóru þau Ján Kuciak og Martina Kušnírová í kjörbúð nálægt heimili sínu. Það eru síðustu myndirnar sem náðust af þeim, það var verið að njósna um þau – og þann 21. febrúar 2018 voru þau myrt í íbúð sinni í Veľká Mača, smáþorpi ekki langt frá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Þau […]

Hljóðskrá ekki tengd.
American Honey

Þar sem vísundarnir vaka yfir

10. ágúst 2022

Fáar myndir hafa verið gerðar betri um bandaríska unglinga á glapstigum fátæktar og rótleysis en American Honey, sem Andrea Arnold leikstýrði fyrir sex árum síðan. Þar lék Riley Keough, barnabarn sjálfs Elvis Presley, hana Krystal, hálfgerðan Fagin sögunnar, spilltu ljóskuna sem sendir fátæku krakkana út af örkinni til að vinna fyrir sig. Þetta var ekki […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1927

Böðulsonurinn og ræningjadóttirin

9. ágúst 2022

Löngu gleymd þögul mynd með live tónlist? Auðvitað varð ég að drífa mig. Stóri gallinn var að hópurinn sem gerði myndina upp talaði í heila eilífð um endurgerðina, sömu frasarnir og alltaf, þannig að 40 mínútum síðar var bíóstuðið orðið frekar súrt, þegar myndin loksins byrjaði. Og það er skemmst frá því að segja að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bermúda-þríhyrninginn

Bókstaflegt skipbrot kapítalismans

9. ágúst 2022

Fyrstu kynni mín af Ruben Östlund voru ekki gæfuleg. Play var hans þriðja mynd, en sú fyrsta sem komst í almennilega alþjóðlega bíódreifingu, vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs – þrátt fyrir að vera tilgerðarlegt rasískt runk. Hann sló rækilega í gegn með Force Majeur, eða Turist,  ágætri mynd vissulega, en samt takmarkaðri og ofhæpaðri. Mynd sem náði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1991

Ástarsaga úr eldfjöllunum

3. ágúst 2022

„Þetta eru Katia og Maurice Krafft. Árið er 1991, dagsetningin er 2 júní. Á morgun rennur þeirra hinsti dagur upp.“ Svona byrjar Ástarsaga úr eldfjöllunum, Fire of Love, heimildamynd um eldfjallafræðingshjónin Katiu og Maurice, sem voru fræg á sínum tíma fyrir að eltast við eldfjöll heimsins. Hvernig þau kynntust er óljóst, myndin fullyrðir ekkert en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Another Spring

Svæfandi heimsfaraldur

2. ágúst 2022

Dularfullur sjúkdómur ferðast frá Asíu til sunnanverðrar Evrópu og eftir hefðbundinn skammt af afneitun er allt sett í gang til að stöðva útbreiðsluna, bólusetningarprógrömm af áður óþekktri stærðargráðu eru keyrð í gang og hægt og rólega næst að koma böndum á veiruna. Þetta hljómar kannski eins og kunnugleg saga úr nútímanum, en er þó sagan […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Að fara

Rökkurmynd um sushi og fjöll

2. ágúst 2022

„Þig grunar margt saklaust fólk,“ segir Jung-an við eiginmann sinn, lögreglumanninn Hae-jun, þegar þau mæta tveim einstaklingum á förnum vegi sem bæði voru áður með stöðu grunaðra. Þarna er þó nokkuð liðið á myndina og okkur grunar að vandinn sé ekki að hann gruni mikið af saklausu fólki, frekar að hann sé ekki nógu duglegur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Brett Morgen

Sjálfhverfur hausverkur

2. ágúst 2022

Við erum stödd í stóra salnum og leikstjórinn Brett Morgen mætir að kynna myndina, Moonage Daydream, expressjóníska sýn hans á sjálfan David Bowie. Það er smá Bowie í töktum Morgen, sem fékk ótakmarkað aðgengi að myndefni frá fjölskyldu tónlistarmannsins, þar á meðal teikningum sem fáir hafa séð. Og þessi mynd er hugsuð sem upplifun, það […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ágúst 1968

Þegar hefndin er búmerang

28. júlí 2022

Hvenær líkur blómaskeiðum? Eða nýbylgju, eins og blómaskeið kvikmyndanna eru iðullega kölluð; franska nýbylgjan, rúmenska nýbylgjan eða tékkneska nýbylgjan. Það er oftast erfitt að festa fingur á það – en þó voru endalok tékknesku nýbylgjunnar nokkuð harkaleg; eftir að skriðdrekarnir rúlluðu inní Prag í ágúst 1968 var ljóst að tékkneska nýbylgjan myndi ekki lifa lengi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Andrija Mardešić

Jól alla daga

28. júlí 2022

Við erum stödd í huggulegu fjölskylduhúsi í gömlu Júgóslavíu, þar sem nú er Króatía, einhvern tímann á níunda áratugnum. Þegar Júgóslavía var lítt þekkt millistærð á milli austurs og vesturs, með sinn eigin kommúnisma en þó mun vestrænni en öll hin löndin í Austurblokkinni. Sem var auðvitað ekki heilstæð blokk; Hoxha og Ceaușescu höfðu klippt […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Alessandro Borghi

Rislitlar ofurhetjur

27. júlí 2022

KVIFF 3 Ofurhetjur Supereroi Superheroes Leikstjóri: Paolo Genovese Aðalhlutverk: Jasmine Trinca & Alessandro Borghi ÍTALÍA 2021 Ofurhetjur fjalla ekki um hefðbundnar ofurhetjur í spandex-göllum, heldur par – og hugmyndin er sú að það að halda parasambandi gangandi jafngildi því að vera ofurhetja, en það er einmitt viðfangsefni myndasöguseríunnar Ofurhetjur, eða Supereoi, sem myndasöguhöfundurinn Anna semur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
A Love Song

Hrukkótt ástarlag

27. júlí 2022

Í hjólhýsahverfi í amerísku eyðimörkinni hittum við fyrir Faye (Dale Dickey), einbúa með hrukkur sem jafnast á við flest náttúruundur sem fyrirfinnast á amerísku sléttunum. Og framan af fylgjumst við bara með henni ganga sinna fábreyttu daglegu erinda – og stöku sinnum eiga samskipti við lesbíska parið í næsta hjólhýsi, eða póstburðarmanninn sem hún bíður […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Anna (Vic Carmen Sonne

Vor vansköpuðu lönd

26. júlí 2022

Volaða land er mynd margra titla. Danski titillinn er Vanskabte land og sá enski Godland – og sá danski er jafnrétthár þeim íslenska, þeir koma báðir fyrir með flúruðu letri í upphafi myndar og við lok hennar, og ef þú sérð myndina með enskum texta fylgja þessir kyndugu skjátextar með: „Godland (Icelandic)“ og „Godland (Danish).“ […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Anthony Edwards

Hroðbjóður í háloftunum

13. júní 2022

Í upphafi Top Gun: Maverick fréttir Tom Cruise af yfirvofandi niðurskurði í sinni flugdeild og bregst við með því að fljúga ofurflugvél, sem kostaði ameríska skattgreiðendur marga marga milljarða, ógeðslega hratt – og endar á að eyðileggja hana. Þetta er leið leikstjórans til að segja okkur að við eigum að halda með þessum gaur, um […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Darrell Jónsson

Finnst, íslenskt og tékkneskt kvennapönk

3. júní 2022

Maður veit auðvitað lítið hverju maður á að búast við þegar maður mætir á tónleika hjá finnsku bandi í Helsinki sem maður hefur aldrei heyrt um – en þar sem mér var boðið af virðulegum menningarblaðamanni reiknaði ég með að þetta geti nú ekki verið svo slæmt. En svo reyndust þetta bara vera þrælmagnaðir tónleikar. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aki Kaurismäki

Helsinki-dagbókin: Buenos Aires norðursins

26. maí 2022

Helsinki, 10 maí. Ég er nýlentur eftir flug frá Prag, grímulaust flug! Þvílík hamingja, er kannski runninn upp sá tími að ég geti talað grímulaust um grímuhatur mitt án þess að vera uppnefndur kóviti, þótt ég vilji helst öll bóluefni í heiminum og rúmlega það, helst einu sinni í mánuði ef birgðir endast? Hver veit, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Adrift

Íslenskir strákar og finnskar stelpur

26. maí 2022

Fyrir okkur fastagestina á Berlinale kvikmyndahátíðinni var hátíðin í ár nett sjokk. Hið sögufræga en uppavædda Potsdamer Platz, höfuðvígi hátíðarinnar, er afskaplega draugalegt miðað við fyrri ár, ófáir staðir eru að nýta tækifærið til framkvæmda og ekkert er á sama stað og síðast. Það þarf þrjár bólusetningar og próf á hverjum degi til að komast […]

Hljóðskrá ekki tengd.
1. maí

The Northman

1. maí 2022

The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk. En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins […]

Hljóðskrá ekki tengd.