Óflokkað

Jóhann

26. janúar 2023

Haustið 2006 mætti segja að skrattinn hafi hitt ömmu sína (skrattar eru víst lítið í því að heimsækja ömmur sínar) þegar forlögin höguðu því þannig að ég varð kunnugur Ásgeiri Berg. Báðir vorum við nýnemar við Háskólann, hann í heimspeki og ég í íslensku, báðir grindhoraðir, ljóshærðir og aðdáendur hatta.  Öll áhugamál sameiginleg fyrir utan … Halda áfram að lesa: Jóhann

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Rannsóknamisseri

14. janúar 2023

Ég veit aldrei alveg hvort fólk er að grínast þegar það spyr mig hvort við háskólafólkið séum ekki alltaf „í leyfi“, svona eins og goðsögnin um að kennarar séu alltaf í fríi. Trúið mér, að allt það frí sem kennarar fá er fyllilega verðskuldað. Ef eitthvað er þá er það of stutt. Kannski er það … Halda áfram að lesa: Rannsóknamisseri

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Nýtt útlit

12. janúar 2023

Gamla útlitið á blogginu var orðið svolítið sjúskað fannst mér. Búinn að hafa það uppi í á að giska 13-14 ár og kominn tími á eitthvað stílhreint og einfalt með sæmilega stóru letri. Útlitið er enn eitthvað að stríða mér. Til dæmis vill stjórnkerfið ekki leyfa mér að setja upp einfalt tenglasafn á spássíu síðunnar, … Halda áfram að lesa: Nýtt útlit

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Aftur til hins hliðræna

9. janúar 2023

Síðastliðið misseri hef ég verið að kukla við filmuljósmyndun. Það byrjaði sakleysislega þegar ég keypti ódýra og frumstæða myndavél frá bókabúðinni á Flateyri, Kodak Ektar H35 Half-frame: nýja hönnun sem líkir nokkurn veginn alveg eftir gömlu instamaticvélunum að því undanskildu að í stað kubbs er innbyggt flass og í stað hylkis tekur vélin filmu á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Að vera kennari

27. október 2022

Ég var að átta mig á því að í janúar komandi hef ég verið kennari í tíu ár. Töluvert hefur runnið til sjávar frá því ég stóð í fyrsta sinn vitlausu megin við kennaraborðið og reyndi að fela að ég var viti mínu fjær af hræðslu. Þegar kom að kaffipásu milli fyrri og seinni tíma […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Kvikmyndir

Ráðgátur og Þúsöld — snilld yngri áranna rifjuð upp

30. september 2022

Er fössari? Já, svo sannarlega! Að vísu er ég meiri djammhundur en flestir svo ég kom fyrst heim af skrifstofunni klukkan átta um kvöld. Það er ekki alvöru fössari nema maður vinni fram eftir. Þessa dagana horfi ég samtímis á X-Files og Millennium, í tilefni af því að nýverið var loksins bundinn endapunktur á fyrrnefnda […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Að vetri loknum

8. maí 2020

Meira sem hefur gengið á þennan veturinn! Bara síðan í janúar höfum við séð: Stórbruni í Ástralíu Snjóflóð á Flateyri og í Esju Landris við Grindavík Endalausar appelsínugular og rauðar viðvaranir Næstumþvístríð Bandaríkjanna við Íran (afstýrt, að líkindum, vegna annarrar uppákomu á þessum lista) Veiruheimsfaraldur (sem að auki kostaði Daða og Gagnamagnið sigur í Eurovision, […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Vanhugsað sumarmisseri

23. apríl 2020

Það er áhugavert að lesa um það í fjölmiðlum að menntamálaráðherra ætli að veita fjármunum inn í skólakerfið svo að hægt verði að kenna í framhalds- og háskólum í sumar. Það að kennarar frétti þetta fyrst í fjölmiðlum gefur til kynna að ekkert samráð hafi verið við skólastjórnendur, og ég held að við séum allflest […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Kvikmyndir

Þekkingarfræði skáldskapar

21. apríl 2020

Fyrirsögnin hér er kannski helst til háfleyg. Ég var að velta fyrir mér hvernig aðdáendur kvikmynda á borð við Stjörnustríð vita það sem þeir telja sig vita um söguheiminn. Þetta er hugmynd sem kviknaði fyrst þegar ég fór að sjá Scream 2 í bíó árið 1997. Þar leikur Timothy Olyphant morðóðan kvikmyndanörð sem þykja bangsarnir […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Bannaður á Facebook

10. apríl 2020

Það er kannski táknrænt að ég er rétt nýfarinn að blogga aftur þegar Facebook ákvað að loka á mig í sólarhring. Ég hef einu sinni hlotið aðvörun þar, þegar ég vitnaði í lagatexta The Pogues („you cheap, lousy faggot“ orti hinn prúði Shane MacGowan). Ég skil að það hafi lent í síunni, en Facebook tók […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Tíðindalaust í skotgröfum hugarfarsins

9. apríl 2020

Mér fannst lengi vel eins og sagan væri liðin, ekkert áhugavert gerðist þaðan í frá og allt myndi lulla svona einhvern veginn áfram fremur tíðindalítið. Þetta reyndist rangt í tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta þá er sagan aldrei liðin, það er alltaf eitthvað á hverjum tíma sem segja mætti, í dvalarhorfi, að sé „að gerast“. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Dagbók úr Kófinu

6. apríl 2020

Það er víst enginn ósnertanlegur, forsætisráðherra Bretlands kominn í gjörgæslu. Einhvern veginn hafði ég ekki einu sinni velt því fyrir mér að það væri mögulegt. Á sama tíma er víða flutt í fréttum að tígrisdýr hafi greinst með Covid-19. Ég á bágt með að trúa því og vil fá almennilega staðfestingu á því. Þessi faraldur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Óflokkað

Hugleiðingar í Kófinu

5. apríl 2020

Ef einhverju sinni var ástæða til að hefja bloggið aftur til vegs og virðingar, þá er það nú á tímum heimsfaraldurs. Ég hef verið að velta fyrir mér lestri og ritun undanfarið, ekki síst vegna þess að ég kenni hvort tveggja á Menntavísindasviði HÍ fólki sem mun sjálft þurfa að kenna börnum og ungmennum lestur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur / Bókmenntir

Að sýna skrímslið

5. janúar 2019

Í hryllingsbókmenntum og -kvikmyndum er alltaf viss togstreita á milli eftirvæntingar viðtakanda og sjálfs hápunktsins: þegar hið illa er leitt fyrir sjónir viðtakandans. Þegar maður loksins sér skrímslið þá getur það sjaldnast verið eins hryllilegt og maður hafði ímyndað sér það, að sýna veldur nær alltaf vissum vonbrigðum (ég myndi halda því fram að geimveran […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur / Bókmenntir

Fyrirheit

30. desember 2018

Fólk er farið að spyrja mig hvort ég muni ekki skrifa fleiri greiningar á barnabókum, jafnvel ókunnugt fólk. Ég verð að segja að vinsældir þessara greinarkorna hafa komið mér á óvart. Sjálfum þykir mér skemmtilegt að skrifa þau svo það kannski ratar til lesenda.  Ekki síst þess vegna að mér finnst gaman að fjalla í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Íkon

30. mars 2018

Það er við hæfi á þessum degi, þegar ríkisvaldið vill halda að okkur minningu manns sem var negldur upp fyrir heldur litlar sakir fyrir tæpum tvöþúsund árum, að fjalla um eina trúarlega gripinn sem ég á. Sumarið 2003 var ég staddur á Krít í hálfgerðu reiðuleysi, vissi ekki alveg hvernig ég átti að hegða mér […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bækur / Bókmenntir

Halinn og innrætið: Jöðrun og afmennskun í Tralla og Láka jarðálfi

4. nóvember 2017

Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Heimspeki eymdarinnar: tilvistarkreppa og jaðarsetning í Bláu könnunni

5. október 2017

Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]

Hljóðskrá ekki tengd.